SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Page 40

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Page 40
40 24. júlí 2011 Lífsstíll A f hverju skrifar þú ekki pistil um golf? Nú er meistaramótið í fullum gangi,“ stakk faðir minn upp á um daginn þegar ég fal- aðist eftir hugmyndum að lífsstílsefni hjá fjölskyldunni. Faðir minn og kona hans búa nærri því á golfvellinum á sumrin svo þessi uppástunga kom mér svo sem ekki á óvart. Helsti gallinn á þessari hugmynd var sú að sjálf hef ég lítinn sem engan áhuga á golfi. Þó ég skilji alveg að hægt sé að sökkva sér algjörlega ofan í það eins og önnur áhugamál. Enda virð- ist ekki annað hægt á sumrin. Ef fólk er ekki að æfa sig og spila sér til skemmtunar þá er það á mótum. Það liggur við að ég þurfi að halda dagbók yfir þetta. Eða ekki. Ég veit að ef faðir minn er ekki heima á sumrin þá er hann í golfi. Líka þeg- ar hann er óvenju rauður á enninu og með bónda- brúnku á höndunum hefur hann gleymt sólarvörn- inni á vellinum þann daginn. Hann hefur vissulega reynt að draga mig með. Ég fór meira að segja heilan hring einu sinni og þótti víst hafa ágæta sveiflu. En ég hef þó hingað til bara haldið áfram að nýta mér hana á dansgólfinu. Það er örugglega alveg ágætt að spila golf ef maður hefur einhverja hugmynd um hvað maður er að gera. Í mínum skilningi er örn fuglategund og fjórir á pari einhvers konar svefn- herbergisiðja sem ég næ ekki einu sinni að hugsa til enda. Þó held ég að aðallega sé ég of óþolinmóð til að stunda golf. Ég vil að mín hreyfing innihaldi hopp og skopp og að í útivist sé innifalin lautarferð og kósíheit. Ég held að það myndi ekki vekja mikla lukku ef ég hlammaði mér niður á sjöttu braut og færi að narta í sam- loku og lesa bók ... Einhvern veginn sé ég frekar fyrir mér að golf verði eitthvað sem ég grípi í síðar meir. Svona á milli þess sem ég passa barnabörnin og baka pönnukökur. Þó er óvíst að þetta plan geti orðið að veruleika þar sem það er víst best að byrja að æfa sig sem allra fyrst. En ég get þá í versta falli kannski slegið úr einni fötu eða spreytt mig í mínígolfi. Haft það síðan notalegt í klúbbhús- inu á eftir. Hefði reyndar ekkert á móti því að eyða letilegum dögum í einu slíku. Þau eru mörg hver ekki svo slæm. Bara svo lengi sem ég þyrfti ekki að spila mikið golf ... Hola í höggi Golf á hug margra nú á þessum árstíma. Golfboltar fljúga og skorkort fyllast. Einhverjum finnst þó alveg nóg að kíkja bara í klúbbhúsið. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það væri nú ekki amalegt að spila golf hér í góðu veðri fyrir þá sem hafa gaman að slíku. Morgunblaðið/Eggert ’ Einhvern veginn sé ég frekar fyrir mér að golf verði eitthvað sem ég grípi í síðar meir. Svona á milli þess sem ég passa barnabörnin og baka pönnukökur. Mary Stuart Skotadrottningu fannst ekki leiðinlegt að spila golf og átti það sinn þátt í auknum vinsældum íþróttarinnar þar í landi. Mary Stuart hlýtur nú að hafa átt sæmilegar græjur og vakið nokkra athygli á golfvell- inum. Enda ekki bara konungborin heldur líka kona og í reynd ein fyrsta konan til að stunda golf í Skotlandi. Þetta golfstand hennar ku þó ekki hafa valdið almennu fjaðrafoki fyrr en hún sást úti á golfvelli aðeins nokkr- um dögum eftir lát eiginmanns síns. Heldur þótti það það nú óviðurkvæmilegt en kannski var hún bara að reyna að dreifa huganum, blessunin. Skosk golfdrottning Ekki er ólíklegt að Skotadrottning hafi átt einn svona. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Það er rétt að hafa í huga að ákveðnar reglur um klæðaburð gilda á golf- völlum. Sumir kunna að fussa og sveia yfir slíku en svona eru nú hefðirnar innan golfheimsins. Gallabuxur og hlýrabolir eiga ekki heima á golfvellinum. Þar gildir að sýna minna en meira og margir leggja sig fram við að vera dálítið smart. Golffötin eru oft litrík og því hægt að eiga skemmtilegan fataskáp með slíkum fötum rétt eins og hinum. Það er þó alls engin regla að maður þurfi að mæta uppdressaður á völlinn. Aðal- málið er að vera snyrtilegur og virða þær reglur sem gilda á hverjum velli fyrir sig. Litrík á vellinum Þessi er alveg óhræddur við litagleði Reuters Golf getur ekki bara verið skemmti- legt heldur líka gott fyrir heilsuna og hjartað. Þetta má ekki þakka því að sveifla golfkylfunni heldur öllu þramminu á golfvellinum. Ef þú spilar 18 holur þrisvar til fimm sinnum í viku fær hjartað passlegan skammt af álagi og ef þú dregur golfpokann á eftir þér eykst brennslan. Góður útbúnaður mikilvægur Algengustu meiðslin í golfi verða á öxlum, höndum og úlnliðum auk þess sem sumir finna fyrir óþæg- indum í olnboganum. Enda getur sveiflan haft áhrif á ýmsa staði á efri hluta líkamans og þá má ekki gleyma bakvöðvunum. Til að halda lík- amanum í góðu ásigkomulagi í gegn- um þetta allt saman er mikilvægt að hita sig vel upp og teygja síðan vel á á eftir. Teygðu sérstaklega vel á baki, öxlum og höndum og hitaðu upp í tíu mínútur áður en þú heldur af stað golfhringinn. Fyrir þá sem eru að byrja er mikilvægt að fara í kennslu. Bæði til að auka færni og til að tryggja að maður sé ekki að beita sér vitlaust. Góður útbúnaður skiptir líka máli, sokkar, hanskar og annað slíkt. Ef þú finnur fyrir óþæg- indum einhvers staðar er mikilvægt að taka á því strax til að koma í veg fyrir endurtekin meiðsli. Svo er nátt- úrulega þetta gamla góða eins og að fara í heitt og gott bað eða heitan pott á eftir og láta þreytu og harð- sperrur líða úr sér. Upphitun er mikilvæg Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.