SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 45

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 45
24. júlí 2011 45 Lesbók É g fann gamla bók í bókaskápnum á dög- unum. Bók sem ég man ekkert hvar eða hvenær ég keypti en það var örugglega fyrir nokkuð mörgum árum. Þetta eru endurminningar leik- skáldsins, leikarans og lagahöf- undarins Noël Coward. Hann er dásamlega hnyttið leikskáld og skemmtilegur lagahöfundur, en ég hafði allnokkrar efasemdir um að komast í gegnum endurminn- ingar hans. Það eru ekkert svo ýkja margir sem geta skrifað góð- ar sjálfsævisögur. Menn hafa ekki fjarlægð, eru of uppteknir af sjálf- um sér og hafa ekki nógu mikinn áhuga á öðrum. Og svo er minni manna þannig að þegar þeir setj- ast niður og skrifa minningar sín- ar þá velja þeir svo oft þá útgáfu af atburðum sem hentar þeim best. En ég hefði ekki átt að efast um jafn skemmtilegan mann og Noël Coward. Í minningum sínum er hann örlátur við aðra, hefur áhuga á umhverfi sínu og kann að gera grín að sjálfum sér. Einstaka sinnum hundskammar hann sjálfan sig fyrir vitleysisgang. Mikið hefðum við nú öll gott að því að skammast aðeins út í sjálf okkur þegar við gerum vitleys- urnar í stað þess að flýja inn í stöðugar sjálfsréttlætingar. Coward var ríkur og frægur og þekkti alla. Í bókum hans er fræga fólkið fyrirferðarmikið. Hann lýstir fundum sínum með Roose- velt á einkar næman og fallegan hátt. Hann er svo glettilega fynd- inn þegar hann lýsir því þegar hann heimsótti Sibelius sem hafði ekki nokkra hugmynd um hver þessi óboðni gestur var. Hann lýsir einnig átakanlegri stund í stríðinu þegar hann heimsótti sjúkrahús og illa særður hermað- ur fylltist gleði við að sjá svo frægan mann við rúm sitt og rétti út hönd sína. Coward settist á rúmið, hélt í hönd mannsins, sem horfði á hann með aðdáun um leið og hann tók síðustu andvörp- in. Í þessum æviminningum eru eftirminnilegir atburðir og um- fram allt gott fólk. Coward hafði gott hjartalag og kaus að horfa á það góða og skrifa um það. Þess vegna les maður minningar hans með ánægju og verður snortinn. Í fylgd með Coward ’ En ég hefði ekki átt að efast um jafn skemmti- legan mann og Noël Coward. Í minn- ingum sínum er hann örlátur við aðra. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég hef aðallega verið að lesa heimspeki Ludwigs Wittgenstein sem hluta af mínu námi og er að skrifa lokaritgerð um fagurfræðilegar hug- myndir hans. Ég hef aðallega lesið rit sem kallast Lectures and Conversations on Aesthetics, Psychology and Religious Belief, en í því eru fyrirlestrar sem hann hélt í kringum 1938 fyrir sérvalinn hóp nemenda. Þeir tóku niður fyr- irlestrana og síðan voru þeir gefnir út að Witt- genstein látnum. Ég vona að þeir hafi skráð allt niður samviskusamlega eftir honum, enda yrði ritgerðin mín nánast marklaus annars. Ég hef líka verið að lesa Young Ludwig: Witt- genstein’s Life eftir Brian McGuinness og í henni kemur í ljós að ef ég hefði hitt þennan mann sem ég hef litið til með aðdáunaraugum hefði mér líklega fundist hann óþolandi. Það undirstrikar svo það að maður á aldrei að hitta átrúnaðargoð sín og helst ekki lesa bækur um þau. Svo er ég nýbúinn að lesa mjög skemmtilega bók, The Hare With Amber Eyes eftir Edmund de Waal, merkileg og stórkostlega áhugaverð ættarsaga fyrir fólk sem hefur áhuga sögu 20. aldar Evrópu og tengsl hennar við Japan sér í lagi þegar kemur að listum og bókmenntum því inn í þessa sögu tvinnast persónur eins og Pro- ust og Manet og aðrir merkilegir listamenn. Það er svo líklega meiri Wittgenstein fram- undan, þ.e.a.s. ef ég enda í doktorsnámi, en þá mun ég mögulega kafa dýpra ofan í Philosophi- cal Investigations, sem er í raun hans höfuðrit, en mér finnst líklegt að ég eigi eftir gera það hvort sem ég held áfram í náminu eða ekki. Margir heyra nafnið Wittgenstein og fá strax þá flugu í höfuðið að hann sé hátimbraðar og trén- aður, en hann er í raun ótrúlega aðgengilegur heimspekingur og skrifaði á mannamáli. Þannig að ég mæli eindregið með honum. Lesarinn Höskuldur Ólafsson bókmenntafræðingur og heimspekingur Maður á aldrei að hitta átrúnaðargoð sín Austurríski heimspekingurinn Ludwig Josef Johann Wittgenstein skrifaði á mannamáli. LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 SUNNUDAGINN 31. júlí kl. 14 FJÖLSKYLDUSMIÐJAN Mamma könguló, unnið verður út frá myndheimi Louise Burgeois. KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. 14. maí - 14. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Húsasafn Þjóðminjasafnsins: Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00 Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00 Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is HveragerðiHugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson stendur til 14. ágúst Verk úr safneign stendur til 25. september Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.