SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 27

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 27
4. september 2011 27 Listamennirnir sex sem eigendur gallerísins munu hlúa að eru margvíslegir. Sameinaðir í eitt verða höggmyndlist- armenn, listamenn málverksins og listaljósmyndari. Jón Axel Björnsson Myndlistarmaðurinn Jón Axel Björnsson varð þekktur í bylgju Nýja málverksins á níunda áratugnum sem kom eins og ferskur blær inn í konsept-drifin verkin sem voru allsráð- andi á Vesturlöndum á þeim tíma. Listamenn Nýja málverks- ins sóttu föng í expressjónismann. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir um hann: „Í umfjöllunum um verk Jóns Axels hafa gagnrýnendur og listfræðingar, t.d. Halldór Björn Runólfsson og Auður A. Ólafsdóttir, lagt áherslu á drama- tískt og tilvistarlegt inntak þeirra. Grunneiningar myndverka Jóns Axels eru maðurinn, verk hans og gjörðir.“ Ragnar Axelsson Sem oftast er kallaður RAX er orðinn heimsþekktur lista- maður eftir útkomu ljósmyndabóka sinna Andlit norðursins og The Last Days of the Arctic. Guðný Kristmanns Málaralist Guðnýjar verður til við lok tímabils Nýja málverks- ins í byrjun tíunda áratugarins. Um listaverk hennar segir Að- alsteinn: „Hún vinnur einvörðungu út frá eigin hugmynda- og tilfinningaheimi, við aðstæður sem hún líkir við draumkennt og takmarkalaust frelsi. Eins og súrrealistarnir leggur hún mikið upp úr draumum sínum og reynir að koma þeim til skila án truflunar frá rökhugsun.“ Hafsteinn Austmann Hann nam í París á sjötta áratugnum og fór strax að mála í abstrakt stíl á þeim tíma. Hann hefur tekið þátt í miklum fjölda einkasýninga og lýsti sjálfur stíl sínum með eftirfar- andi orðum: „Ég reyni að búa til málverk sem virka eins og óræð og opin ljóð og hafa burði til að lifa sjálfstæðu lífi eftir að ég er búinn að sleppa af þeim hendinni.“ Valgarður Gunnarsson Einsog Jón Axel var Valgarður einn listamannanna sem þroskuðust á tíma Nýja málverksins. Í verkum sínum í dag vill Aðalsteinn meina að markmið Valgarðs sé leynt og ljóst að auka á fagurfræðilega og merkingarlega virkni hvers- dagslegra fyrirbæra. Hallsteinn Sigurðsson Hann er eini höggmyndlistarmaðurinn og er kannski fræg- astur fyrir Höggmyndagarð Hallsteins í Gufunesi. Listamennirnir Ein mynda Jóns Axels Björnssonar. liggur það mikið betur fyrir þeim en mér. Hin börnin mín, Arnar Þór og Þórdís Lind eru máski frekar eins og ég,“ segir hann. Þór bendir á að þótt áhugi hans sé mikill skipti ekki minna máli stuðningurinn sem hann hefur frá Ingi- mundu (Indu) í verkefnið en það var strax á fyrsta stefnumóti þeirra sem þau notuðu tímann til að fara á milli allra listasafna Reykjavíkur og spjalla saman um verkin. En bæði móðir hennar og amma máluðu mikið og Inda því mikil áhugamanneskja um myndlist og hönnun. Of skemmtilegt? Aðspurður hvort þetta verði ekki bara of skemmtilegt hérna með góðu fólki og rauðvíni langt fram á nótt og engu komið í verk, segir hann enga hættu á því. „Þetta verður vonandi hörkuvinna sem það og hefur verið fram að þessu. Inda mín kemur að þessu með nattninni sinni og skipulaginu og ég með vinnuna að vopni og í samvinnu við listamennina verður þetta bara gaman. Það þarf engar áhyggjur að hafa af rauðvíninu og við munum auðvitað vera með hvítt vín líka, þannig að dagur og nótt sameinist með góðu fólki,“ segir hann og hlær. ’ Við sameinum þessa sex listamenn því þeir höfða mikið til okkar. Þeir eru kveikjan að galleríinu því fyrst höfðum við samband við þá áður en við létum verða af því að útvega húsnæði fyrir verk þeirra. Þór Hinriksson og Ingimunda Mar- en Guðmundsdóttir (Inda) ásamt listamanninum Jóni Axel Björns- syni. Þór og Inda reka galleríið úti á Granda.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.