SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 35

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 35
24. júlí 2011 35 Zinghai (Qinghai) er fjórða stærsta hérað landsins. Flestir íbúa Kína eru af Han þjóð- arbrotinu, eða 92%. „Í Qinghai eru þó einungis 54% Han og í borginni sem við heimsóttum aðeins 6%, en borgin er sérstök fyrir það að vera sjálfsstjórn- arsýsla fyrir lítið þjóðarbrot sem kallast Salar,“ segir Krist- ín. Fólk af Salar þjóðarbrotinu kom upphaflega frá Tyrklandi og einungis 1,85% Kínverja teljast til þess. „Þetta eru músl- imar sem hafa verið búsettir í Qinghai frá því í byrjun þrett- ándu aldar. Í borginni Xunhua eru 62% íbúanna Salar og flestir aðrir eru af öðrum múslimsk- um þjóðarbrotum,“ upplýsir Kristín. Hún hefur verið mikið í Kína í rúman áratug og komið til flestra héraða, „en að koma til Xunhua var alveg ný upplifun. Alls staðar má sjá menn með hvítan koll, konur með svartar slæður á höfði, fjöllin minna hvað helst á Villta Vestrið og tóna vel við heiðskíran him- ininn, bláa ána, sem varð reyndar gul keppnisdaginn, og grænan gróðurinn.“ Kristín segir að útlendingar veki mikla athygli á jafn af- skekktum stað. „Íbúarnir voru einstaklega vingjarnlegir, buðu upp á ferskar aprikósur og val- hnetur sem allsstaðar vaxa þarna. Nokkrir komu að mér með galopin augun og sögðu: Mikið ertu stór! og spurðu hvort það gæti verið að ég væri dóttir hávaxna mannsins frá Ís- landi sem þau höfðu séð árið áður. Það passaði.“ Kristín skoðaði sig töluvert um. „Ég og tvær vinkonur mínar komum m.a. að þar sem verið er að byggja mosku fyrir 8 milljónir júan [sem samsvarar tæpum 145 milljónum króna], en á þessu svæði er algengt að skattpeningum sé varið í bæna- hús, ólíkt öðrum stöðum í Kína.“ Fyrir utan moskuna sat hóp- ur eldri Salar-manna, kínversk vinkona hennar gaf sig á tal við þá og „þegar ég spurði hvort ég mætti láta taka mynd af mér með þeim svöruðu þeir játandi. Ég hljóp til þeirra og setti hend- ina utan um þann sem sat næst mér, en hann hrökk í kút og hræðslusvipur kom á hann! Ég var fullkomnlega ómeðvituð um hversu óviðeigandi þetta er, en maðurinn sem er strangtrú- aður múslimi hafði aldrei verið snertur á þennan hátt af annarri en konunni sinni. Ég var vægast sagt miður mín en hann tók þessu vel. Eftir stutt spjall komumst við að því að þetta var í fyrsta skiptið sem þessi nýi vinur minn hafði verið mynd- aður, 70 ára gamall. Daginn eft- ir fór ég því með útprentaða mynd af okkur í ramma að moskunni og gaf honum.“ Lesendur muna ef til vill eftir grein hér í Sunnudagsmogg- anum, þegar hún sagði frá langri og strangri hjólaferð sinni um Kína. Hún var líka með hjólið í farteskinu að þessu sinni, til þess að geta séð sig um á svæðinu. „Pabbi nýtti tæki- færið og fékk það lánað til að gera slíkt hið sama. Hann rakst meðal annars á mannvirkið Gong Bo Xia sem er 1500 MW virkjun. Hún er því stærri en allar vatnsaflsvirkjanir á Íslandi samanlagt. Vatnsmagnið í ánni er því gífurlegt og eins styrk- urinn. En þess má geta að Gong Bo Xia er einungis ein af mörg- um virkjunum í Gulá og langt frá því að vera sú stærsta.“ Gong Bo Xia, 1500 MW virkjun í Gulá í Qinghai hér- aði, sem er í norðvesturhluta í Kína. Virkjunin er stærri en allar vatnsaflsvirkjanir á Ís- landi samanlagt . Ljósmyndir/Ketill Helgason Ertu dóttir þess hávaxna sem var hér á síðasta ári? Margir heimamenn í Xunhau fylgdust spenntir með sundkeppninni. sinni fyrir því í prufusundinu á föstudeginum að fara ofan í ána til að venjast kuldanum heldur ákvað ég að nýta mér adrenalín- flæðið sem fengist við að stinga sér ofan í!“ Það reyndist hræðileg hug- mynd, að sögn Kristínar, „því það var eins og ég hefði stungið mér ofan í fötu fulla af klökum og ég náði vart andanum. Ég var komin vel frá markinu þegar ég var tekin upp í af einum björg- unarbátnum. En þvílík tilfinn- ing!“ Daginn eftir kom faðir hennar til borgarinnar og haldið var ann- að prufusund sökum þess hve margir voru ekki komnir á stað- inn daginn áður. „Pabbi kom með blautgalla handa mér en ég ákvað að gera aðra tilraun til að komast yfir ána í sundbol og mér gekk betur í þetta skipti. Ég notaði tvær sundhettur eins og mér hafði verið ráðlagt en ekki hlust- að á fyrri daginn, og í þetta skipt- ið komst ég yfir án þess að fá hjálp frá bát en var þó fyrir neðan markið.“ Kristín segir eitt og annað gera fólki erfitt fyrir. „Fyrst ber að nefna hvað loftið er þunnt sem gerir andardrátt erfiðari en venjulega, en borgin er í yfir 1.800 metra hæð. Það er reyndar skárra en flestar aðrar borgir hér- aðsins sem eru í yfir 3.000 metra hæð. Annað er hvað áin er straumþung. Maður er ekki fyrr búinn að stinga sér en maður er kominn á fulla ferð! Það er þess vegna sem fólk syndir á móti straumnum allan tímann. Svo eru viðbrigðin heilmikil fyrir líkam- ann að vera í 25-28 stiga hita og stinga sér svo ofan í ána sem var 11 gráður á keppnisdag.“ Kristín segist vanur sundmað- ur en alls ekki sé sambærilegt að vera í sundlaug eða að synda í á sem þessari. „Ég varð að anda í öðru hverju taki nánast allan tím- ann og þurfti stanslaust að minna mig á að synda upp í móti því um leið og maður gleymir sér tekur áin af manni öll völd,“ segir hún. Breiðasta brosið „Svipurinn á mér þegar ég kom í mark á sunnudeginum, beint fyr- ir ofan rauða dregilinn, hefur greinilega lýst því vel hversu ótrúlega hamingjusöm ég var með að ná yfir, því kynnirinn sem tók á móti þátttakendum til- kynnti mér að brosið væri mun stærra á mér heldur en stelpunni sem kom fyrst í mark!“ Af þeim 178 sem skráðir voru til leiks komust 57 í lokakeppn- ina, en í fæstum aldursflokkum þurfti reyndar undanúrslit að sögn Kristínar, því þátttakendur voru ekki það margir. „Af þess- um 57 náðu einungis 40 yfir. Af útlendingunum vorum við þrjú sem komumst alla leið,“ segir hún og er ánægð. „Þetta var ótrú- legt ævintýri og ég bíð spennt eft- ir að fara til Xunhua aftur að ári! Þá ætlar pabbi líka að komast yfir ána …“ segir Kristín. Kristín leggur sig alla fram í keppninni í Gulá. Hong Kong Sjanghæ Peking 500 km Xunhua Shenzhen Dalian

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.