SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 32
32 24. júlí 2011
Ó
löf hefur búið í eigin húsi við
Eyrarveg áratugum saman,
miklu lengur en nokkur ann-
ar núverandi íbúa þessa
gamla bæjarhluta, Eyrarinnar. Enda man
hún tímana að minnsta kosti tvenna. Ólöf
er kvik, heilsuhraust og skemmtileg.
Hrein og bein. Með munninn fyrir neðan
nefið, eins og sagt er, og hefur alltaf verið!
Boðið var til afmælisveislu í Oddfellow-
húsinu á fimmtudaginn og þar kom sam-
an fjöldi fólks, bæði ættingjar hennar og
vinir. Þeir eru margir, ekki síst söngvinir,
enda hefur þessi kjarnakona sungið í kór-
um allar götur síðan hún flutti til bæjarins
fyrir 70 árum. Geri aðrir betur! Fyrst var
Ólöf í Kantötukór Akureyrar sem Björg-
vin Guðmundsson stofnaði og stjórnaði,
söng í Kirkjukór Akureyrarkirkju um
hríð, var í kvennakórnum Gígju og nú er
hún í kór aldraðra, sem kallaður er Í fínu
formi.
Ólöf hefur alla tíð verið sópran.
Ekkja í 45 ár
Ólöf missti eiginmann sinn, Torfa Vil-
hjálmsson frá Torfunesi í Kinn, í bílslysi
árið 1966. Hún var með Torfa í bílnum,
slapp ótrúlega vel en hefur ekki átt bíl
síðan og aldrei lært að keyra. Hún segir
syni sína, Pétur og Valgeir, duglega að
skutla sér á milli staða þegar þess er þörf.
„Þegar ég fer í sund fer ég til dæmis
með Pétri. Þeir segja mér í lauginni að ég
sé líkast til sú elsta sem kemur þangað
reglulega,“ segir Ólöf við blaðamann í
stofunni heima í Eyrarvegi.
Ekki er ástæða til þess að rengja starfs-
menn Akureyrarlaugar!
Ólöf fer í sund um helgar og einu sinni
til tvisvar í viku á virkum dögum.
Torfa kynntist Ólöf þegar hún réð sig
sem matráðskonu hjá Vegagerðinni, þar
sem hann starfaði.
„Ég held að þar hafi verið 16 í fastri
vinnu og stundum á milli 30 og 40. Það
var því nóg að gera að elda handa öllum á
einni kolavél. Ég þurfti að hafa til kaffi
handa þeim klukkan hálfsjö á morgnana
því þeir byrjuðu að vinna klukkan sjö, svo
var heitur grautur og slátur klukkan hálf-
tíu og matur klukkan tólf, kaffi hálffjögur
og kvöldmatur klukkan sjö. Það var talað
um að hún þyrfti að fá hjálp á kvöldin, að
minnsta kosti við uppþvottinn, ef þá væri
aftur kaffi fyrir karlana!“
Ólöf var elst níu systkina og vön mikilli
vinnu þannig að hún vílaði ekki fyrir sér
að elda ofan í karlahópinn. „Það var ekk-
ert mál. Ég var vön þessu; það var bara að
ganga í verkin.“ Hún er hið eina af syst-
kinunum frá Vogum sem enn er á lífi.
Áður en hún fór í vegagerðina var Ólöf
einn vetur í Reykjavík. Það atvikaðist
þannig að með afa hennar kom í heim-
sókn kona úr höfuðborginni og vildi
endilega fá stúlkuna suður. „Hún vildi fá
mig í „formiddagsvist“, sem kallað var,
og koma mér í skóla. Ég átti að búa hjá
henni og fá frítt fæði.“
Fyrri part vetrar var Ólöf á heimilisiðn-
aðarnámskeiði. „Þar var konum kennt að
prjóna og sauma og hekla og það kom sér
mjög vel. Ég var til þess að gera fatalaus
og saumaði mér bæði kjól og undirkjól,
föt á bræður mína sem ég sendi heim og
meira til.“
Að lokinni vetrardvöl í Reykjavík sigldi
Ólöf norður með Dronning Alexandrine.
Fór þá í fyrsta skipti á sjó og fannst ekki
mikið mál. „Ég sagði við menn um borð
að ég sem alin væri upp á vatni færi ekki
að vera sjóveik. Passaði mig bara að vera
uppi á þilfari þegar siglt var framhjá ein-
hverju sem varið var í að sjá því ég vildi
ekki missa af neinu.“
Lengi við þjónustustörf
Eftir að Ólöf kynntist Torfa var hún einn
vetur á Húsmæðraskólanum á Laugum,
veturinn 1940-41. „Maður gifti sig auð-
vitað ekki nema húsmæðraskólageng-
inn!“ Þau fluttu síðan til Akureyrar og
bjuggu fyrst í ein sex ár við Hamarstíg á
meðan þau biðu eftir húsi sem Bygginga-
félag verkamanna reisti við Eyrarveg og
hún á enn.
