SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 14
14 30. október 2011 viljandi. Lífið fer bara stundum aðrar leiðir en mann langar til.“ Manneskjan alltaf eins í grunninn Fáið þið eitthvað að segja um uppsetn- ingu sýninganna sem þið takið þátt í eða er þetta allt leikstjórinn? Ilmur: „Já, við fáum það eins og allir leikarar gera. Við erum listamenn“ (hlær). Sigrún Edda: „Það er búið að vera mjög skapandi andrúmsloft í þessari uppsetn- ingu og því hafa allir haft tækifæri til að leggja sitt í púkk til að gera sýninguna betri.“ Ilmur: „Já, vinnan að baki þessari sýn- ingu er búin að vera mjög ástríðufull. Maður elskar þessar persónur.“ En finnst ykkur þessar persónur eiga einhverja samleið með okkur í nútím- anum? Ilmur: „Já, það er kannski snilldin við Tsjekhov að hann skrifar um manneskj- una sem breytist aldrei í grunninn. Verkið á svo sannarlega ennþá við í dag því breyskleiki mannsins hefur örugg- lega ekkert breyst í mörg þúsund ár.“ Sigrún Edda: „Tsjekhov skrifar svo flott- ar persónur, við könnumst svo vel við þær og þær eru svo breyskar og þær eru svo hlægilegar og okkur þykir svo vænt um þær af því að þær eru alveg eins og við. Margir hafa líka velt fyrir sér fyrir hvað Kirsuberjagarðurinn stendur og það eru ólík svör við því. Hann getur staðið sem tákn fyrir ástina, fegurðina, náttúruna, allt sem maðurinn þráir að tengja sig við. Fólkið í leikritinu hefur misst tengslin við þennan garð. Ljúba hefur veðsett hann upp í topp til að lifa hátt, það eina sem hægt er að gera til að bjarga henni úr skuldafeninu er að höggva hann og byggja sumarbústaði. Einhvers staðar las ég að á rússnesku þýddi orðið kirsuberjagarður bæði lysti- S íðasta leikrit og jafnframt mest leikna verk Antons Tsjekhovs var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Þetta klassíska verk, sem hefur ótal sinnum verið sett upp hér á landi, er nú í leik- stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Þær Sigrún Edda Björnsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir leika mæðgur í verkinu og svo skemmtilega vill til að það er ekki í fyrsta sinn sem þær gera það á sviði Borgarleikhússins en þær léku ein- mitt líka mæðgur í Fólkinu í kjall- aranum. Nú eru þessar mæðgur uppi á mjög ólíkum tíma og persónurnar í mjög ólíkum aðstæðum og liggur því beinast við að spyrja þær hvort það sé eitthvað sameiginlegt með þessum hlut- verkum annað en mæðgnatengslin. Sigrún Edda: „Mæðgnatengslin eru í grunninn alls ekkert ólík. Báðar mæð- urnar hafa upplifað mjög djúpa sorg og svik, þær leiðast út í drykkju og neita að horfast í augu við raunveruleikann. Þær eiga það sameiginlegt að vera mjög greindar, skemmtilegar og miklar drottningar. Þær eru sjálfhverfar og líf þeirra og athafnir hafa þau áhrif á börn- in þeirra að þau lifa í ótta og óöryggi.“ Ilmur: „Það er bara eitthvað líkt með öllum mæðgum. Það er alltaf einhver strengur sem verður ekki rofinn, sama hvað gengur á.“ Sigrún Edda: „Tímarnir eru náttúrlega gjörólíkir en aðallega aðstæður þeirra. Mamma Klöru í Fólkinu í kjallaranum er alltaf blönk, drekkur ódýrt rauðvín úr belju en Ljúba í Kirsuberjagarðinum lifir hátt og drekkur rándýrt kampavín.“ Ilmur: „En það er samt alltaf þessi mikla ást á milli mæðgna.