SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 11

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 11
30. október 2011 11 S pennan var að magnast hjá ís- lensku Icesave-nefndinni sem búin var að koma sér fyrir í utan- ríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg. Nú var komið að lokasprettinum í við- ræðunum, en um leið var ýmislegt að kvisast út. Er mögulegt að samningur sé að fæðast? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokks- ins, hafði látið málið mikið til sín taka og var af sumum sagður vera með það á heilanum. Hann ákveður að láta slag standa og efnir til óundirbúinnar fyrirspurnar á Alþingi seinni hluta dags 3. júní 2009. Sigmundur spyr fjármálaráðherra um stöðu mála í viðræðum við bresk stjórnvöld vegna Ice- save-reikninganna og „hvort rétt sé að til standi að undirrita einhvers konar sam- komulag við bresk stjórnvöld jafnvel á morgun og ef ekki á morgun, hvenær þá og hvað í slíku samkomulagi felist eða hvað ráðherrann gerir ráð fyrir að í því muni felast?“ Óhætt er að segja að svar Steingríms J. Sigfússonar hafi komið á óvart, en af því mátti helst ráða að ekkert væri í gangi og allt væri að gerast hægar en vænst var. „Ég held að ég geti full- vissað háttvirtan þingmann um að það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga og áður en til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanrík- ismálanefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu þessara mála. Staða málsins er sú að það eru könnunarviðræður eða könn- unarþreifingar í gangi.“ Erfitt er að dæma um hvort fjár- málaráðherrann var svona illa upplýstur um málið eða kaus að haga orðum sínum gegn betri vitund. Líklega hefur hann ekki séð fyrir þau óvæntu skil sem urðu í málinu daginn eftir. Þennan dag, 4. júní 2009, var þingmönnum gerð grein fyrir stöðu viðræðnanna í trúnaði, en rík- isstjórnin samþykkti þá fyrir sitt leyti daginn eftir. Hvað hafði gerst? Af hverju komst málið allt í einu á skrið? Embætt- ismennirnir í samninganefndinni höfðu ekki verið hafðir með í ráðum. Eins og áð- ur var það vaxtaprósentan sem stóð hvað mest í mönnum en það vandamál leystist skyndilega. Fimmtudaginn 4. júní hafði Svavar Gestsson ákveðið að draga þá Joh- an Barnard og Gary Roberts með sér út í garðinn bakatil við utanríkisráðuneytið. Indriði H. Þorláksson var með í för. Hvort sem það var vorsólin í Reykjavík eða bara þreyta á málinu ákváðu Johan og Gary að spila út trompi sínu. Þeir buðust til að lækka vaxtaprósentuna úr 6,70% niður í 5,55%. Það sem meira var, „draugurinn“ frá 11. október 2008, eins og fjár- málaráðherrann kallaði minnisblaðið (viljayfirlýsinguna) um 6,7% vextina, var kveðinn niður. Þennan fimmtudag hafði þessu minnisblaði í síðasta sinn verið veifað framan í íslensku samninganefnd- ina. Þetta var stundin sem Svavar Gests- son og Steingrímur J. Sigfússon höfðu beðið eftir. Nú hefðu þeir einhverju til að flagga. Í viðtali við Morgunblaðið þremur mánuðum síðar, 6. september 2009, út- skýrir Steingrímur í raun hvernig hann sá málið. „Það eru bara óraunhæfar kröfur að ætlast til þess að komið sé heim með lítinn og sætan samning, þegar verið er að leysa stórt og vont mál. Það þýðir ekkert að rembast við að reyna að gera þá að sökudólgunum í þessu máli, sem voru að reyna að leysa það.“ En á sama tíma voru fornir fjendur Steingríms J. Sigfússonar í bandaríska sendiráðinu að skrifa skýrslu um frammi- stöðu hans og líklega hefði hann á ein- hverjum tíma furðað sig á þeirri umsögn sem hann fékk þar: „Sumum til undrunar er [Steingrímur J.] Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráð- herra,“ segir í skýrslu Neils Klopfenstein, sendiráðunautar, frá 4. júní 2009. Daginn áður átti Klopfenstein fund með fjár- málaráðherra en það var sama dag og Steingrímur hafði gefið Alþingi skýrslu sína um að lítilla tíðinda væri að vænta í Icesave-málinu. Á fundinum með Klop- fenstein ræddi hann stöðu ýmissa lyk- ilmála á Íslandi en upplýsingar um þetta urðu opinberar í miklum skýrsluleka frá bandarískum yfirvöldum sem WikiLeaks skipulagði í lok árs 2010. Fram kemur að bandarísku sendiráðsstarfsmennirnir ef- uðust á þessum tíma um túlkun Stein- gríms á framgangi viðræðna um Icesave. Þannig hefði breski sendiherrann dregið upp mun dekkri mynd af þeim í sam- tölum. Hann segði meðal annars að Ís- lendingar hefðu uppi barnalegar áætlanir um endurgreiðslu Icesave. Steingrímur sagði hins vegar að Bretar sendu misvís- andi skilaboð á meðan viðræður við Hol- lendinga gengju betur. Það hlýtur