SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Qupperneq 30
30 4. september 2011 Þ jóðin kemst í uppnám, þegar hún sér peninga. Það sást á síðustu ár- unum fyrir hrun og það sést nú, þegar milljarðatugir blasa við á Grímsstöðum á Fjöllum. Auðvitað er hægt að líta á fyrirhugaðar fjárfestingar Huang Nubo út frá stórpólitísku sjórnarhorni eins og Financial Times augljóslega gerir. Víglundur Þorsteinsson spurði mig hvað Kínverjar þyrftu að kaupa margar jarðir til viðbótar frá Jökulsá á Fjöllum í Þistilfjörð til þess að eiga norðausturhorn Íslands allt. Það er athyglis- verð spurning en í ljósi þeirrar athygli, sem málið vekur í öðrum löndum, getum við sagt sem svo: Er ekki bara gott að gömlu nýlenduveldin í Evrópu, sem hafa litið niður til okkar í kjölfar hrunsins, átti sig á því, að það eru til önnur stórveldi, sem sýna okkur áhuga?! En lítum okkur nær. Ef eitthvað er að marka fréttir um þetta mál hefur Huang Nubo í hyggju að fjárfesta fyrir 10-20 millj- arða á þessu svæði. Af gamalli reynzlu veit ég að vísu að stundum er svona peningaflóð bara í fjölmiðlum og ekki annars staðar. Verði um slíkar fjárfestingar að ræða á þessu svæði er ljóst að til þess að þær standi undir sér og skili einhverjum arði þarf að flytja þangað mikinn fjölda fólks til þess að nýta sér aðstöðuna. Huang Nubo kveðst ætla að kaupa nokkrar flugvélar til þess að flytja þetta fólk frá Kína. Þar er nóg af fólki, sem býr við vaxandi velmegun. Við hljótum hins vegar að spyrja okkur þeirrar spurningar, hvort þetta landsvæði og reyndar önnur á Íslandi þoli þann mikla mannfjölda, sem fjárfestingin kallar á. Þola Herðubreiðarlindir slíkan átroðning, svo að dæmi sé nefnt. Er ekki álitamál, hvort þær þoli þann fjölda, sem þar hefur haft við- komu á undanförnum árum og áratugum? Hugmyndir Huang Nubo eru skemmti- legar að því leyti til að hann sér þetta land með gests augum og sér kannski þess vegna betur þau tækifæri, sem þetta tiltekna landsvæði hefur upp á að bjóða, en við höf- um gert, en um leið setur hann á dagskrá þessa áleitnu spurningu: hvað þolir náttúra Ísland mikinn ferðamannastraum? Of margir ferðamenn hafa ekki verið vanda- mál en fjöldi þeirra getur orðið of mikill. Annað, sem vakti athygli mína í fréttum af þessum áformum, voru hugmyndir Huang Nubo um tengingu við Vatnajökuls- þjóðgarð. Hvað á hann við? Hvers konar tengingu? Er hann að tala um fram- kvæmdir? Er hann að tala um vegagerð? Þetta þarf að liggja ljóst fyrir. Og þá jafn- framt, hvort hinn kínverski fjárfestir er með frekari framkvæmdir í huga en að reisa eitt hótel og byggja upp einn golfvöll. Stór þáttur í töfrum óbyggðanna er að þær eru óbyggðir. Þar eru ekki vegir með varan- legu slitlagi. Þar eru ekki brýr. Þar eru ekki benzínstöðvar. Þar eru ekki fjallahótel. Þar eru auðnir og óspillt náttúra, svartir sandar og hvítir jöklar, gróður hér og þar, jökulár og önnur fallvötn. Þessi svæði eru stundum erf- ið yfirferðar. Það er ein af ástæðunum fyrir því, að það er skemmtilegt að ferðast um þau. Við höfum nú þegar spillt óbyggðunum á miðhálendinu og austur af með of miklum framkvæmdum. Sumar þeirra voru orðnar að veruleika áður en fólk vaknaði til vitundar um mikilvægi þess að halda óbyggðunum ósnortnum. Í þessu felst ekki, að það megi ekki ferðast