SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 36

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 36
36 24. júlí 2011 F yrr á þessu ári lauk The Oprah Winfrey Show, eftir 25 ára far- sæla göngu. Spjallþáttadrottn- ingin Oprah Winfrey snýr sér að nýjum verkefnum og hefur störf á eigin sjónvarpsstöð, OWN. Þessi heimsfræga og vellauðuga fjöl- miðlakona hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Newsweek hefur út- nefnt hana áhrifamestu fjölmiðlakonuna og Life áhrifamestu konu Bandaríkjanna. Árið 2010 komst hún á lista Time yfir hundrað einstaklinga sem hafa breytt heiminum. Hún var eina manneskjan á listanum sem hafði komist á listann átta sinnum á átta árum. Á sínum tíma skrifaði Oprah ævisögu sína sem átti að koma út árið 1993. Á síð- ustu stundu hætti hún við að gefa ævi- söguna út vegna viðkvæmra upplýsinga sem þar var að finna um erfiða fortíð, misnotkun í æsku, þungun, barnsdauða, fíkniefnaneyslu og ástarsamband við gift- an mann. Fjörleg ævisaga hennar kom hins vegar út árið 2010 og höfundurinn var Kitty Kelly, sem sérhæfir sig í ævisög- um fræga fólksins og eyddi fjórum árum í að skrifa bók um Oprah. Þótt Oprah hafi að ýmsu leyti verið op- inská um líf sitt er samt ýmislegt sem hún sér ekki ástæðu til að ræða, enda ekki einkennilegt því þessi heimsfræga fjöl- miðlakona sem veit ekki aura sinna tal átti erfiða æsku og unglingsár sem hefði eyðilagt einhverja einstaklinga fyrir lífs- tíð. Barnshafandi vandræðaunglingur Oprah fæddist árið 1954 í Missisippi. Hún sagðist sjálf hafa verið fædd í mikilli fá- tækt, hefði ekki átt dót, gengið í lörfum og alist upp í hreysi. Þetta er fjarri sanni en það var engin velmegun á heimili hennar. „Af hverju segirðu allar þessar lygar um eymd í æsku?“ spurði einn ætt- ingi hennar hana þegar hún var orðin heimsfræg og fékk svarið: „Þetta er það sem fólk vill heyra. Sannleikurinn er leið- inlegur.“ Til fjögurra ára aldurs ólst hún upp hjá einstæðri móður sinni en fór þá til ömmu sinnar þar sem hún var í nokkur ár en flutti þá aftur til móður sinnar sem hafði eignast dóttur og son sitt með hvorum manninum. Næstu árin skiptist hún á að dvelja hjá móður sinni og föður sem starfaði sem rakari. Hún var vandræða- unglingur, eins og hún viðurkennir sjálf. Hún stal frá móður sinni, eitt sinn stal hún upphæð sem nam vikulaunum. Hún bauð ungum karlmönnum heim og hafði kynmök við þá og þáði í staðinn frá þeim peninga. Fjórtán ára gömul varð hún barnshafandi, hugsanlega eftir frænda sinn. Hún sagði seinna að hún hefði eytt helmingi af meðgöngutímanum í afneitun og hinum helmingnum í að skaða sjálfa sig í tilraunum til að losna við barnið. Nokkrum dögum eftir fimmtán ára af- mælisdag sinn, þá komin sjö mánuði á leið, fæddi hún sveinbarn sem var sett í öndunarvél. Oprah sá son sinn aldrei og hann dó mánaðargamall. Árið 1990 þegar Patricia systir hennar, sem var eiturlyfja- neytandi, var fjárþurfi og vantaði peninga fyrir dópi seldi hún slúðurblaði fréttina um fæðingu barnsins og sagði einnig frá því að Oprah hefði stolið frá móður sinni og stundað kynlíf fyrir peningagreiðslur. Oprah fann til svo mikillar niðurlægingar að hún var rúmliggjandi í þrjá daga. „Mér fannst eins og lífi mínu væri lokið og að heimurinn myndi hata mig,“ sagði hún seinna. Í kjölfarið sendi Oprah frá sér yf- irlýsingu þar sem hún sagði að frásögnin væri rétt. Oprah talaði ekki við systur sína í tvö ár eftir uppljóstranirnar en hélt áfram að borga fyrir menntun dætra Oprah Winfrey Kona sem gefst aldrei upp. Reuters John Travolta er meðal nánustu vina Opruh, sumir segja að hann sé eins og bróðir hennar. Hann hefur oft komið fram í spjallþáttum hennar. Reuters Löng sig- urganga Opruh Oprah Winfrey, frægasta spjallþáttadrottning Bandaríkjanna, hefur átt ótrúlega ævi sem fram- an af einkenndist af margskonar áföllum og von- brigðum. Í dag er hún auðugasta blökkukona heims og er dáð og elskuð af milljónum manna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.