einnig að vekja athygli við lestur minnisblaðsins, að svo virðist að þessi bandaríski útsend- ari njóti meiri trúnaðar Steingríms J. Sig- fússonar en sjálft Alþingi Íslendinga sama dag! Á því kunna hins vegar að vera aðrar skýringar. Í viðtali sem birtist við Klop- fenstein í Morgunblaðinu árið 2007 kom fram að hann hafði dvalið sem skiptinemi á æskuheimili Steingríms í Þistilfirði árið 1974. Um líkt leyti dvaldist Steingrímur á Nýja-Sjálandi, en þeir höfðu þó hist. Er ekki að efa að þetta atriði hefur haft áhrif á samskipti þeirra síðar. Víkjum sögunni aftur að viðræðunum í utanríkisráðuneytinu. Aðrir í íslensku samninganefndinni fundu breytinguna þegar fjórmenningarnir komu inn aftur og allt var sett á fullt við að ljúka smíði samningsins og lesa hann yfir. Vissulega voru menn undrandi á þessu og höfðu efasemdir, en Svavar Gestsson var ein- beittur og lengra yrði ekki komist. Það var hans persónulega mat að með þessu væri samningurinn orðin ásættanlegur. Samtöl við fjármálaráðherrann studdu það mat hans. En ljóst var að föstudag- urinn 5. júní 2009 yrði annasamur og að málið myndi ekki renna átakalaust í gegnum þingið. Klukkan hálfníu um morguninn var fundur með fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Hún fékk ekki langan tíma til að átta sig á málinu því að ríkisstjórnin hafði verið boðuð til fundar klukkan níu. Á þeim fundi lýsti Ögmund- ur Jónasson yfir eindreginni andstöðu við samninginn og Árni Páll Árnason við- skiptaráðherra sagðist líka hafa ákveðnar efasemdir. Foringjunum tókst að róa Árna Pál, en Ögmundur var einbeittur í afstöðu sinni. Hann lýsti skoðunum sínum og málið var enn í lausu lofti þegar þing- flokksfundir hófust klukkan 11. Þar op- inberaðist að Ögmundur var ekki einn í afstöðu sinni og smám saman fór að renna upp fyrir stjórnarforystunni að hugs- anlega hefði stjórnin ekki meirihluta í málinu. Á hádegi var aftur boðað til fund- ar í Stjórnarráðshúsinu og þar gerðu þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra lokatilraun til þess að breyta afstöðu Ögmundar. Hann lét sig ekki og gerði um leið alvarlegar at- hugasemdir við hraða málsins og þá laun- ung sem honum hafði þótt vera yfir því. Hún birtist meðal annars í því að þing- flokksformenn stjórnarandstöðunnar höfðu verið beðnir að skila þeim kynn- ingarblöðum sem þeir höfðu fengið um málið. Það létti ekki skap þeirra Jóhönnu og Steingríms þegar Ögmundur minnti þau á að ný ríkisstjórn hefði átt að snúast um ný vinnubrögð, meðal annars aukið gagnsæi. Þegar kom að undirritun samningsins síðdegis á föstudeginum datt andlitið af íslensku embættismönnunum. Sumir þeirra voru enn að átta sig á hlutunum en enginn upplifði þetta sem ánægjulega stund. Eigi að síður var undirritunin gerð að notalegri athöfn að diplómatískum hætti. Þegar samningurinn hafði verið undirritaður bað aðalsamningamaður Ís- lendinga, Svavar Gestsson, um orðið og mælti nokkur vinsamleg orð. Þakkaði hann fyrir sig og afhenti síðan hinum er- lendu samningamönnum litlar gjafir. „Það var eins og þetta væru einhverjir saklausir túristar en ekki harðsvíraðir samningamenn sem höfðu ekki skirrst við að beita öllum meðölum við samn- ingagerðina. Og eftir sátum við með samning sem við kviðum fyrir því að rýna ofan í,“ sagði einn viðstaddra eftir á. Embættismennirnir voru fullir efasemda og sumum fannst eins og þeir hefðu geng- ið frá skelfilegum samningi, sem jafnvel jaðraði við landráð. Þeir töldu sig hins vegar hafa lítið svigrúm til að hafa áhrif á málið, hvað þá að mótmæla samningnum. Þeir óttuðust um feril sinn og hugsanlega hafa þeir haft í huga erfitt atvinnuástand utan veggja stjórnsýslunnar. Staðreyndin var sú að öðrum nefndarmönnum fannst nóg um hve kumpánlegir þeir Indriði H. Þorláksson og Svavar Gestsson voru orðnir við útlendingana í lok viðræðn- anna. Sérstaklega kom þeim undarlega fyrir sjónir sá siður Indriða að leitast eftir því að fara út að borða á kvöldin með við- semjendum sínum. Erlendu samninga- nefndarmennirnir voru ánægðir með samninginn og göntuðust með það sín í milli að þeir væru að flýta sér. Þeir ættu pantað borð á Hótel Holti. Eins og saklausir túristar Bókin „Icesave-samn- ingarnir – afleikur aldarinnar?“ kemur út um miðjan nóvember á vegum Almenna bóka- félagsins. Höfundur er Sigurður Már Jónsson, blaðamaður og fyrr- verandi ritstjóri Við- skiptablaðsins. Hann tók viðtöl við hátt í 50 manns við smíð henn- ar og birtist hér kafli úr bókinni. Sigurður Már Jónsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.