SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 44
44 24. júlí 2011
Ruth Rendell Tigerlily’s Orchids bbbbm
Það er engin þreytumerki að finna á sakamála-
drottningunni Ruth Rendell, sem skrifar enn af
miklum krafti þótt hún sé orðin áttræð. Í nýjustu bók
sinni Tigerlily’s Orchids, sem hefur undanfarið setið
ofarlega á metsölulista Eymundsson yfir erlendar
bækur, sýnir hún sínar bestu hliðar.
Stuart Font ákveður að halda boð í nýju íbúðinni
sinni og býður nágrönnum til veislu sem reynist eft-
irminnileg. Líf þeirra sem þangað mæta er um það bil
að taka miklum breytingum.
Rendell býr að gríðarmiklu innsæi þegar kemur að persónusköpun.
Lýsing hennar á ferðalagi konu inn í heim áfengissýkinnar er beinlínis
sláandi og hið sama má segja um lýsingar hennar á manni sem heillast
af barnaklámi. Það er í þessum miskunnarlausu lýsingum sem verkið
rís hæst og verður svo miklu meira en hefðbundin glæpasaga.
Hin hæfileikamikla Rendell kann að skapa persónur og hefur napran
húmor. Hún hefur gott auga fyrir mannlegum breyskleikum og per-
sónur hennar, sem á yfirborðinu virka ósköp venjulegar, eru yfirleitt
dyntóttar og eiga til að festa sig í furðulegri þráhyggju, sem stundum
leiðir þær í glötun.
Hér er á ferð gæðaverk.
Sophie Kinsella Mini Shopaholic bbnnn
Sophie Kinsella skrifar afþreyingarbækur, ætlaðar
ungum konum. Þegar best lætur eru bækur hennar
fjörlega skrifaðar, fyndnar og alveg ágæt afþreying. Í
nýjustu bók sinni Mini Shopaholic heldur Kinsella
áfram að segja sögu Becky Bloomwood Brandon. Þetta
er sjötta bókin í þessum vinsæla bókafloki um Becky
sem er haldin kaupæði. Becky er orðin móðir og
tveggja ára dóttir hennar er nokkuð óstýrilát. Eigin-
maðurinn á senn afmæli og Becky ákveður að halda
afmælisveislu sem krefst mikils undirbúnings.
Kinsella virðist ekki hafa lagt mikið á sig við samningu bókarinnar og
formúlan er orðin ansi þreytt. Brandararnir eru gamalkunnir og
uppákomurnar koma ekki lengur á óvart. Kinsella er ekki leiðinlegur
höfundur, en hér er hún farin að endurtaka sig illilega. Það er kúnst að
kunna að hætta og Kinsella hefði sennilega átt að ljúka bókaflokknum
fyrir nokkrum árum og finna sér önnur viðfangsefni á ritvellinum.
Bókinni lýkur hins vegar þannig að ljóst er að enn ein framhaldsbókin
mun líta dagsins ljós. Sem er svo sem ekkert skrýtið miðað við það að
Kinsella er orðin það sem kallað er farsæll metsöluhöfundur.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Erlendar bækur
3. - 16. júlí
1. Bollakök-
ur Rikku -
Friðrika
Hjördís
Geirs-
dóttir /
Vaka-
Helgafell
2. Það sem
aldrei gerist - Anne Holt /
Salka
3. Sokkaprjón - Guðrún Sigríður
Magnúsdóttir / Vaka-
Helgafell
4. Íslenskur fuglavísir - Jóhann
Óli Hilmarsson / Mál og
menning
5. Ég man þig - Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
6. Íslenskar lækningajurtir - Arn-
björg Linda Jóhannsdóttir /
Mál og menning
7. Fimbulkaldur - Lee Child /
JPV útgáfa
8. Brandarabók Andrésar - Rit-
stjóri Gréta Björg Jak-
obsdóttir / Edda
9. 10 árum yngri á 10 vikum -
Þorbjörg Hafsteinsdóttir /
Salka
10. Lost in Iceland - Sigurgeir
Sigurjónsson / Forlagið
Frá áramótum
1. Ég man þig -
Yrsa Sigurð-
ardóttir /
Veröld
2. 10 árum
yngri á 10
vikum - Þor-
björg Haf-
steinsdóttir / Salka
3. Djöflastjarnan - Jo Nesbø /
Undirheimar
4. Betri næring - betra líf - Kol-
brún Björnsdóttir / Veröld
5. Léttir réttir Hagkaups - Frið-
rika Hjördís Geirsdóttir / Hag-
kaup
6. Bollakökur Rikku - Friðrika
Hjördís Geirsdóttir / Vaka-
Helgafell
7. Morð og möndlulykt - Camilla
Läckberg / Undirheimar
8. Ljósa - Kristín Steinsdóttir /
Vaka-Helgafell
9. Mundu mig, ég man þig - Do-
rothy Koomson / JPV útgáfa
10. Konan í búrinu - Jussi Adler-
Olsen / Vaka-Helgafell
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Skannaðu
kóðann til að
lesa
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
E
inn afkastamesti rithöfundur enskrar
bókmenntasögu var Antony Trollope.
