SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 22
22 4. september 2011 R étt eins og aðrir Íslendingar er bréfritari veikur fyrir Evrópu. Saga einstakra ríkja álfunnar sækir oft á – og rík menning ólíkra þjóða. Mörg þessara ríkja eru horfin, hafa sameinast öðrum eða bútast í sundur eða hlotið ný nöfn. En þjóðarvitundin býr undir og lifir iðulega af. Nýlegt dæmi um þetta er gamla Júgóslavía. Áratugum saman varð ekki betur séð en þar færi ein þjóð undir öflugri stjórn og væri jafnvel sáttari við hana en aðrar þjóðir undir oki kommúnisma og á áhrifasvæði sovéska heimsveld- isins. En þannig var það ekki. Því fór fjarri. Um leið og slaknaði á ofurþunga miðstjórnarvaldsins brutu þjóðirnar sér leið og vörpuðu af sér okinu. Það gekk ekki þrautalaust. Hatur, sem hafði nærst í fel- um undir ógnarstjórninni, gekk í samband við eld- heita þjóðernisást, sem fékk óvænt að njóta sín og varð taumlaus. Það var ógnvænleg blanda og af- leiðingarnar urðu skelfilegar, stundum óhuggu- legar og ógnvænlegar. Þau ósköp öll verða ekki af- sökuð með því að segja að undirokun og kúgun og niðurlæging þjóða og þjóðarbrota í áratugi hafi lagt jarðveginn og þess vegna hafi farið sem fór. En þannig varð það þó og verður ekki betra fyrir það. Af því mætti margt læra. En það er ekki víst að sú verði raunin. Margar tilraunir til að sameina Evrópu En nýlegu dæmin segja ekki alla sögu hinnar evr- ópsku álfu og þjóðanna sem hana hafa byggt. Það hefur verið reynt oftar en einu sinni að fella alla Evrópu undir eina reglu, eitt vald og ýmsum hefur þótt það álfunni fyrir bestu. Rómverska keisara- dæmið rís hvað hæst þegar til slíks er horft. Miklu afli var beitt til að tryggja yfirráð þess yfir álfunni, eins og hún var þá skilgreind, engin miskunn var sýnd og sérhver mótstaða og sjálfstæðistilburðir brotnir niður af takmarkalausri grimmd. En eftir að miðstýringarmarkmiðunum var náð þóttust margir kenna að Rómarvaldið átti aðra hlið. Á svæðinu ríkti hinn rómverski friður og þar gátu menn farið um vítt og breitt óttalítið og án þess að smákóngar og héraðshöfðingjar gætu heft för eða stofnað lífi og limum ferðlanga í hættu. Viðskipti innan svæðis voru auðveldari, þótt viðskipti um langan veg væru auðvitað ekki almenn á þeirri tíð. En þrátt fyrir allt slíkt hagræði biðu þjóðir færis. Og þegar Rómaveldið réð ekki lengur við sitt verkefni og afl þess og máttur til kúgunar þvarr brutust þjóðirnar undan oki þess. Það er ekki endilega víst að þær hafi þar með verið betur settar eftir en áður og jafnvel má efast um að þjóðirnar sem slíkar hafi verið spurðar, a.m.k. ekki með þeim aðferðum sem nútímamenn þekkja. Það er önnur saga. Nýjustu tilburðirnir Og enn eru sameiningartilburðir uppi og enn eru þeir byggðir á sáttmálum frá Róm. Og rökin sem notuð eru um nauðsyn þess snúast enn um vald og stöðu Evrópu. Lönd álfunnar verði að sameinast undir einni stjórn í tilteknum (og sífellt fleiri) mál- um, eigi álfan að geta att valdakappi við Norður- Ameríku annars vegar og Austrið hins vegar. Þetta voru þó ekki rökin í öndverðu. Út á við snerust þau um tolla. En rökin sem dugðu vissu fyrst og fremst inn á við. Evrópusamband var sagt forsenda þess að ríki álfunnar gætu verið til friðs hvert gagnvart öðru. Saga styrjalda var rakin og örðugt er að neita því að slóð hennar er ekki bara blóði drifin. Stund- um hafa beinlínis flóðbylgjur blóðs fallið yfir velli álfunnar. Síðasta kastið voru þeir Napóleon, Vil- hjálmur II og Hitler helstu forsprakkar slíkra illinda. Og vafalítið er að hefði þeim tekist ætlunarverk sín, hverjum og einum, hefði vísast verið friðsamlegt mjög á þeirra yfirráðasvæðum þótt að öðru leyti væri ekki fundin uppskrift að sönnu sæluríki. En þann frið vildu þjóðirnar ekki kaupa, þökk sé þeim. En er þá ekki stórkostlegt að slíku ástandi, friði í álfunni, megi ná án þess að ógnvænlegir stríðs- herrar þurfi að sjá um verkið og án þeirrar kúgunar sem slíkum fylgir? Það er von að spurt sé. En síð- ustu aldirnar hafa það einkum verið Þjóðverjar og Frakkar sem hafa séð um að stofna til stríðs í álf- unni, en Bretar og síðan nauðugir Bandaríkjamenn hafa að lokum skakkað leikinn. Það er fullmikið af því góða að koma öllum þjóðum Evrópu í bandalag sem smám saman breytist í stórríki þar sem smá- ríkin (ríki með íbúafjölda undir 50 milljónum) hafa nánast ekkert að segja, nema hin stærstu þeirra í undantekningartilvikum, svo öruggt sé að stórrík- in tvö hleypi ekki álfunni reglulega í bál og brand. Og kannski er það einnig svo að mikið lengra verð- ur ekki gengið í að svipta þjóðir í ESB sjálfstæði sínu og fullveldi en með beinu eða óbeinu valdi, enda er það nú reynt með hótunum. „Falli evran, fellur Evrópa,“ segja litlu stórleiðtogarnir nú aftur og aftur. Til að bjarga evrunni og þar með Evrópu frá falli verði smáríkin að afsala sér stærri skömmt- um af fullveldi sínu. Helstu forystumenn Evrópu skilja illa tregðu til slíks, því þeir benda á að smá- ríkin ráði hvort sem er engu innan ESB, en með því að ríghalda í stóran hluta fullveldis síns, svo sem í efnahagslegt sjálfstæði, geti þau þó náð að rugla hið efnahagslega gangverk og gera evrunni erfitt fyrir. Því sé bæði nauðsynlegt og sjálfsagt að þau afsali sér efnahagslegu fullveldi til að tryggja evruna og þar með Evrópu. Það sé enda best fyrir þau sjálf. Það er huggun harmi gegn að ekki er heil brú í röksemdafærslunni. Henni kann því einhvern tím- ann að verða andæft, þótt það hafi ekki enn verið gert af nægilegum þunga. Evran átti að vera hjálp- artæki, sem greiða myndi fyrir viðskiptum og auka flæði þeirra og ekki síst fjárfestinga landa á milli. Nú virðist þýðingarmest að hjálpa hjálpartækinu. Setningin margtuggða: „Falli evran, fellur Evrópa“ er í raun merkingarlaus. Evrópa fer ekki neitt þótt þessi rúmlega tíu ára tilbúna mynt hætti að vera til. En með klisjunni er Evrópu sjálfsagt ruglað saman við Evrópusambandið eins og svo algengt er. „Ég er Evrópusinni,“ segja til að mynda samfylkingar- Reykjavíkurbréf 02.09.11 „Falli evran fellur Evrópa.“ Er það virkilega?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.