SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 45

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 45
4. september 2011 45 P ollýanna Whittier er án efa ein áhrifamesta skáldsagnaper- sóna síðustu aldar þó að menningarvitar vilji eflaust síður samþykkja það og hristi nú höfuðið eftir þessa fullyrðingu. Eleanor H. Porter er höfundur bókarinnar um Pollýönnu og kom hún fyrst út árið 1913. Pollýanna ákvað á unga aldri að gera það að lífsreglu sinni að leika „leikinn“. Leikurinn fólst í því að finna það jákvæða í öllu, jafnvel þó að mótstreymið væri mikið. Þrátt fyrir að vera munaðarlaus og alin upp hjá strangri og ástlausri frænku sinni var hún hamingjusamt barn sem smitaði aðra, jafnvel fúlustu nöld- urseggi, með lífsgleði sinni. Bókin hefur verið talin til stúlkna- bókmennta en hún á ekki síður erindi til drengja jafnt sem fullorðinna og eflaust hefðu fúlir nöldurseggir afar gott af því að lesa hana nokkrum sinnum. Í dag er það svo að gerist maður sekur um að vera uppfullur af bjartsýni og jákvæðni er sá hinn sami gjarnan álitinn einfaldur. En hvers vegna í ósköpunum tengjum við neikvæðni og niðurrif við mikla greind og öfugt? Ef út í það er farið er í raun miklu auðveldara að vera svart- sýnn, neikvæður og fúll alla daga. Lífið er einfaldlega þannig að það býður upp á ógrynni af hindrunum, það eina sem við vitum er að þær eru misháar, en aldrei munum við hætta að mæta þeim. Það þarf því ákveðna fyrirhöfn til að nálgast þessar hindranir glaður og sjá það góða sem þær leiða af sér. Maður fer ómeðvitað að einblína á það jákvæða í kringum sig eftir lestur á Pollýönnu. Hún er vinkonan sem maður vill eiga og stelpan sem maður vildi að maður hefði verið. Pollýanna er c-vítamín hugans. Smitum nöldur- seggi af jákvæðni ’ Í dag er það svo að gerist maður sekur um að vera upp- fullur af bjart- sýni og jákvæðni er sá hinn sami gjarnan álitinn einfaldur. Orðanna hljóðan Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is P hilippe Claudel, höfundur Rannsókn- arinnar, er franskur rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir bækur sínar, en sumum verka hans hefur verið líkt við verk eins af höfuðrithöfundum 20. aldar, Franz Kafka. Áður hefur komið út á íslensku þýðing á bók hans, Út úr þokunni. Í kynningu á bókarkápu segir að bókin Rannsóknin fjalli um mann sem komi í lítið þorp og honum hafi verið falið það verkefni að rannsaka sjálfs- morðsbylgju sem þar hefur gengið yfir. Þetta kann að hljóma sem upphaf að góðri glæpasögu, en Rann- sóknin er alls ekki hefðbundin glæpasaga. Höf- undurinn gerir í því að koma lesandanum á óvart. Þetta kann að virka áhugavert í upphafi en þegar líður á söguna hættir lesandinn að vera hissa og söguþráðurinn verður næsta fyrirsjáanlegur. Söguefni bókarinnar er heimsósómi, eins og vald alþjóðlegra stórfyrirtækja og hvað gerist ef menn fylgja línunni í blindni. Allar persónur í bókinni eru næsta ópersónulegar og enginn er nefndur með nafni. Sögupersónurnar eru Rann- sóknarmaðurinn (hefði Rannsakandinn ekki verið betra orð?), Þjónninn, Lögreglumaðurinn, Yf- irmaðurinn, Stofnandinn o.s.frv. Claudel ætlar sér með bókinni að ýta við fólki og vekja spurningar. Það má gera ráð fyrir að þeir sem lesa þessa bók verði annaðhvort stórhrifnir eða pirraðir. Bókin náði ekki að hrífa mig, en það er hugsanlega einfaldlega vegna þess að heims- endaspár og heimsósómi höfða ekki til mín. Heimurinn er vissulega ekki fullkominn og ým- islegt hefur þróast á verri veg, en almennt er líf okkar mun betra í dag en það var fyrir 50 eða 100 árum. Egill Ólafsson egol@mbl.is Heimsendaspár og heimsósómabókmenntir Bækur Rannsóknin bbnnn Eftir Philippe Claudel. Bjartur gefur út.191 bls. kilja. Franski rithöfundurinn Philippe Claudel. LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SUNNDUDAGSLEIÐSÖGN 4. SEPT. KL. 14 um báðar sýningar safnsins Sigríður Melrós Ólafsdóttir deildarstjóri sýningadeildar NÆST SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Dúkka. Valgerður Guðlaugsdóttir. 1. sept. – 16. okt. Óvættir og aðrar vættir. Grafík. 1. sept.- 16. okt. Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Rauðir gúmmískór og John Útskornir kistlar Stoppað í fat Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Í bili stendur til 23. október Verk úr safneign stendur til 25. september Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Farandsýning Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504 FIMMTÍU GÓÐÆRI 6. ágúst til 11. september 2011 Sýning á verkum úr safninu eftir 65 listamenn. Sýningarstjórn: Kristín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir. Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is LISTASAFN ASÍ

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.