SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 6
6 30. október 2011
Southampton hefur aldrei orðið
enskur meistari í knattspyrnu en
hafnaði í 2. sæti mótsins 1983-
84. Þá vann félagið enska bik-
arinn 1976 eftir frækinn sigur á
Manchester United. Sigurmarkið
gerði Bobby gamli Stokes.
Margir tóku ástfóstri við Dýr-
lingana í upphafi níunda áratug-
arins þegar Kevin Keegan lék
með liðinu ásamt Mike Channon,
sem er markahæsti leikmaður
Southampton, David Armstrong,
Steve Moran, Steve Williams,
Mark Wright, Ivan Golac og fleir-
um. Þóttu þeir leika knattspyrnu
af hugmyndaauðgi og innlifun.
Seinna á níunda áratugnum
gerðu Wallace-bræðurnir garðinn
frægan hjá Southampton, einkum
Danny, sem rétt losaði 1.60
metra og Rod, sem var tröll við
hlið hans, 1.70 metrar á hæð.
Ray, tvíburabróðir Rods, náði líka
nokkrum leikjum en stóð bræðr-
um sínum hvergi nærri á sporði.
Ástsælasti leikmaður South-
ampton er þó án efa ólíkindatólið
Matthew Le Tissier, einn
skemmtilegasti sparkandinn í
Englandssögunni. Þá stóð Peter
Shilton um tíma milli stanganna
hjá Southampton og Alan Shearer
hóf þar feril sinn. Það gerði líka
Alex Oxlade-Chamberlain, sem
gekk milli bols og höfuðs á Joll-
ungunum okkar um daginn.
Þar sem undrin una sér vel
Goðsögnin Kevin Keegan. Óborganlegur, Matthew Le Tissier.
H
ið fornfræga félag Southampton hefur
farið mikinn á þessu hausti og situr
makindalega á toppi b-deildar ensku
knattspyrnunnar með þriggja stiga
forskot á næsta lið, West Ham United, þegar flaut-
að verður til leikja helgarinnar. Kemur þetta gengi
mörgum sparkspekingnum í opna skjöldu en Dýr-
lingarnir, eins og þeir eru gjarnan nefndir, léku í
c-deildinni á liðinni leiktíð. Ekki nóg með það,
einungis er hálft þriðja ár síðan félagið fór í
greiðslustöðvun og minnstu munaði að það yrði
hreinlega lagt niður.
Undanfarinn áratugur hefur verið mikil rússí-
banareið fyrir stuðningsmenn Southampton. Vor-
ið 2003 lék liðið til úrslita um enska bikarinn (laut
í lægra haldi fyrir Arsenal) og lauk keppni í átt-
unda sæti úrvalsdeildarinnar. Þá tók gengið að
síga. Veturinn 2004-05 var ákaflega erfiður og um
vorið féll Southampton úr úrvalsdeildinni eftir 27
ára samfellda veru meðal hinna bestu.
Á ýmsu gekk í b-deildinni, þar sem Dýrling-
arnir dvöldust næstu fjögur árin, og mögulega
vakti félagið á þeim tíma mesta athygli fyrir að
hafa fóstrað tvo af umtöluðustu ungu leikmönn-
unum í Englandi, Theo Walcott, sem Arsenal
keypti dýrum dómum 2006, og Gareth Bale, sem
gekk til liðs við Tottenham Hotspur ári síðar.
Gengið var skrykkjótt og örla fór á erfiðleikum í
rekstri félagsins. Illa gekk að útvega nýtt hlutafé
en ýmsir auðkýfingar voru orðaðir við félagið,
þeirra á meðal Íslandsvinurinn Paul Allen, stofn-
andi Microsoft.
Haustið 2007 var ljóst að Southampton rambaði
á barmi greiðslustöðvunar. Sviptingar héldu
áfram á vettvangi stjórnarinnar og markvisst var
dregið úr kostnaði til að halda félaginu á floti,
leikmenn meðal annars seldir og lánaðir út um
allar trissur. Allt kom fyrir ekki, vorið 2009 fór
Southampton í greiðslustöðvun.