Þó hann hafi starfað hjá enska póst-
inum frá nítján ára aldri og fram á
sextugsaldur skrifaði hann 47 skáldsögur, 40
smásögur, 3 ævisögur, 5 ferðabækur og á annað
hundrað lengri greina um ýmis málefni. Þessu
til viðbótar fór hann í langferðir á vegum pósts-
ins, til Bandaríkjanna, Ástralíu, Íslands og fleiri
landa, sem voru meiriháttar ferðalög á þeim
tíma, reið til veiða þrisvar í viku á veiðitíma,
spilaði vist við hvert tækifæri og var mikið
samkvæmisljón.
Þessi miklu afköst á bókmenntasviðinu má
rekja til þess að Trollope vaknaði kl. hálf sex á
hverjum morgni og settist við skriftir næstu
þrjá tímana, eða þar til tími var til kominn að
halda til vinnu. Hann skipulagði hverja bók út í
æsar, var búinn að ákveða söguþráð, helstu
persónur, kaflafjölda og lengd hvers kafla áður
en hann hófst handa og skammtaði sér orð á
hverja síðu, síður í hvern kafla og daga í hverja
bók. Næði hann að klára skáldsögu á skemmri
tíma tók hann þegar til við næstu sögu.
Þessi iðjusemi Trollopes var og er nokkuð á
skjön við helgimyndina af innblásna snill-
ingnum og eimir eftir að slíku enn; rithöfundar
mega ekki búa í Grafarvogi, þeir mega ekki vera
hamingjusamir, ekki í traustu sambandi, alls
ekki vera edrú og ekki mega þeir hafa lært til
verka; það er goðgá að hafa lært að skrifa.
Fagmannlega skrifuð leiðindi
Fordómar gagnvart því síðarnefnda blossuðu
allrækilega upp í grein um þá ósvinnu að Téa
Obreht skuli hafa fengið Orange-verðlaunin
fyrir skáldsöguna The Tiger’s Wife í vor. Grein-
in birtist á vefsetrinu The Huffington Post, sem
er blogg- og fréttasafnsíða og höfundur hennar,
rithöfundurinn Ruth Fowler, fann Obreht allt til
foráttu; sagði bókina drepleiðinlega og tilgerð-
arlega og sannkallaðan þrældóm að þurfa að lesa
svo fagmannlega skrifuð leiðindi. (Þess verður
að geta að Fowler segist ekki hafa lokið við
bókina og getur ekki um hver langt hún
komst.)
Ekki er bara að Fowler tætir bókina í sig
heldur gerir hún gys að útliti Obreht og mennt-
un – „þybbin ljóska með MA-próf í skapandi
skrifum" segir hún og leggur til að allir þeir sem
ljúki MA-prófinu yngri en 25 ára verði skyldaðir
til þess að eyða áratug í „heimi raunveruleik-
ans“, áður en þeir vogi sér að skrifa stafkrók.
Ýmsir hafa bent á að þó fæstir rithöfundar séu
menntaðir í skrifum þá þvælist prófið ekki fyrir
ef getan er til staðar, en hinsvegar geti það
hjálpað. Það má líka benda á það að eitt af því
sem einkennir marga mestu rithöfunda sög-
unnar er iðjusemi og æfingin skapar meistarann
þó að hún skili sér ekki endilega í fjölda bóka.
Halldór Laxness er dæmi um rithöfund sem
var sískrifandi, enda liggur gríðarmikið eftir
hann, ekki síst ef litið er til þess grúa af grein-
um og ritgerðum sem hann skrifaði, auk ótelj-
andi bréfa. Bókafjöldinn er ekki þó endilega
merki um afköst – Pulitzerverðlaunahafinn Ju-
not Diaz sat við og skrifaði á hverjum degi í tólf
ár og afraksturinn, The Brief Wondrous Life of
Oscar Wao, er 339 síður. Hvað var hann að
gera allan þennan tíma, spyr einhver. Svarið:
Hann var að læra að skrifa.
Breski rithöfundurinn Ruth Fowler hefur skrifað fjölda greina fyrir tímarit vestan hafs og eina bók, No Man’s
Land, sem segir meðal annars frá reynslu hennar sem fatafella í New York.
Beowulf Sheehan
Er hægt að
læra að skrifa?
Vestan hafs deila menn um hvort hægt sé að læra að skrifa,
hvort hægt sé að kenna skapandi skrif. Þar glímir raun-
veruleikinn við rómantíska ímynd innblásna snillingsins.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Téa Obreht - Orange-verðlaunahafi eða bara „þybbin
ljóska með MA-próf í skapandi skrifum“.