SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Side 37

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Side 37
4. september 2011 37 Eggert Halldórsson er framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar Þórsness í Stykkishólmi og Þórir bróðir hans er þar verkstjóri. „Við höfum verið mjög samrýndir alla tíð,“ segir Eggert um þá bræður. „Við áttum sjálf- ir útgerð sem við seldum inn í Þórsnes. Við vinnum svona þrjú til fjögur þúsund tonn úr sjó á ári. Erum í saltfiski …“ – Og laxi? „Já, og í laxi,“ svarar hann brosandi. Þeir bræður eru svo sannarlega samhentir í laxveiðinni, eins og í vinnunni. Blaðamaður hefur nokkrum sinnum hitt þá á bökkum Grímsár á liðnum árum, og það er segin saga að þeir veiða meira en aðrir. Eru bæði flinkir og harðduglegir. „Þórir vann við að beita og var líka í veiðileiðsögn á sumrin en svo plataði ég hann ný- verið til að koma til liðs við mig sem verkstjóri,“ segir Eggert. „Eina vandamálið er að nú er erfiðara fyrir okkur að fara saman í veiði, því stundum þarf annar hvor okkar að vera á staðnum. En þannig verður það bara að vera, vinnan gengur fyrir.“ Þórir setur í lax í Oddstaðafljóti meðan við Eggert spjöllum saman, og þegar þeir bræð- ur hafa hjálpast að við að landa, losa fluguna úr laxinum og sleppa honum síðan tekur Eggert að kasta. Ég spyr Þóri þá hvort það sé í föstum skorðum hvernig þeir beri sig að þegar þeir veiða saman. „Já já, það þarf yfirleitt ekki að ræða það mikið,“ svarar hann brosandi. – Veiðið þið alltaf saman? „Yfirleitt, en ég veiði líka nokkuð með kærustunni. Hún er mjög áhugasöm; er að byrja í veiðinni og í raun þegar orðin helsjúk.“ – Er hún þá ekki afbrýðisöm þegar þið bræður farið svo oft að veiða saman? „Jú,“ svarar Þórir að bragði og skellir upp úr. „Það þarf að koma þessu öllu saman, að stunda vinnu, veiða og að auki jafnvel vera við leiðsögn. Ég hef verið leiðsögumaður í Haffjarðará á sumrin en mjög lítið nú í sumar, ekki nema sjö daga. Einhver sumur hef ég verið við leiðsögn í allt að 45 daga. Og að auki hef ég síð- an veitt í 30 daga.“ – Getur ekki verið erfitt fyrir ástríðuveiðimann að standa hjá og horfa dag eftir dag á aðra veiða? „Ekki ef maður er að fylgja góðu fólki, þá veiðir maður á vissan hátt í gegnum það. Svo getur líka verið gefandi að kenna þeim sem eru að byrja; ef það heppnast er það ánægju- legt. Þeir verstu sem maður hittir við leiðsögn eru þeir sem kalla má „besservisserarnir“. Ég er kannski búninn að vera meira og minna allt sumarið við ána og veit hvað er að ger- ast í henni, hvað virkar og hvað ekki; það liggur við að ég viti upp á hár hvar laxinn tekur að morgni. Ef maður lendir í þrasi um slíkt við veiðimenn er ekki alltaf gaman …“ – Ertu alltaf jafnspenntur fyrir því að veiða sjálfur, jafnvel eftir 45 daga í leiðsögn? „Já, það er mesta furða. Í raun með ólíkindum,“ segir Þórir og hlær. „Það gat verið rosaleg veiði“ Þeir bræður fóru snemma að veiða, eins og algengt er hjá krökkum sem alast upp við sjávarsíðuna. „Við veiddum mikið í Selárvallavatni, oft á nóttunni og það gat verið rosaleg veiði. Það voru bara tittir en við fengum stundum yfir hundrað fiska á nóttu. Allt á maðk og flotholt,“ segir Eggert. Varðandi fyrstu reynslu af laxveiði segir Eggert að faðir þeirra bræðra hafi verið einn af leigutökum Bakkár og Gríshólsár í Helgafellssveit, í næsta nágrenni við Hólminn. „Þeir voru nokkrir kallar með ána og þar fengum við okkar fyrstu laxa.“ Eggert segist hins vegar ekki hafa gert mikið af því að veiða sér til skemmtunar úti á sjó. „Stundum höfum við farið á sjóstöng ef það eru gestir, en þá veiðum við bara þorsk. Ég hef einu sinni fengið lúðu á stöng og hún var býsna róleg.“ Eggert hefur stundað Grímsá í 25 sumur og Þórir í 20, og þeir hafa veitt þar í allt að fimm skipti á sumri. En þeir veiða víðar. „Við höfum farið í Vatnsdalinn, Víðidalinn, Hofsá …“ segir Þórir. Eggert bætir við að þeir hafi í gamla daga farið oft í Miðfjarðará og Laxá í Kjós. – Þetta er veiðidella, ekki satt? „Jaa, er það?“ spyr hann á móti og glottir. „Svona er þetta bara.“ Veitt með Eggerti og Þóri Halldórssonum í Grímsá „Við höfum verið mjög samrýndir alla tíð,“ segja þeir Eggert og Þórir. Þeir bræður vinna saman og veiða mikið saman, ekki síst í Grímsá. Hér eru þeir við Gullberastaðastrengi. Morgunblaðið/Einar Falur Bræðurnir verka salt- fisk og veiða lax Morgunblaðið/Einar Falur Þórir heldur laxi sem Eggert landaði í Neðri-Gullberastaðastreng. Veiðimaðurinn losar fluguna áður en honum er rennt aftur út í strauminn. „Það er fullt af fiski hér,“ segir Þórir. Morgunblaðið/Einar Falur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.