SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 23

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 23
4. september 2011 23 Þ að er ekki forsjárhyggja stjórnvalda sem býr til störfin. Þau verða ekki til á fá- mennum kontór ríkisstjórnarinnar. Sá misskilningur kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á föstudag, og raunar hafa fleiri forystumenn stjórnmálaflokka fallið í þá gryfju í gegnum tíðina að líta svo á að það sé stjórn- arráðið sem skapar störfin. Nema forsætisráðherrann misskilji sjálfan sig þegar hún lofar að hrista þúsundir starfa fram úr erminni. Þess gætir víðar á stjórnarheimilinu að ráðherrar misskilji sjálfa sig, því Katrín Júl- íusdóttir hét því í febrúar árið 2010 að þúsundir starfa myndu skapast í aðgerðum rík- isstjórnarinnar í atvinnumálum. Össur Skarphéðinsson talaði ámóta digurbarkalega í jan- úar 2009 er hann eignaði sér að framkvæmdir í Helguvík myndu skapa allt að 2500 störf á byggingartíma nýs álvers. Á sama tíma og ráðherrarnir sjá ný störf í hillingum sýna tölur Eurostat annan veruleika og varla efast Samfylkingin um þá mælikvarða sem þar eru lagðir á samfélög. Ísland hefur síðustu tvö ár verið á botninum innan Evrópska efnahagssvæðisins hvað varðar fjárfest- ingar. Hvergi í Evrópu var fjárfestingin minni og horfurnar eru ekki bjartar ef marka má gagnrýni Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Allt er þetta sorglegur misskilningur því ráðherrarnir gera best í því að þvælast ekki fyrir. Enda er það dugnaðurinn, áræðnin, frumkvæðið og hugvitssemin sem býr í fólkinu í landinu sem hreyfir samfélög fram á við, krafturinn sem býr í 320 þúsund Íslendingum. Dæmi um sköpunargleði eins þeirra er rakið í Sunnudagsmogganum í dag. Eygló Scheving Sigurðardóttur vantaði sumarvinnu til að fleyta sér í gegnum námið á veturna, virkjaði samtakamáttinn í vinum og fjölskyldu, ruddi öllu út úr Gamla fjósinu á Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stofnaði veitingastað. Ekkert er sjálfgefið þegar fólk afræður að taka örlögin í sínar hendur og stofna til at- vinnureksturs. Margt þarf að leggjast á eitt til að vel gangi og ábyrgðin er mikil þegar búið er að ráða fólk í vinnu. En þegar kemur að því að byggja upp fyrir framtíðina, hvort sem það er eigin framtíð eða vina og fjölskyldu, þá setur fólk ekki fyrir sig að verja mánuðum í að hreinsa út úr gömlu fjósi. Það hefur verið sjón að sjá „rokkarann glerharða“ með vír- burstann á lofti! Sagan sýnir hinsvegar að þegar fulltrúar hins opinbera ætla að taka ráðin af fólkinu, væntanlega af því að þeir þykjast vita betur, þá leiðir það af sér stöðnun og úrræðaleysi. Og það eru ekki ný sannindi. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa hagstæð skilyrði fyrir atvinnulífið, þannig að krafturinn í fólkinu nái að brjótast fram. Atvinnuleysi er mein sem má ekki grafa um sig í íslensku samfélagi. En það er ekki sjálfgefið að fólk leggi allt undir í nýsköpun og leggi tíma og fjármuni í ný atvinnutækifæri. Það verður að búa við þá vissu, að stjórnvöld styðji við bakið á því – án þess að rýtingurinn sitji þar eftir. Misskilningur ráðherrans „Lausnin á Englandi er alltaf að kaupa leikmenn, en það gerist ekki alltaf þannig.“ Arsène Wenger knattspyrnustjóri Arsenal eftir 8:2- ósigur gegn Manchester United. Þremur dögum síðar var hann búinn að kaupa fimm leikmenn. „Við eigum eftir að sósa þetta saman.“ Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, annar sakborninga í frelsissviptingarmálinu sem nú er fyrir héraðsdómi, í símtali úr fangelsinu. „Það er til nóg af fólki úti í samfélaginu sem jaðrar við það að vera galið.“ Norskur prestur um ást- arbréfin sem streyma til fjöldamorðingjans Anders Be- hrings Breiviks. „Eruð þið að leita að tárum? Þið finnið þau ekki, ég er í lagi.“ Usain Bolt, heimsmethafi í 100 metra hlaupi, eftir að hann var dæmdur úr leik fyrir að þjóf- starta á HM í Daegu. „Við höfum verið sökuð um hræðsluáróður og það er ef til vill rétt en staðreyndin er sú að við erum einfaldlega logandi hrædd.“ Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eins og gott kynlíf.“ Ásgerður Stefanía Baldursdóttir um tilfinninguna að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni í knatt- spyrnu. „Stóri draumurinn minn er samt að eignast svín.“ Björn Bragi Arnarsson umsjónarmaður sjón- varpsþáttarins Týnda kynslóðin. „Ætli það hafi ekki bara verið laus taumurinn.“ Dýrfinna Ósk Högnadóttir sem orðin er langalangamma aðeins 73 ára. „Ef eitthvað liggur á mér þá sem ég um það vísu.“ Hörður Torfason söngva- skáld. „Ég hef þá bara misskilið mig.“ Hildur Líf Helgadóttir, vitni í frelsissviptingarmálinu, þegar sak- sóknari benti henni á, að hún væri missaga í málinu. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal menn iðulega þegar þeir vilja forðast upplýsta um- ræðu um Evrópusambandið. „Ert þú á móti Evr- ópu?“ spyrja þeir svo. Evran var aldrei nefnd sem forsenda ESB þegar til þess var stofnað. Lönd hafa gengið í sambandið án þess að taka myntina upp. Bretar þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki álpast í myntsamstarfið. Svíar, sem fyrir fáeinum árum héldu atkvæðagreiðslur um evru og var hótað hræðilegum skelfingum ef þeir felldu upptöku hennar, vilja ekki sjá hana í dag. „Ekki evru á með- an ég lifi,“ segir talsmaður sænskra jafnaðarmanna í málinu. Svíar og Bretar hafa þó ekki dregið þá ályktun af evrufráhvarfi sínu að þeir eigi endilega að hverfa úr ESB, hvað þá að gufa upp úr Evrópu. Það með öðru sýnir hversu fráleitt allt þetta tal er. Bréfritari er eins og sagði í upphafi bréfs mjög veikur fyrir Evrópu, þjóðum hennar og náttúru, menningarsögu, byggingum hennar í borgum og búsældarlegum sveitum. Og hann hefur ekki nein- ar áhyggjur af bullinu um að „falli evran, fellur Evrópa.“ Evran er frá upphafi stórgölluð hugmynd og því vond. En hún er ekki verri en allt sem vont er. Og miklu síst er hún verri en Hitler. Og þrátt fyrir allt þá hefur Evrópa komist yfir tilraunina óg- urlegu með hann, þótt það kostaði fórnir. Evran er misheppnuð hagfræðileg tilraun og mun ekki skilja önnur ör eftir sig til lengdar en sært stolt sanntrú- aðra. En á hinn bóginn er ástæða til að hafa nokkr- ar áhyggjur af hinni álappalegu umræðu um Evr- ópusambandsaðild á Íslandi, einkum nú þegar mútugreiðslurnar verða látnar flæða yfir litla land- ið, í trausti þess að það sé veikt fyrir eftir hrunið. En hvað sem öllu líður er bréfritari þeirrar skoð- unar að hin upplýsta umræða, fái hún að fara fram ótrufluð af hundruðum launaðra áróðurs- og spunameistara, dreifandi mútugreiðslunum frá Brussel, geti ekki leitt nema til einnar niðurstöðu. Það er þó að minnsta kosti huggunarríkt. En eins og áður er rétt að hafa vara á sér þegar sést til asn- anna klyfjaðra gulli gjaldþrota sambands. Hjólað meðfram Grandagarði. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.