SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 12

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 12
Nokia N9 er með MeeGo- stýrikerfi, en ekki Symbian líkt og eldri gerðir Nokia-síma. Það er byggt á Linux og ætti að vera auðvelt fyrir forritara að snúa smáforritum úr Android yfir í MeeGo. Stjórnkerfi símans er hrein snilld, það hvernig maður notar skjáinn, en ekki heima- eða bakkhnapp neðst á símanum, eins og alsiða er. Legg til að Nokia-menn haldi sig við MeeGo, en sleppi því að skipta yfir í Windows Phone 7. 12 4. september 2011 Miðvikudagur Einar Kárason Ég endurtek það sem ég sagði á öðrum stað að það á ekki að banna Kínverjum eða neinum öðrum að eignast hæfi- lega lóð undir hótel. En 300 fkm – drjúg spilda af öllu landinu! Fjöll og firnindi eiga ekki að vera í einka- eign, Íslendinga né útlendinga. Sigga Víðis Jóns- dóttir kom suður aft- ur með fullt kökubox af dásamlegum Eid al-Fitr-kökum eftir ótal hátíðarheimsóknir á Akranesi, kaffibolla, konfektmola, djúsglös og smákökur. Við ræddum líka fram og aftur um bókina – núna eru inn- an við tvær vikur þangað til hún kemur út! GÚLP. Föstudagur Vigdís Grímsdóttir Pabbi minn heitinn, Grímur M. Helgason, fæddist þenn- an dag 1927 – 1961 fékk hann Grím bróður minn í afmælisgjöf og 1965 Hólmfríði systur mína. Hvílík gjafastelpa sem hún mamma mín, Hólmfríður Sigurðardóttir, hefur allt- af verið. Ástæða til að fá sér þrjá sterka kaffibolla í morgunsárið! Fésbók vikunnar flett Besti Nokia-síminn Í heimsókn í höfuðstöðvar Nokia í Espoo í Finnlandi fyrir stuttu fékk ég að leika mér með Nokia N9 sem kemur á markað í haust og er besti Nokia-síminn til þessa; tæknilegasti, öflugasti og flottasti síminn – alvöru snjallsími. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Flestir eiga eflaust eftir að bera sím- ann saman við iPhone og í þeim sam- anburði hefur N9 vinninginn (gleymum því ekki að nýr iPhone kemur í haust). Þannig er skjárinn 3,9", sem er stærri en á iPhone, og notar AMOLED sem þýðir betri rafhlöðu- ending. Það er reytingur af forritum á honum: póstforrit, dagbókarforrit, Skype, Facebo- ok, Twitter og Angry Birds, svona rétt til að nefna það allra nauðsynlegasta, en hægt er að sækja fleiri símaforrit í Ovi- búðinni. Síminn sem ég tók til kosta var sprækur, svörun góð og fljótlegt að skipta á milli forrita. Vafrinn í honum er nýr af nálinni, vel sprækur og með HTML5-stuðning. Ovi- kortaforritið fylgir, en ekki mikið breytt frá því sem er á N8 til að mynda. Þessi nýi sími sem Huawei framleiðir fyrir Vodafone, Vodafone 858 Smart, sýnir vel hvað Nokia á við að eiga. Hann er ódýr, kostar ekki nema 22.900, en hefur þó flest það upp á að bjóða sem maður gæti óskað sér af snjallsíma: keyrir Android 2.2 og hægt er að lesa vefsíður á honum, keyra Android-smáforrit og leiki, sýsla með Gmail og leita á Google, uppfæra stöðu á Facebook og svo má lengi telja. Stuðningur er við þráðlaust net, sem er að verða staðalbúnaður, Blá- tönn, GPRS, 3G (HSDPA, 3,6 Mb á sek) og svo framvegis. Með símanum fylgir 2 GB minn- iskort og því gott pláss fyrir gögnin, en það má auka ef vill, setja í hann stærra kort. Síminn er með prýðilegan snertiskjá, að vísu ekki mjög stóran, 2,8" með 240x320 díla skjá, og hann er ekki ýkja hraðvirkur en þetta er ekki keppinautur iPhone – hér er kom- ið dæmi um það hvernig símar flestir verða fljótlega: nettir og ódýrir snjall- símar með snertiskjá. Það er engin til- viljun að Huawei er einn stærsti far- símaframleiðandi heims. Ódýr snjallsími Vodafone 858 Smart

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.