SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 34

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 34
34 4. september 2011 P áll Heimir Pálsson er mynd- listarmaður að mennt en „endaði á verkfræðistofu“, eins og hann orðar það, þar sem hann varð einn af eigendum. Eftir hrun brustu forsendur fyrir rekstri stofunnar og Páll þurfti að róa á ný mið. „Ég fór að fikta við að setja líkön af byggingum í Reykjavík inn á Google Earth og fann mig strax vel í því verk- efni. Þetta sameinar allt sem ég hef verið að bögglast við um ævina. Þetta byrjaði smátt, ég var eiginlega bara að þessu fyrir sjálfan mig, en hefur smám saman undið upp á sig,“ útskýrir Páll. Fyrr á þessu ári hafði Reykjavík- urborg samband við Pál og bauð hon- um aðstöðu til að sinna verkefninu. „Þetta gæti ekki verið betra, ég er í vinnu við að gera það sem mig langar mest að gera,“ segir hann. Páll heyrir undir Landupplýsingakerfi Reykjavíkurborgar (LUKR) sem sér um allt sem viðkemur gagnagrunni borg- arinnar, Orkuveitunnar og Símans, og segir húsbændur sína hafa mikinn áhuga á verkefninu, ekki síst deilda- stjórann Lech Pajdak. „Lech er ákaflega framsýnn maður og hefur vilja til að halda þessu starfi áfram,“ segir Páll sem er ráðinn tímabundið til borg- arinnar. Páll hefur mest dálæti á gömlum byggingum og hefur hann til að mynda þegar gert líkön af flestum húsunum á Árbæjarsafninu. Frábærar móttökur í Póllandi Að sögn Páls skila fleiri þúsund líkön af byggingum sér inn á Google á degi hverjum. „Það er fólk að hamast við þetta út um allan heim en ég áttaði mig fljótt á því að hópurinn sem er í þessu af lífi og sál er ekki fjölmennur. Ég hef smám saman verið að kynnast þessum hópi og á dögunum varð ég þess heið- urs aðnjótandi að hitta hann á ráð- stefnu í Wrocław í Póllandi.“ Páll fór utan í boði Google. „Boðið var höfðinglegt og móttökur frábærar,“ segir hann en aðeins var um tuttugu manns frá Evrópu og Mið-Aust- urlöndum boðið á ráðstefnuna. Að sögn Páls var ástæða boðsins tví- þætt: Annars vegar vildu menn fá hann til að taka þátt í umræðum og halda fyrirlestur um vinnubrögðin og tæknina sem hann beitir. Hins vegar leggur Google áherslu á virkt tengsla- net og mjög sterka liðsheild. Því er mikilvægt að kollegar víðsvegar að hittist í eigin persónu og styrki þannig tengsl og vináttubönd. Páll segir meiri tíma en hann gerði ráð fyrir hafa farið í umræður um Reykjavík og áhuga Google á að setja höfuðborgina okkar inn á Google Earth. Þennan áhuga fékk hann stað- festan með bréfi nú fyrir helgina. „Þetta kemur ánægjulega á óvart en það eru aðallega stórborgir inni á Go- ogle Earth. Mér var falið að kanna áhuga á samstarfi hér heima og von- andi finnum við flöt á því máli,“ segir Páll. Um eitt hundrað reykvískar bygg- ingar eru komnar inn á Google Earth nú þegar, en kæmi til samstarfs við Google myndi þeim fjölga hratt. Hitti engar vampírur Páll segir kollegana, sem hann hitti á ráðstefnunni, hafa komið sér þægilega á óvart. „Ég reiknaði fastlega með að mæta nördahóp með náföl andlit eins og vampírur,“ segir hann og skellir upp úr. Það var öðru nær. „Þetta var bara ósköp venjulegt fólk, gjarnan með bak- Þar sem hjartað ræður för Ekki er langt síðan Páll Heimir Pálsson byrjaði að „fikta“ við það heima á Kjalarnesi að setja líkön af byggingum í Reykjavík inn á sýndarheimsforritið Google Earth. Nú er hann farinn að sækja alþjóð- legar ráðstefnur með helstu sérfræðingum á þessu sviði, en Google hefur mikinn áhuga á að koma Reykjavík fyrir í þrívídd á Google Earth. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Páll Heimir Pálsson myndlistarmaður er að leggja Reykjavík að fótum sér í sýndarheimum. Sólon tekur sig vel út. Grunnurinn er ljósmynd sem Páll býr til þrívídd utan um. Ráðhús Reykjavíkur er ein af byggingunum sem Páll Heimir hefur sett inn á Google Earth. Þeim sem vilja kynna sér verk Páls á Google Earth er bent á, að nafn hans í netheimum er St. Pall, eða Páll postuli. „Í þessu Google- samfélagi er ég aldrei kallaður annað en Páll postuli. Þegar Reykjavíkurborg fór að hafa samband við mig út af þessum verkefnum svaraði ég Reykjavíkurborg með pósti sem ég kallaði m.a. „Fyrra bréf Páls postula til Reykjavíkurborgar“ og „Síðara bréf Páls postula til Reykjavíkurborgar“. Þetta gerði ég bara til gamans og svona til að auka dramatíkina,“ segir Páll hlæjandi. Páll postuli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.