SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 20
20 4. september 2011 vel yfir á ensku enda sé textinn mikið „spjall og kurteisishjal“. Draumurinn er að ferðast með sýn- inguna. „Ég væri alveg til í að leigja hljóm- sveitarrútu!“ segir Álfrún. „Ég held þetta séu alþjóðleg vandræða- heit í samskiptum manna á millum,“ segir hún. „Fólk er held ég allstaðar frekar með- vitað um sjálft sig og hvernig það kemur fyrir og er til dæmis óöruggt í samkvæmi þar sem það þekkir ekki alla náið. Þetta er sammannlegt vandamál.“ Er öðruvísi að fara í partý eftir að hafa sýnt þetta verk? „Þegar við vorum að æfa í vor stóð ég mig að því að verða enn sjálfsmeðvitaðari í samkvæmum því þá var ég svo mikið að velta því fyrir mér hvernig fólk hagar sér og ber sig gagnvart öðrum. Ég heyrði oft sömu frasa og við höfum verið að nota í senunum okkar og brosti í hvert sinn með sjálfri mér,“ segir Saga. „Fólk spyr jafnvel hvort maður hafi verið að stela frösum frá því. Það hefur yf- irleitt ekki verið raunin en fólk upplifir verkið eins og þetta komi frá því, því flestir hafa átt í þessum samræðum. Fólk hefur samt ekkert erft það við okkur,“ segir Álfrún og hlær. Áhorfendur hafa einmitt hlegið mikið á sýningunum. „Kannski af því að fólk sér sjálft sig í þessum aðstæðum, þá verður upplifunin svo sterk,“ segir Saga. Ýmsir kostir fylgja því að vinna í svona hópi. „ Maður fær fleira en eitt sjónarhorn. Hver og einn á sína sögu og hefur sitt per- sónugallerí til að vinna úr. Svo vinnum við líka náið saman sem hópur og þurfum að komast að niðurstöðu um hvernig senan og verkið sjálft verður,“ segir Álfrún. „Við náum vel saman sem hópur, sér- staklega í húmor. Við hlæjum mjög mikið þó við séum ekki að reyna að vera fyndin. Sú gleði kemur vonandi inn í sýningarnar okkar,“ segir Álfrún og tekur Saga undir það. „Vonandi að áhorfendurnir upplifi þessa orku og stemningu.“ Alltaf að kryfja mannveruna Af því að Ég og vinir mínir er samvinnu- leikhús sem byggist á spuna er verkferlið öðruvísi en ef um hefðbundin skrifuð verk er að ræða. „Við byrjum á því að setjast niður og ræða hvernig sýningu við viljum gera. Hvað viljum við að áhorfandinn fari heim með? Við gerum þetta áður en við byrjum að hanna verkin. Við erum alltaf að reyna að kryfja eitthvað, eins og í þessu tilfelli þessa samkvæmisveru og hvernig við hög- um okkur innan um fólk þegar við komum saman til að skemmta okkur,“ segir Álfrún. Barnalánið leikur við leikhópinn en sex börn hafa orðið til í hópnum síðan þau byrjuðu að vinna saman. Búningahönn- uðurinn Rósa Hrund Kristjánsdóttir er einmitt komin sjö mánuði á leið rétt eins og Saga. Í ljósi þessa er kannski ekki skrýtið að það séu einhverjir óléttubrandarar í verk- inu. „Fólk virðist alltaf hafa þörf fyrir að tjá sig um kúluna, eins og það verði að segja eitthvað! Þetta getur verið ruglandi, sama daginn færðu að heyra: „Rosalega ertu nett“ eða: „Vá, þú ert bara alveg að springa“. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda og getur verið svolítið viðkvæmur.“ Róaðist undir teknótónlistinni Álfrún viðurkennir að á síðustu sýning- unni í sumar hafi hún gefið vel í. „Ég var alveg til í að barnið kæmi. Ég var annars ekki mikið að draga af mér og eftir sýn- ingar var ég búin á því en líkamlega leið mér samt alltaf vel. Núna er litla átta vikna stúlkan alltaf með okkur á æfingum. Um daginn var hún aðeins óróleg en þá byrjaði rosa teknólag í lokin en það er mikil stem- ingin í lokadansinum. Þá þagnaði hún, þarna kannaðist hún við sig. Það þurfti bara góðan takt frá Gísla Galdri og hún varð alveg pollróleg.“ Hvernig upplifun er það fyrir þig, Saga, að dansa ólétt? „Maður mátar sig upp á nýtt inn í hlut- ina og hvað manni líður vel með að gera. Ég var satt að segja varkárari fyrstu mán- uðina en svo þegar þessar líkamsbreyt- ingar eru orðnar eðlilegri fyrir manni og raunverulegri þá er þetta ekkert tiltöku- mál. Álfrún fór svo vel með þetta í æfing- unum í vor að maður gleymdi því stund- um að hún væri ólétt,“ segir Saga og vinkona hennar skýtur þessu að: „Mér sýnist þú nú ekkert draga af þér heldur!