SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 2

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 2
2 30. október 2011 Við mælum með 4.- 6. nóvember Icelandic Fitness and Health Expo er íþróttahátíð og vöru- sýning í Hörpunni. Evrópu- meistaramót WBFF í fitness og vaxtarrækt þar sem margir flottustu kroppar Evrópu mæta til leiks. Sérstakir gestir verða margfaldir heimsmeist- arar í fitness, Emily Stirling og Diana Chaloux ásamt Micah Lacerte. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hreysti í Hörpunni 4-8 Í spegli vikunnar Mannkyni fjölgar sem aldrei fyrr, Southampton á blússandi siglingu í ensku knattspyrnunni og óvinur Vesturlanda. 14 Andlega skyldar Leikkonurnar Sigrún Edda og Ilmur leika nú mæðgur í annað sinn. Fyrst í Fólkinu í kjallaranum, nú í Kirsuberjagarðinum. 28 Hugurinn er töfrahirsla Guðmundur Andri Thorsson sendir frá sér nýja bók, Valeyrarvalsinn. Hann segir frá bókinni og talar um skriftir og stíl. 34 Einingartákn og merkisberi … Í dag eru 70 ár liðin frá andláti Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta alþing- ismanns Íslendinga úr hópi kvenna. Er við hæfi að minnast hennar enda er hún í hópi merkustu Íslendinga síðustu aldar. 38 Bacon blessar nýju Footloose Búið er að endurgera kvikmyndina Footloose en Kevin Bacon varð frægur fyrir dansspor sín í upphaflegu myndinni 40 Glyðruleg grasker Margir kætast þessa helgina og klæða sig upp að hrekkjavökusið. Nú er rétti tíminn til að skera út ógnandi andlit í grasker og borða nammi. Lesbók 42 Skrifin tóku mjög mikið á … Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Jójó. Segir hún einn helsta drifkraft þess að hún skrifaði bókina vera reiði og frústrasjón yfir því hvernig farið er með börn. 44 Drykkfelldur og úfinn snillingur Charles Bukowski hefur sent frá sér skáldsöguna Hollywood. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson í Kattholti Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. 32 13 Augnablikið Ó hætt er að segja að umræðurnar hafi verið með líflegasta móti á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Hörpu á fimmtudag. Að minnsta kosti að teknu tilliti til fjármálakrepp- unnar í Evrópu, því enn á eftir að leysa úr tröll- auknum vandamálum evrusvæðisins, sem mark- ast af greiðsluþroti Grikklands og mikilli skuldsetningu aðildarríkjanna. En nú var tilefnið að ræða um Ísland. Það voru margir mættir til að hlýða á erlenda gesti ráðstefnunnar, enda lagt upp með það af hálfu skipuleggjenda að heyra hvaða augum er- lendir sérfræðingar litu samstarf Íslands og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og hvernig til hefði tekist. Almennt voru sérfræðingarnir, þar á meðal tveir nóbelsverðlaunahafar, á því að farsælt hefði verið að „samfélagsvæða“ ekki gríðarlegar skuldir bankanna, enda hefði það orðið þjóðinni ofviða. Þetta var „lykilákvörðunin“ í öllu ferlinu, sagði hagfræðingurinn Martin Wolf, einn virtasti við- skiptablaðamaður heims, sem er með fastan dálk í Financial Times. Hann sagðist hafa hrifist af því í upphafsræð- unum er upplýst var að ríkisstjórn Íslands hefði sett sér að bankaáhættan yrði ekki „samfélags- vædd að fullu“, heldur yrði ríkissjóður verndaður fyrir bönkunum: „Ég lít á það sjónarmið sem það allra mikilvæg- asta í efnahagsstjórn á okkar dögum, því ef þú verndar ekki ríkissjóð fyrir bönkunum, þá ertu búinn að vera. Svo ég held það hafi verið ótrúlega dásamlega snjallt. Og mjög fáar aðrar ríkisstjórnir höfðu nægt hugmyndaflug til að átta sig á þessu.“ Eins og við mátti búast fór ekki hjá því að rík- isstjórnin hreykti sér af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi í samanburði við ríki evrusvæð- isins, þó að hún hefði á ferilskránni að draga fyrir landsdóm manninn sem hafði frumkvæði að neyðarlögunum, sem höfðu mest um það að segja að bankaáhættan var ekki „samfélagsvædd“ og voru síðan staðfest á föstudag fyrir íslenskum dómstólum. Það sem var dásamlegast við ráðstefnuna var hinsvegar að ekki höfðu allir jafnmikinn áhuga á orðum erlendu fræðimannanna, þó að gert hefði verið mikið úr komu þeirra. Þannig leið langur tími áður en nóbelsverðlaunahafinn Paul Krug- man komst að í pallborði með Gylfa Zoëga hag- fræðingi og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þar voru raunar líka Nemat Shafik frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, Simon Johnson frá MIT og téð- ur Martin Wolf stýrði umræðum. En einkum vakti aðdáun framganga Gylfa, sem hélt uppi vörnum fyrir þann vilja ríkisstjórnar- innar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og í kjölfarið að kasta krónunni fyrir evru. Svo mjög kvað að Gylfa að þegar Martin Wolf varaði Íslend- inga við því að ganga í Evrópusambandið í loka- orðunum, þá greip Gylfi orðið til að andmæla. „En þetta eru lokaorðin! Þetta leyfist ekki,“ sagði Wolf góðlátlega áður en hann hleypti honum að – og ekki laust við að gætti undrunar í rómnum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Íslendingarnir létu ekki sitt eftir liggja í pallborðsumræðunum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Ótrúlega dásamlega snjallt“ Hér má sjá söngkonuna Lady Gaga drekka te með hæverskum hætti á Indlandi en myndin er tekin á blaðamanna- fundi í Nýju-Delhi. Poppstjarnan er stödd þar um helgina til að taka þátt í hátíð- arhöldunum í kringum fyrsta Formúlu 1- kappakstur landsins. Lafðin lítur út eins og hefðarmær með uppsett hárið en hefð- bundnar hefðarmeyjar eru reyndar ekki með litað hár, allavega ekki í þessum litbrigðum. Ekki er ólíklegt að söngkonan skelli sér á eina Bollywood-mynd en hún er mjög hrifin af þeirri tegund mynda. Veröld Reuters Lafðin á Indlandi 3. nóvemberHljómsveitin Sálgæslan heldur tónleika í Salnum kl. 20:30. Hljómsveitin sendi ný- verið frá sér geisladiskinn Dauði og djöfull þar sem söngvararnir Andrea Gylfadóttir og Stefán Hilmarsson syngja lög Sigurðar Flosasonar við texta eftir hann og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Hreinsun Þjóðleikhúsið hefur frumsýnt Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Hreinsun er meðal umtöluðustu skáldverka undanfarin ár. Leik- ritið var frumflutt í finnska Þjóðleikhúsinu árið 2007 og í kjölfarið skrifaði höfundurinn skáldsöguna.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.