SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Side 33

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Side 33
4. september 2011 33 Bjarni Haukur er með fleira á sinni könnu en Pabbann og Afann. Hann vinnur nú að nýju leikverki með uppistandsívafi sem ætl- að er erlendum ferðamönnum á Íslandi. Nefnist verkið How to Become Icelandic in 60 Minutes og verður flutt á ensku. Verkið verður frumsýnt í Hörpunni næsta vor. „Eins og allir vita erum við Íslendingar mestir og bestir í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og synd að miðla þeim eig- inleikum ekki til útlendinga sem hingað koma,“ segir Bjarni mátulega alvarlegur á svip. „Að vísu er ekki hægt að neita því að við höfum gert „taktísk mistök“ en það breytir ekki því að við stöndum öðrum þjóð- um framar. Við höfum til dæmis unnið stríð. Það er meira en Frakkar geta sagt.“ Bjarni segir þetta verk lengi hafa búið innra með sér en nú hafi hann ákveðið að láta slag standa. Ekki liggur fyrir hvort Bjarni mun sjálfur leika í sýningunni en það verður skoðað út frá stöðu annarra verkefna með vorinu. „Hugsanlega byrja ég en síðan tekur ein- hver annar leikari við.“ Leiðbeinir erlendum ferðamönnum Peter Sellers, Jim Carrey. Mín reynsla er sú að menn hlæja alveg jafnmikið að Pabbanum á Íslandi og í Slóveníu.“ Hann segir það heldur ekki spilla fyrir að sýningin er auðveld í uppsetningu, aðeins einn leikari á sviðinu. Spurður um aðlögun kveðst Bjarni leyfa hana upp að vissu marki. Þannig hafi Þjóðverjar fengið að bæta inn í sína uppfærslu viðbrögðum nokkurra val- inkunnra hershöfðingja við það að verða feður, svo sem Júlíusar Sesars og Napóleóns Bónaparte. „Það var mjög fyndið,“ segir Bjarni og bætir við að þarna sé muninum á Íslendingum og Þjóðverjum ágætlega lýst. Hinn venju- legi Íslendingur setji sig dags daglega ekki í spor Sesars. „Þjóðverjar eru auð- vitað mun stærri þjóð en við,“ segir hann sposkur. Afinn líka á hvíta tjaldið Framhaldið af Pabbanum, einleikurinn Afinn, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í upphafi þessa árs og verður þráðurinn tekinn upp að nýju nú í september. Eftir áramót leggur Afinn síðan leið sína til Akureyrar og á fleiri staði á lands- byggðinni. Sigurður Sigurjónsson fer sem fyrr með hlutverk afans. Í framhaldinu mun Afinn svo leggjast í víking en Bjarni staðfestir að búið sé að selja sýningarréttinn til nokkurra landa. „Það mál er á frumstigi enda fer Afinn eðli málsins samkvæmt hægar yfir en Pabbinn. En hans tími mun koma.“ Bjarni upplýsir að þeir Ólafur Egill séu þegar farnir að leggja drög að kvik- myndahandriti byggðu á Afanum sem ætti að verða tilbúið næsta sumar. „Ólíkt Pabbanum er meiningin að gera mynd um Afann hér heima með Sigga Sigurjóns í aðalhlutverki. Jafnframt munum við kanna áhugann erlendis.“ Ekki er ofsögum sagt að Bjarni Hauk- ur sé allt í öllu þegar þeir feðgar, Pabb- inn og Afinn, eru annars vegar. Hann semur verkin, lék í öðru þeirra, leik- stýrði hinu og annast svo sölu þeirra til útlanda. Hann hlær þegar þetta ber á góma. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi. Astrid Lindgren – án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera mig saman við hana – var lengi vel eigin forleggjari á morgnana og skrifaði svo eftir hádegi.“ – En hún hoppaði ekki upp á leiksvið á kvöldin! „Nei, nei, það er alveg rétt,“ svarar Bjarni hlæjandi. „En á meðan ég ræð við þetta og hef gaman af því kvarta ég ekki. Ég er líka með fleira fólk með mér í þessu, Íslendinga og útlendinga, og fæ góða ráðgjöf og aðstoð. Það er engin leið að komast yfir þetta einn.“ Pabbinn og Afinn verða ekki einu meðlimir fjölskyldunnar sem sprottin er úr hugarfylgsnum Bjarna Hauks Þórs- sonar en þriðji einleikurinn er enn óskrifaður. Mun hann fjalla um yngstu kynslóðina, barnið eða unglinginn. „Hugsa ekki allir í þrí- eða fjórleikjum í dag, hvort sem það er Jón Kalman, George Lucas eða Sveppi? Verð ég ekki að gera það líka?“ Það er nú líkast til. Sigurður Sigurjónsson snýr aftur í Afanum í Borgarleikhúsinu í haust. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Kristinn Skar og skarkali | 4 Þorgrímur Kári Snævarr

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.