Ólöf fékkst við ýmis störf, var til dæmis
lengi í þjónustu, í Samkomuhúsinu, á
Hótel KEA og í Alþýðuhúsinu. „Ég vildi
sjá um heimilið yfir daginn en fór svo að
vinna eftir að Torfi kom heim. Ég var
yfirleitt þrjú kvöld í viku í Samkomuhús-
inu, bæði þegar voru leiksýningar og böll,
og svo þegar Hótel KEA var opnað fór ég
líka að vera þar.“
Hún kynntist því vel í störfum sínum
hve miklu máli skiptir hvernig komið er
fram við fólk. „Ef strákarnir voru kenndir
þegar þeir komu að skemmta sér þurfti
bara að fara vel að þeim og tala rólega við
þá,“ segir hún um akureyrska karlmenn á
skemmtistöðum. „Ég lenti aldrei í því að
nokkur væri vondur við mig – af því að ég
kom fram við þá eins og menn.“
Ólöf segir að auðvitað hafi verið erfitt
að vera ein með þrjá syni á sínum tíma en
hún hafi viljað sjá um allt sitt sjálf og geri
einn. „Ég hef alltaf verið góð í reikningi
og vil hafa allt 100% Ég sé um mitt bók-
hald og borga mína reikninga. Ég safna
saman reikningunum og legg saman, Pét-
ur keyrir mig inneftir og ég borga eina
tölu. Þeir hafa ekkert þurft að sjá um það,
strákarnir.“
Hún vill sjá um sig sjálf eins og hún get-
ur. „Ég er með stórt hús en fæ manneskju
einu sinni í hálfum mánuði í tvo tíma.
Hún fer yfir gólfin og svoleiðis en ég sé
um annað.“
Tækin til að hirða lóðina á hún sjálf og
geymir uppi á háaloftinu yfir veturinn,
hjá jólaskrautinu. Allt er á sínum stað
enda segist hún sérlega skipulögð.
Ólöf vill líka hafa nóg fyrir stafni.
„Ég hef ekki breytt mínu daglega líferni
neitt á síðustu árum. Vakna alltaf á sama
tíma, geri venjulegu leikfimina sem er í
sjónvarpinu og klæði mig svo á meðan ég
hlusta á Glæstar vonir.“
Hún segist passa sig að elda sér hollan
mat og drekka njóg. „Einu sinni eftir
leikfimitíma fór ég í gufu en þegar ég steig
út úr henni lá ég. Ég var flutt í sjúkrabíl
upp á spítala en það var ekkert að henni
sögðu þeir, nema að hún hafði gleymt að
drekka. En ég mætti synda og fara í gufu
og gera hvað sem ég vildi bara ef ég
drykki nóg og nú passa ég mig á því að fá
mér alltaf vatn.“
Ólöf segist kunna afskaplega vel við sig
í margmenni. „Enda hef ég verið í nánast
öllum félagsskap sem ég gat komist í!“
Hún stundaði lengi dans og sýndi, var í
leikfimi, í kórunum og hefur lengi stund-
að sund.
Hún er hress og kát. „Ég segi ekki að ég
finni ekki aðeins til, en það er ekkert sér-
stakt að mér. Samt er búið að saga mig í
sundur hérna,“ segir hún og bendir á
mjaðmirnar. Skipt var um liði.
Söngur og sálarnæring
Ólöf dásamar dansinn og sönginn. „Ef ég
gef mig í eitthvað er það alveg af lífi og
sál.“ Og hún er ekki í vafa þegar spurt er
hvað standi upp úr af áhugamálunum.
„Söngurinn hefur gefið mér langmest.
Bæði það að framkvæma sönginn og svo
sálarnæringin sem maður hefur af því að
vera í góðum félagsskap. Það er ekkert til
hollara en að syngja; tilsögnin hjá öllum
þessum þjálfurum sem kenndu okkur að
anda skipti miklu máli. Það er svo hollt að
kunna að anda rétt.“
Ólöf hefur alltaf sungið sópran.
„Mamma var sópran og fleiri af Skútu-
staðaættinni. Þetta hefur alltaf verið gal-
andi fyrir austan!“
Hún byrjaði í kór strax og þau Torfi
„komu inneftir“ eins og hún orðar það.
Vinkona Ólafar dró hana með sér á æfingu
hjá Kantötukórnum sem Björgvin Guð-
mundsson tónskáld stofnaði og stjórnaði.
„Árið 1945 þegar Jakob Tryggvason
organisti fór til Bretlands í nám leysti
Björgvin Guðmundsson hann af sem org-
anisti og tók okkur í Kantötukórnum með
sér.“ Þá varð Kór Akureyrarkirkju til,
með söngvurum úr Kantöutukórnum og
fleirum sem sungið höfðu í kirkjunni.
Ólöf var reyndar ekki lengi í kirkju-
kórnum. „Ég var ófrísk að [miðsyninum]
Pétri og hætti þá en var á fullu í Kant-
ötukrónum og fór í allar þessar ferðir. Sú
eftirminnilegasta var sex vikna ferð til
Norðurlandanna.“
Svo skemmtilega vill til að tveir söngv-
aranna í þeirri ferð eru enn að; Ólöf og
Guðmundur Stefánsson, sem bæði eru í
Kór aldraðra á Akureyri. Af þeim sem
fóru í Norðurlandaferðina eru einnig á lífi
Ekkert til
hollara en
að syngja
Ólöf Jónasdóttir frá Vogum í Mývatnssveit hélt
upp á 95 ára afmælið í vikunni. Þessi lífsglaða
kona hefur búið á Akureyri í 70 ár, sungið í kór-
um allan þann tíma og heldur eigið heimili.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is