SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 13

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 13
30. október 2011 13 V ersace er nýjasta tísku- húsið til að taka höndum saman við hina vinsælu sænsku fatakeðju H&M. Litagleði og mynstur að hætti Ver- sace verða allsráðandi en Donatella Versace, listrænn stjórnandi þessa ítalska tískuhúss, leitaði til fortíðar í hugmyndavinnunni. Tilgangurinn var að koma kjarna Versace til nýrra viðskiptavina í gegnum H&M. Áhersla er á kjóla í kvenfata- línunni, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Herrafatnaður verður líka til sölu og ennfremur heim- ilisvörur en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert í samstarfi vinsælu fatakeðjunnar og topphönnuða. Samstarf H&M við fræga hönnuði hófst árið 2004 en þá var enginn annar en Karl Lagerfeld við stjórn- völinn en í kjölfarið fylgdu hönn- uðir á borð við Stellu McCartney, Viktor & Rolf og Soniu Rykiel. Línan kemur í um 300 H&M- verslanir víðs vegar um heiminn og á netið fimmtudaginn 17. nóv- ember. „Línan fyrir H&M inni- heldur kjarnann af Ver- sace,“ segir Donatella Versace í fréttatilkynn- ingu. Hún segir línuna hafa allt það þekktasta frá tískuhúsinu eins og litrík munstur og djörf snið. „Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þessi stóri hópur sem verslar hjá H&M á eftir að gera fötin að sínum,“ segir hún og tekur Marg- areta van den Bosch, listrænn ráðgjafi H&M, undir þetta. „Línan er uppfull af fötum sem eru áberandi, með skörpum litum, munstrum og sniðum. Kvenfatalínan er klæðileg og mikið um kjóla en her- rafatalínan er fáguð,“ segir van den Bosch. Samkvæmt venju Versace er glamúrinn skrúfaður í botn með þessum sterku litum, stuttu kjólum og glitsteinum. Svo má ekki gleyma leðrinu sem er jafnan áberandi hjá Versace. Líka verða í boði margir auka- hlutir, skór, töskur og fleira, og víst að fötin verða rif- in út í nóv- ember. Svartur og þröngur leðurkjóll, sem er aðeins fyrir mestu rokkpæjurnar. Ítalskur glamúr að hætti Versace, buxurnar eru mjög þröngar og hælarnir háir. Fjórir mismunandi litríkir og lokkandikjólar úr nýju fatalínunni. Þessi mynd var tekin fyrir auglýs- ingaherferðina. Glamúrinn skrúfaður í botn Líflegt og litríkt eru lykilorðin í nýrri línu, sem ítalska tískuhúsið Versace hefur hannað í samstarfi við sænsku fatakeðj- una H&M. Vörurnar koma í verslanir 17. nóvember. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það eru líka svört föt í línunni þó þau séu langt frá því að vera venjuleg. Margareta van den Bosch stjóri hjá H&M ásamt Donatellu Versace. Ljósmyndir/H&M

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.