Til að bíta höfuðið af skömminni féll liðið í c-
deildina, þar sem það mátti sætta sig við að hírast í
fyrsta skipti í hálfa öld. Hafi það ekki verið nægi-
legt áfall var Southampton gert að hefja leik með
10 stig í mínus vegna greiðslustöðvunarinnar.
Staðan var á allan hátt ömurleg, félagið gat ekki
staðið skil á launagreiðslum og starfsmenn voru
beðnir að vinna kauplaust þar til lausn var fundin.
Ljóst var að nýir eigendur urðu að koma að félag-
inu ætti ekki að leggja það niður. Brúnin lyftist
loks á stuðningsmönnunum þegar skýrt var frá
því að Matthew Le Tissier, einn dáðasti leikmaður
félagsins frá upphafi, hefði safnað um sig hópi
fjárfesta í því augnamiði að reisa Southampton úr
öskustónni. Þau áform runnu á hinn bóginn út í
sandinn.
Eigandinn lést úr hjartaslagi
Inn á sviðið steig í staðinn Markus Liebherr, sviss-
neskur kaupsýslumaður, og bjargaði félaginu frá
því að leysast upp í frumeindir sínar. Stuðnings-
mennirnir voru uggandi í fyrstu en Liebherr sýndi
frá fyrstu mínútu að honum var alvara með yfir-
tökunni, á fyrstu sex mánuðunum varði hann 3
milljónum sterlingspunda til leikmannakaupa.
Ekki stór upphæð í úrvalsdeildarsamhengi en
samt meira en nokkuð annað félag í c-deildinni
hafði svigrúm til á sama tímabili.
Land tók að rísa á ný enda þótt brekkan væri of
brött til að snúa strax aftur í b-deildina. Það gerði
Southampton hins vegar með bravör síðastliðið
vor og hefur engin áform um að horfa um öxl.
Heiðruðu menn með þeim hætti minningu eig-
andans en Markus Liebherr lést af völdum hjarta-
slags í ágúst í fyrra. Félagið þarf þó ekki að kvíða
framtíðinni en kyrfilega var búið um alla hnúta
varðandi reksturinn. Southampton er nú í eigu
dánarbús Liebherrs og stýrt af viðskiptafélaga
hans, Ítalanum Nicola Cortese.
Bjart er yfir suðurströndinni þessa dagana en
Southampton hefur ekki byrjað betur í 75 ár.
Heimavöllurinn er lykillinn að góðu gengi en liðið
hefur unnið hvorki fleiri né færri en þrettán leiki í
röð á St. Mary’s. Síðasta félagið til að fara þaðan
með sigur var Manchester United í bikarnum.
Dýrlingarnir rísa
upp frá dauðum
Southampton siglir aftur
seglum þöndum eftir fúlviðri
Sóknarmiðvellingurinn Adam Lallana er í miklum metum á St. Mary’s.
PA Wire/Press Association Images
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Skipt hefur verið um knatt-
spyrnustjóra eins og sokka á
St. Mary’s en undanfarinn
áratug hafa hvorki fleiri né
færri en þrettán menn spreytt
sig á starfinu. Þeirra á meðal
Harry Redknapp, George Bur-
ley, Nigel Pearson og Alan
Pardew. Nigel Adkins stýrir
Southampton nú með þess-
um líka prýðilega árangri – all-
tént enn sem komið er.
Tíð stjóraskipti
Stjórinn: Nigel Adkins.
holabok.is/holar@holabok.is
Glæsilegt
ættfræðirit.
Ómissandi fyrir
þá sem eru af
Engeyjarætt
sem og áhuga-
menn um ætt-
fræði og þjóð-
legan fróðleik.
ENGEYJARÆTT