SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 29

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 29
4. september 2011 29 eskja sem ég vildi vera en þarna öðlaðist ég tækifæri til að færast stöðugt nær því. Þegar ég var búin að vera edrú í sex mánuði fékk ég son minn aftur. Það er ekki hægt að setja tappa í flöskuna og segja: Ég er hætt að drekka, nú er allt orðið gott. Ég þurfti að horfast í augu við misgjörðir mínar, þurfti að mæta öllu því fólki sem ég hafði sært og meitt og ég þurfti að leiðrétta líf sonar míns. Hann hafði bor- ið mikla ábyrgð á sjálfum sér. Hann skildi ekki að það væri mitt að bera ábyrgðina, ég skildi það varla sjálf. Hann kom heim úr skólanum með miða í töskunni: Ármann á að vera í stígvélum þegar það er rigning. Ármann á að lesa heima. Þá áttaði ég mig á því að ég ætti að passa upp á þetta. Ég þurfti að læra hvað væri mín ábyrgð og hvað hans ábyrgð. Við vorum þarna tvö og það sem var í lagi á milli okkar var ást og væntumþykja en ég þurfti að laga margt. Ég þurfti til dæmis að leiðrétta það að barnaverndarnefnd og lögregla væru óvinir okkar, ég þurfti að leiðrétta orð sem ég hafði sagt og út- skýra af hverju ég hefði látið hann frá mér. Ég þurfti að sýna breytta framkomu gagnvart honum og öðr- um. Í meðferðinni hafði mér verið sagt að spyrja for- eldra mína hvernig þeim liði. Í fyrsta skipti á æv- inni, 25 ára gömul, spurði ég foreldra mína hvernig þeim liði. Mér var líka sagt að segja foreldrum mín- um að ég elskaði þau. Ég gerði það í fyrsta sinn þeg- ar ég var búin að vera edrú í tvö ár. Það var óskap- lega erfitt. Í dag er eitt af því auðveldara sem ég geri að segja fólki að mér þyki vænt um það. Það er dýr- mæt gjöf að geta rætt um tilfinningar sínar. Pabbi er löngu dáinn. Ég var búin að vera edrú í sex ár þegar hann dó og þá átti ég ekkert ósagt við hann því síðustu ár hans áttum við auðvelt með að ræða saman um tilfinningar okkar. Mamma er 86 ára og hefur stundum sagt að það eina sem hún sjái eftir í lífinu sé að hafa ekki sagt okkur börnunum oftar en hún gerði að hún elskaði okkur. Hún lærði að tjá tilfinningar sínar af okkur börnunum og barnabörnunum, sem eru opnari kynslóðir en kyn- slóð hennar.“ Öryrki í fjögur ár Þú horfðir fram á nýtt líf án áfengis. Hvernig líf var það? „Þegar allt virtist vera orðið gott dundi yfir ann- að áfall. Árið 1991 lentum við Ármann sonur minn, sem þá var sextán ára, í bílslysi. Ég mjaðmagrind- arbrotnaði, spjaldhryggjarbrotnaði og lungun sködduðust. Ármann hryggbrotnaði og miltað í honum sprakk. Það tók mig tvö ár að læra að ganga og í ár eftir það var ég á hækjum. Ég var öryrki í fjögur ár og mjög kvalin. Eftir að hafa unnið í því að verða sjálfstæð og taka ábyrgð á eigin lífi fannst mér eins og það hefði allt verið af mér tekið. Þetta var líka erfiður tími fyrir son minn. Skólaganga hans frestaðist og hann þurfti að jafna sig á sínum meiðslum. Hann var óskaplega duglegur og fór í skóla og er guðfræðingur og djákni sem hefur unnið við hjálparstörf á Indlandi og er núna að læra fjöl- miðlafræði.“ Er hann eina barnið þitt? „Já, hann er eina barnið mitt en ég er búin að eignast hann mjög oft. Ég bý ein, var gift en skildi. Þegar ég skildi ákvað ég að bjóða syni mínum ekki upp á fleiri pabba.“ En svo náðirðu þér eftir slysið og fórst að vinna? „Já, ég fór á Reykjalund í endurhæfingu og þegar ég var búin að ná bata var ég hvött til að sækja um vinnu. Ég hafði alltaf unnið líkamlega vinnu, verið verkamaður allt mitt líf. Ég fékk vinnu í álverinu í Straumsvík og það var eins og að koma inn í fjöl- skyldu. Þetta er stórt fyrirtæki þar sem er unnið á vöktum og fólk tengist hvað öðru mjög sterkt. Þegar ég var búin að vinna þarna í þrjú ár ákvað ég að gera vinnustaðinn að mínum. Vinnustaðurinn átti líka mikinn þátt í því að þroska mig sem manneskju. Rannveig Rist hafði mikinn áhuga á að mennta starfsfólk sitt og beitti sér fyrir stofnun skóla þar sem starfsmenn geta stundað nám sem gildir hátt upp í stúdentspróf, jafnframt vinnunni. Það þýddi góða launahækkun að ganga í þann skóla og mér fannst að ég ætti að gera það. Ég hafði ekki setið á skólabekk í 30 ár og fylltist skelfingu við tilhugs- unina, en námið færði mér aukið sjálfstraust. Svo tók við meira nám á vegum fyrirtækisins. Þetta er afar merkilegt framtak og fyrirtækið hefur útskrifað rúmlega 200 nemendur úr fyrri skólanum og 30 til 40 úr þeim seinni. Ég hef oft hugsað um það að metnaður fyrirtækisins fyrir mína hönd til að mennta mig er svo miklu meiri en hjá nokkru því sveitarfélagi sem ég hef búið í. Ég er ákaflega þakk- lát fyrir þá menntun sem fyrirtækið bauð mér upp á, hún skilaði mér svo mörgu góðu. Og þegar mér var svo boðið að verða vaktstjóri í Straumsvík sagði ég strax já takk því ég vissi að ég vildi vinna fyr- irtækinu og fólkinu sem mest gagn.“ Mér er sagt að þú vinnir í frítíma ýmiss konar sjálfboðaliðastörf og sért afar dugleg við að að- stoða fólk við að fara í meðferð. „Það eru 29 ár síðan ég hætti að drekka, þá var ég 25 ára. Um leið var mér gefið nýtt líf. Þá gaf ég það loforð að rétta út hönd til þeirra sem þyrftu á aðstoð að halda. Ég vinn ýmis störf í sjálfboðavinnu, til dæmis fyrir Laugarneskirkju sem ég tel mig til- heyra. Ég sit svo í varastjórn SÁÁ. Ég gleymi aldrei þeirri lausn sem þau samtök gáfu mér. Ég hafði svo lengi reynt á hverjum einasta degi að hætta að drekka, án árangurs, en svo kynntist ég SÁÁ. Ég lærði að lifa því lífi sem mig langaði til að lifa og verða sú manneskja sem mig langaði til að vera. Ég hét því að ef ég gæti aðstoðað við að veita öðrum von og hjálp þá myndi ég gera það. Ég er að uppfylla það loforð.“ ’ Ég ætlaði kannski í bíó og pabbi var að passa barnið mitt en einhver bauð mér vín og ég kom heim eftir þrjá daga. Af hverju gerðirðu þetta? Við treystum þér, hrópaði pabbi. Ég reif kjaft en ég skildi ekki af hverju ég hafði gert þetta. Í hjarta mínu hafði ég hugmynd um það hvernig manneskja ég vildi vera en líf mitt var í rúst. Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.