SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 12
12 30. október 2011
Mánudagur
Bryndís Björgvinsdóttir Fyrirmynd
allra landsmanna,
Vigdís Finnboga-
dóttir, keypti Fluguna
í bókabúð um daginn
og fékk hana áritaða
– hef aldrei verið jafn-
hrædd um að gera stafsetning-
arvillu: Fokk, hvernig skrifar maður
aftur Vigdís?
Lára Björg Björns-
dóttir er á leið í jóga
á morgun í fyrsta
skiptið á ævinni. Ein-
hvers staðar í heim-
inum mun kvikna í McDonalds á
meðan.
Þriðjudagur
Bragi Valdimar
Skúlason Hvers
vegna í djúpfrystum
dauðanum er eng-
inn feisbúkkleikur
þar sem hægt er að vinna apa?
Ragnhildur Þórð-
ardóttir „Það er að-
eins ein manneskja
sem tekur djúpar
beygjur, er ljót í
framan og urrar á meðan, og það
er hún frænka mín Ragga nagli.“
Fésbók
vikunnar flett
Það vakti gríðarlega athygli víða
um heim þegar spurðist að IBM
hygðist draga sig út úr tölvufram-
leiðslu fyrir sjö árum, enda hafði fyr-
irtæki verið áberandi á því sviði ár-
um saman. Helsta djásnið var
ThinkPad-fartölvulínan, sem þóttu
einkar vel heppnaðar vélar, vel
hannaðar og traustar, enda mátti
nánast reka niður tjaldhæla með
vélunum þó að þær þættu sjálfsagt
klunnalegar í dag.
Fáir þekktu fyrirtækið sem keypti
framleiðsluréttinn á ThinkPad tölv-
unum, Lenovo, en tölvugrúskarar
þekktu það reyndar undir öðru
nafni, Legend, en svo hét það í það
minnsta lengi vel. Lenovo er ekkert
smáfyrirtæki, var helsta tölvufyr-
irtæki Kínverja þegar það keypti
ThinkPad og hefur sótt enn í sig
veðrið, er nú næsta stærsti tölvu-
framleiðandi heims, kemur næst
HP.
Lenovo framleiðir einnig IdeaPad-
tölvur, en þær byggjast á eigin þró-
unarvinnu, en ekki hugmyndum frá
IBM. Af öðru má nefna að Lenovo er
með spjaltölvu í smíðum sem heita
mun LePad og einnig snjallsímann
LePhone, sem er seldur í Kína sem
stendur og væntanlega víðar síðar.
Boddíið á vélinni er með
stamri gúmmíhúð, allir fletir
húðaðir, bæði til að verja
hana fyrir hnjaski og eins til
að betra sé að sýsla með
hana; það er engin hætta á
að hún renni úr höndunum á
manni. Hliðarnar eru líka
hreinlegri og meira að segja
undir vélinni; allt stílhreint
og vel sniðið. Tengi fyrir
netsnúru, sameiginlegt eSATA og tvö USB-tengi til
, DisplayPort, HDMI, og rauf fyrir SIM-kort (loks-
ins!).
Allir sem fást við texta þekkja það hvað lyklaborðið
skiptir miklu máli. Í þeim efni hafa ThinkPad-
fartölvurnar haft algera yfirburði. Lyklaborðið á
þessari vél en engin undantekning, frábært að
skrifa á það að öllu leyti. Það er líka einfaldað og
lyklar sem enginn notaði nokkurn tímann eru horfnir
en til hliðar við lyklaborðið eru hnappar til að hækka
og lækka og hljóðnemastýring.
Þunn og þróttmikil
Þótt það eigi í sjálfu sér að vera aukaatriði, eða svo gott sem, þá vekur fátt
meiri hrifningu en þunnar fartölvur og því meiri sem þær eru þynnri. Þeir sem
sjá nýju Lenovo ThinkPad X1 reka líka upp undrunaróp, eða það er að
minnsta kosti mín reynsla.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Lenovo
Kínverskur
risi í sókn
Skjárinn er gríðarbjartur og skemmtilegur,
en óneitanlega nokkur glampahætta. Þar
ræður mestu að í skjánum er sérstyrkt gler,
svokallað Gorilla Glass, sem fátt bítur á. Í
vélinni er innbyggð Intel-skjástýring, HD
3000, sem dugir vel í flesta vinnslu, en ekki
vel í þunga grafíkvinnslu eða hágrafíkleiki.
ThinkPad eru fínar fartölvur og
hafa verið alla tíð, traustar og
meðfærilegar klassavélar, en
vissulega ekki þær ódýrustu. X1
sker sig ekki úr hvað það varðar
þó hún sé heldur nútímalegri en
síðasta gerð af ThinkPad sem
ég hef skoðað. Hún er ekki
nema 1,65 cm að þykkt sam-
anbrotin, 33,7 cm á breidd og
23,1 cm á hæð og ekki nema ríf-
lega hálft annað kíló að þyngd.