um þær, en það á að gera á þann veg, sem hentar þessu landsvæði en ekki með þeim hætti, sem hentar mannfólkinu. Æskuvinur minni, Halldór Blöndal, var einu sinni samgönguráðherra. Við deildum hart um það á fundi á Akureyri, hvort leggja ætti vegi um hálendið umfram það sem orðið er. Mig minnir að ég hafi notið stuðnings eins fundarmanna við þau sjónarmið að á hálendi Íslands ættu engar frekari framkvæmdir að fara fram. Ég hef ekki breytt um skoðun. Þvert á móti. Það á ekki að leyfa neinar fram- kvæmdir til að tengja saman Vatnajökuls- þjóðgarð og Grímsstaði á Fjöllum. En kannski er með þessum athugasemdum lagt meira í orð Huang Nubo en efni standa til. Þetta mál snýst ekki um „hræðslu við út- lendinga“, eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gaf í skyn í samtali við RÚV á dögunum. Það er of lágkúrulegur málflutn- ingur til að hæfa þeim sem gegnir embætti forsætisráðherra á Íslandi. Það snýst að hluta til um meðferð okkar á og umgengni við landið og náttúru þess. En aðrir þættir þess eru stórpólitískir. Mundi Jóhanna selja Gullfoss ef nógu hátt tilboð kæmi í hann? Gullfoss verður ekki fluttur á brott en það væri hægt að umgang- ast fossinn og nágrenni hans þannig að til skammar væri. Mundi það ekki særa tilfinn- ingalíf okkar ef Gullfoss væri í eigu útlend- inga? Væri í þeim sársauka fólgin „hræðsla við útlendinga“? Við Íslendingar gætum ekki komið til Kína og keypt hvað sem væri, jafnvel þótt við hefðum peninga til. Væri í okkar augum sjálfsagt að nokkur kínversk stórfyrirtæki, byggingarfyrirtæki og skipafyrirtæki keyptu upp norðaustur- hornið, byggðu þar höfn og notuðu til um- skipunar vegna flutninga um norðurleiðina? Það væri erlend fjárfesting en er endilega víst að það hentaði okkar hagsmunum að það yrði til „Chinatown“ á Langanesi, svo vísað sé til slíkra hverfa í erlendum stór- borgum. En hér skal tekið skýrt fram, að í mínum augum eru Kínverjar ekki verri fjár- festar en aðrir erlendir fjárfestar. Við erum fámenn þjóð í fallegu landi. Það er enginn vandi að kaupa þetta allt upp með litlum peningum á mælikvarða stórþjóð- anna. Með þessum rökum leyfi ég mér að lýsa stuðningi við þá varkárni, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst í þessu máli. Það er meiri skynsemi í pólitík Ögmundar en ábyrgðarlausu tali um að hér eigi að opna allar dyr upp á gátt, þótt asni klyfjaður gulli sé með í för. Hvað á Huang Nubo við með tengingu við Vatnajökulsþjóðgarð? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is É g veit að ég segi fyrir hvert einasta sund að ég vilji ekki synda en að þessu sinni meina ég það. Ef ég syndi sex sinnum og vinn sex gull þá er ég hetja en ef ég syndi sjö sinnum og vinn bara sex gull hefur mér mistekist.“ Ekki var lítið í húfi þegar Bandaríkjamaðurinn Mark Spitz lét þessi orð falla við fréttamann ABC-sjónvarps- stöðvarinnar fáeinum mínútum fyrir keppni í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í München á þessum degi árið 1972. Spitz hafði þegar unnið til sex gull- verðlauna og sett í þeim sundgreinum jafnmörg heims- met. Takmarkinu var náð en suðað var í honum að þreyta sjöunda sundið. Hann lét tilleiðast. Ekki átti kappinn eftir að sjá eftir því, hann skilaði sér auðvitað fyrstur í mark – á nýju heimsmeti. Spitz var fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna til sjö gullverðlauna á einum og sömu Ólympíuleikunum og afrek hans var ekki bætt fyrr en annar bandarískur sundmaður, Michael Phelps, gerði sér lítið fyrir og vann til átta gullverðlauna í Beijing fyrir þremur árum. Alls vann Spitz til níu gullverðlauna á Ólympíuleikum en hann stóð í tvígang á efsta palli í Mexíkó 1968. Raunar hafði hann lýst því yfir að hann hygðist vinna til sex gullverðlauna á þeim leikum (enda var hann handhafi tíu heimsmeta á þeim tíma) en náði sér ekki almennilega á strik þegar á hólminn var komið. Gullin tvö komu í boðsundum. Þeim vonbrigðum svaraði Spitz með því að æfa eins og skepna næstu fjögur árin og ná takmarkinu í München – og rúmlega það. Spitz var gríðarlegur keppnismaður og enginn hafði roð við honum á endasprettinum. Allt snerist um að byrja sundið nægilega vel. Það tókst honum í München. Sigur Spitz í öllum greinum var öruggur, nema í 100 metra skriðsundi (sem hann óttaðist fyrirfram). Þar var hann hálfu sundtaki á undan næsta manni. Forðað undan hryðjuverkamönnum Kvöldið eftir lokasundið réðust palestínskir hryðju- verkamenn inn í ólympíuþorpið og myrtu ellefu ísr- aelska keppendur. Forsvarsmenn bandaríska liðsins ótt- uðust að Spitz, sem er gyðingur, gæti verið skotmark ódæðismannanna og var hann sendur með hraði heim. Ólympíuleikarnir 1972 voru hið fullkomna mót hjá Mark Spitz og að því loknu lagði hann skýluna á hilluna – aðeins 22 ára gamall. Í samtölum eftir leikana iðraðist hann einskis. „Ég hef náð öllum mínum markmiðum.“ Lengi á eftir var Spitz reglulega spurður hvort hann ætlaði ekki að stinga sér út í aftur. Svarið var alltaf hið sama: „Hvers vegna að eiga við söguna?“ Í þessu ljósi sætti það stórtíðindum þegar Spitz steig út úr hinum helga steini fyrir Ólympíuleikana í Barse- lónu árið 1992, 41 árs að aldri, og keppti um sæti í bandaríska liðinu. Þrátt fyrir góðan vilja gekk rófan ekki, Spitz vantaði herslumuninn til að ná ólympíu- lágmarki. Ein athyglisverðasta endurkoma íþróttasög- unnar var þar með kæfð í fæðingu. Eftir afrekið 1972 var Spitz að vonum þjóðhetja í Bandaríkjunum. Hann þótti að auki kvennaljómi hinn mesti og veggmynd af honum á sundskýlunni með gull- verðlaunapeninga sjö seldist eins og heitar lummur. Menn mundu ekki annað eins frá dögum Betty Grable. Til skamms tíma var Spitz með annan fótinn í sjónvarpi en dró sig smám saman í hlé frá sviðsljósinu á níunda áratugnum. Eftir það stofnaði hann fasteignasölu í Bev- erly Hills og hefur vegnað vel. „Ég er brautryðjandi,“ sagði hann einhverju sinni í viðtali. „Enginn sem farið hafði á Ólympíuleika hafði nýtt sér það tækifæri á sama hátt og ég. Þetta veltur á tímasetningu, meðbyr, ástandi efnahagsmála og umfram allt á útlitinu. Þannig er þjóð- félagið sem við búum í. Ég er ekki að segja að þannig eigi það að vera. En þannig er það samt.“ orri@mbl.is Spitz vinn- ur sjöunda ÓL-gullið Veggmyndin fræga af Mark Spitz. Mottan á sínum stað. ’ Sigur Spitz í öllum greinum var öruggur, nema í 100 metra skriðsundi (sem hann óttaðist fyrirfram). Þar var hann hálfu sund- taki á undan næsta manni. Spitz á siglingu í lauginni. Enn eitt gullið í sjónmáli. Á þessum degi 4. september 1972

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.