SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 19

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 19
30. október 2011 19 Demir skoðar árangurinn eftir fyrstu aðgerðina á Göran Schillström. Göran Schillström veitti Sunnudags- mogganum góðfúslegt leyfi til að fylgjast með aðgerð sinni hjá Ilter Clinic og um- breytingu úr sköllóttum manni í hár- prúðan. Eins og sjá má á myndaröðinni á fyrstu opnu, þar sem fyrst má sjá árangurinn eftir flutning á rúmlega 2500 hársekk- jaklösum og síðan eftir flutning á 2000 klösum í viðbót, alls um 9000 hárstráum, hefur hann snúið náttúrulegri þróun við. „Af hverju fór ég í aðra aðgerð eftir þá fyrri?“ svarar Göran. „Af því að ég mundi halda áfram að missa hárið og aftur verða þunnhærður og við því segi ég bara nei.“ Hann telur það hafa verið einhverja bestu ákvörðun sem hann hefur tekið að fara í hárflutning. „Ég get ekki hugsað mér að hafa ekki þann hárvöxt sem ég endurheimti. Ég skildi það ekki áður hve miklu máli hárið skiptir og hvað ég í raun saknaði þess. Þegar ég horfi á ljósmyndir af mér frá því skömmu fyrir aðgerðina finnst mér ég líta út fyrir að vera tíu árum eldri en ég er. Hárið hefur svo ótrúlega mikið að segja, miklu meira en ég gat ímyndað mér.“ Tíu mánuðir eru liðnir frá því að Göran fór í aðgerðina síðast. Hann er að mestu hættur að hugsa um hárið á sér og finnst hvíld í því. „Ég er afar ánægður með árangurinn. Staðreyndin er sú að þetta hefur gengið framar væntingum og hver veit nema fleiri hársekkir eigi eftir að vakna af dvala,“ segir hann og bætir við: „Ég verð ekki var við neinar aukaverkanir, hef óskerta tilfinningu, engar bólur í hárs- verðinum, engin spenna í húðinni eða óþægindi og umfram allt engin ör. Ég er enn með þykkt hár í vöngum og það get- ur enginn séð að búið sé að fjarlægja 4500 hársekki. Mér finnst hárið á mér minna á hvernig það var áður en ég fór að missa það og sú tilfinning er mjög góð.“ Besta ákvörðun lífs míns

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.