“ Sigrún Edda: „Já, báðar þessar mæður elska börnin sín mjög heitt en átta sig ekki á því hvernig þær óviljandi eyði- leggja fyrir þeim og þær gera það ekki garður og nytjagarður. En kirsuberja- garðurinn gefur ekki af sér ávexti sína nema annað hvert ár, enginn í leikritinu hefur þolinmæði til að bíða eftir því. Það er hagkvæmara að höggva hann niður, en hvers á kirsuberjagarðurinn að gjalda á kostnað græðginnar?“ Ilmur: „En sá sem vill höggva kirsu- berjagarðinn er alls ekki vondur maður. Hans hugsjónir eru þær að garðurinn fyllist af fólki, auðlegð og hamingju og það er kannski það sem er snilldin í verkinu. Það er enginn alvondur eða al- góður og það er engin ákvörðun bara sú eina rétta. Það eru bara allir með mis- munandi hugsjónir og svo þurfum við að spyrja okkur sjálf ákveðinna spurn- inga. Hvað er Kirsuberjagarðurinn fyrir okkur? Er hann til dæmis okkar Kára- hnjúkar eða sjávarútvegurinn eða jafn- vel eitthvað ennþá persónulegra eins og heimilið okkar?“ Lína langsokkur í þeim báðum Kynntust þið í gegnum leikhúsheim- inn? Sigrún Edda: „Nei, við bjuggum í sama húsi á Óðinsgötu 6. Þá var Ilmur 11 ára og dóttir mín á sama aldri og ég man mjög vel eftir Ilmi. Hún var með stór og mikil gleraugu sem stækkuðu augun og hún var dálítið grallaraleg og ábúð- arfull.“ Ilmur: „Og ég man líka mjög vel eftir Sissu. Þegar maður labbaði framhjá íbúðinni hennar heyrðust skrækar og háværar raddir. Þá var hún að æfa sig af því að hún var alltaf að lesa inn á teiknimyndir. Mér fannst þetta allt saman mjög spennandi.“ Sigrún Edda: „En þó að leiðir okkar hafi legið fyrst saman á Óðinsgötunni þá eigum við líka annað sameiginlegt. Fyrsta stóra hlutverkið okkar beggja var Lína langsokkur. Ég var Lína langsokkur í Þjóðleikhúsinu 1983 og Ilmur hér í Borgarleikhúsinu 2003.“ Ilmur: „Þannig að ég veit framtíð mína. Hún var frú Prússulín í sýningunni þar sem ég var Lína og ég hlýt því að vera í hlutverki Prússulínar árið 2023. Ég þarf greinilega ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni ef ég feta í fótspor Sissu.“ Mynduð þið segja að þið væruð nán- ar? Ilmur: „Já, ég myndi segja það. Við Sissa erum alla vega sammála um allt. Við er- um andlega skyldar.“ Sigrún Edda: „Ef við viljum fá stuðning einhvers staðar þá leitum við hvor til annarrar.“ Hvernig væri að vera dóttir hennar Sigrúnar Eddu? Ilmur: „Ég væri auðvitað önnur gena- samsetning. Ég er bara voða glöð að vera vinkona hennar.“ Andlega skyldar Leikkonurnar Sigrún Edda og Ilmur leika nú mæðgur í annað sinn. Fyrst í Fólkinu í kjallaranum, nú í Kirsuberjagarðinum. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Kirsuberjagarðurinn Morgunblaðið/Ómar Leiðir þeirra Sigrúnar Eddu og Ilmar hafa legið saman frá því að Ilmur var 11 ára og þær bjuggu í sama húsi á Óðinsgöt- unni. Úr Kirsuberjagarðinum sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu. ’ Það eru bara allir með mismunandi hugsjónir og svo þurfum við að spyrja okk- ur sjálf, hvað er Kirsu- berjagarðurinn fyrir okk- ur? Er hann til dæmis okkar Kárahnjúkar eða sjávarútvegurinn eða jafnvel eitthvað ennþá persónulegra eins og heimilið okkar?“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.