SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 40
40 4. september 2011 Ástin er falleg, spennandi, ögrandi, flöktandi og flögrandi. Ástin er límið sem heldur öllu saman. Ástin er dansgólfið þar sem við sleppum okkur lausum í trylltum dansi og gleymum okkur. Ást er ekki það sama og tilfinn- ingasemi og ást er ekki það sama og að vera góð við hvort annað. Ást er loforð þess að vera al- gjörlega til staðar fyrir aðra manneskju, opna sig fyrir henni og virða hana í alla staði. Ástin gef- ur og nærir stund- um, hún tætir og særir. Ástin getur hrætt okkur en um leið glatt okkur svo mikið meira um leið og við ákveðum að bjóða hana velkomna. Galopna fyrir henni dyrnar og bjóða henni að ganga í bæinn. Ástin þarf frjóan jarðveg til að vaxa í og dafna og til að rækta hana þarf tvo til. Það er ekki nóg að annar reyti ill- gresið og hinn setji niður fallegar plöntur. Við verð- um að vera samstiga í garðyrkjunni því aðeins þannig mun ástin blómstra og bera falleg blóm. Setjum blómin síð- an í vasa og njótum þess saman að draga að okkur sætan ilminn. Einmitt þannig virkar ástin. Allt fyrir ástina Lífsstíll É g hef svolítið verið að velta fyrir mér Feng shui-fræðum síðustu daga. Samkvæmt boðorðum þeirra er heimilið mitt hreinasta orkusuga og ég sé að eitthvað verð ég að fara að gera í málunum. Það er auðvelt að fara í hnút yfir mörgu. Stresshnútur hefur t.d. búið í maga mín- um síðustu daga. Hann hefur þau und- arlegu áhrif að einn daginn er maður mega hress en þann næsta eins og slytti. Svo getur maður líka fengið svona ástarhnút. Hann er samt eiginlega ekki hnútur heldur meira svona flækja sem maður fer í þegar maður sér ótrúlega sæta gaurinn sem maður er smá skotinn í. Þriðji hnúturinn er heimilishnúturinn sem ég hef nýlega uppgötvað. Hann tengist því að allt er á rúi og stúi heima hjá manni en maður ætlar að taka til UM LEIÐ og maður hefur tíma. Þegar ég greip niður í Feng shui-fræðin byrjaði ég að svitna. Heimilishnútur er nefnilega ekki æskilegur vilji maður hafa gott flæði á heimilinu. Í fyrsta lagi kemst maður nátttúrlega ekki líkamlega al- mennilega inn á heimilið fyrir skóhrúg- unni í ganginum. En andlegu áhrifin eru verst. Drasl getur nefnilega stíflað orku- stöðvarnar og gert mann latan og ómögu- legan. Það segir sig sjálft að það dregur úr manni að hafa sífellt eitthvað hangandi yf- ir sér. Í þessu tilviki heimilishnútinn sem maður er alveg að fara að leysa úr. En af því að maður fór ekki á skátanámskeið tekur það mann bara smá tíma. Það ku vera mjög vont karma í drasli og það er mikilvægt bæði fyrir sál og líkama að hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig. Ég er farin að hlakka mikið til þess að hafa tíma til að „Feng shua“ heimilið rækilega og gera þann enn meira notalegt fyrir kom- andi haust og vetur. Hva á ekkert að fara að taka til hérna? Nei, ég bara spyr og hef það notalegt hérna í sófanum á meðan þú hamast við tiltektina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Feng shui á hnútinn Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Nú gengur þetta bara ekki lengur og ég verð að fara að gera róttæka tiltekt á heimilinu. Ég vonast til að Feng shui- fræði muni reynast mér þar vel. ’ Þriðji hnúturinn er heimilishnúturinn sem ég hef nýlega uppgötvað. Hann tengist því að allt er á rúi og stúi heima hjá manni. Frábærar bananamúffur í helgarkaffið Helgardagar eru fullkomnir til þess að baka múffur. Þessa uppskrift að banana- og kan- ilmúffum er að finna í The Hummingbird baker cupcakes and muffins bókinni. Einfalt og gott. 350 g hveiti ¾ tsk salt 1½ lyftiduft ½ tsk natrón 2 tsk kanilduft 160 g sykur 375 ml súrmjólk 1 egg ½ tsk. vanilluessens 70 g smjör 400 g stappaðir bananar Aðferð: Hita skal ofninn í 170° og hræra svo öllum hráefnunum saman og blanda eftir kúnst- arinnar reglum. Byrjið á þurrefnunum eingöngu en blandið síðan hinu varlega saman við, fyrir ut- an smjör og banana. Það tvennt fer út í síðast og svo er bara að skella deiginu í falleg muff- insform og sáldra smákanil á toppinn. Bakið múffurnar í um hálftíma, eða þar til þær eru orðnar fallega gullbrúnar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.