“ Þær eru vissar um að samkvæmið hjá þeim og vinum þeirra í leikhópnum haldi áfram þó ekki sé búið að skipuleggja langt fram í tímann. Álfrún er ennfremur að fara af stað með sólóverkefni, sem Friðgeir Einarsson mun stýra og Rósa Hrund sjá um útlit. „Ég hugsa að hinir vinirnir verði ekki langt undan þegar kemur að ákvarðanatöku og listrænni ráðgjöf,“ segir Álfrún en verkið verður bæði dans og leikhús, hreyfing og texti. „Við erum að bræða með okkur hvað okkur langi til að gera næst. Þetta ferli tekur á hjá okkur. Það er gaman en það tekur mikið af manni og við erum lengi að þróa verkin okkar. Við erum ennþá að hugsa og skoða næstu skref,“ segir Álfrún um leikhópinn. „Samt finnst mér að við séum komin á sporið með eitthvað, búin að finna ein- hvern takt saman sem við þurfum að vinna með áfram,“ segir Saga. „Ég vona að við séum komin yfir byrj- unarörðugleika. Ef maður getur talað um að þetta sé einhver sérstök aðferð sem við vinnum eftir og við höfum verið að þróa með okkur, þá höfum við rekist á vanda- málin sem fylgja henni. Það er ekki áfalla- laust að skapa svona frá grunni. Lýðræði er svolítið flókinn hlutur í svona hópi,“ segir Álfrún og útskýrir það nánar: „Við erum ekki með eitt höfuð sem ræður öllu. Það getur tekið á að komast að niðurstöðu en við erum orðin betri í því. Við erum orðin fljótari í að leysa vandamálin en við vor- um. Eins og Saga segir, þá erum við komin með einhvern takt saman og nú þurfum við bara að sjá hvaða þátt mannlegrar hegðunar við ætlum að kryfja næst.“ Ég og vinir mínir komnir undir borð í samkvæminu í Verði þér að góðu þar sem ýmislegt fer úr böndunum og stiginn er sífellt villtari dans eftir því sem líður á kvöldið. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Saga er í skrautlegu partýdressi í sýningunni. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Það er líka líf utan leikhópsins hjá Álfrúnu og Sögu. Álfrún var í jógakennarakennaranámi síð- astliðinn vetur og er orðin útlærður kundalini-jógakennari. „Ég gerði þetta aðallega fyrir mig og til að dýpka mína ástundun og fara meira í fílósófíuna á bak við þetta. Ég hef áhuga á því að fara að kenna en hef hingað til ekki gert það nema fyrir leikhópinn,“ segir hún. Álfrún ætlar þó að fara að kenna annars konar jóga en hún byrjar með sérstakt krakkajóg- anámskeið fyrir börn á aldrinu 4-7 ára í Jógasetrinu Borgartúni 20 um miðjan september. „Krakkajógað er kennt öðruvísi en jóga fyrir fullorðna. Maður kennir mikið í gegnum leik. Í krakkajóga læra börnin að efla einbeitingu, samhæfingu og að róa sig niður.“ Hún er spennt fyrir verkefninu. „Mér finnst svo gaman að vinna með börnum,“ segir Álfrún sem er líka með „tilraunadýr“ heima en hún hefur getað prófað jógað á Margréti, þriggja og hálfs árs gamalli dóttur sinni. Krakkajógatímarnir verða einu sinni í viku. Jóga hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár. „Ég held það séu margar skýringar á því. Það er mikill hraði í þessu nútímasamfélagi. Fólk finnur fyrir álagi og streitu og þarf hjálp til að ná sambandi við sjálft sig,“ segir hún. Saga er líka „á andlega sviðinu“, ef svo má segja. „Ég er að byrja í guðfræðinámi við Há- skóla Íslands. Ég er að gera þetta fyrir mig. Þetta er búið að blunda í mér lengi og núna er tækifærið, þegar ég get ekki verið að sprikla alveg eins mikið og venjulega,“ segir Saga, sem hefur að undanförnu staðið í ströngu við skipulagningu Reykjavík Dance Festival, sem hefst á mánudaginn. „Þetta verður glæsileg uppskeruhátíð fyrir dansinn í ár,“ segir Saga sem ætlar ekki að missa af neinu. Krakkajóga og guðfræðinám

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.