SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 20

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 20
20 30. október 2011 hárlosi. Tæplega helmingurinn hefur gengist undir að- gerð annars staðar áður, sumir vilja láta græða í ör eða hylja önnur lýti, aðrir vilja láta laga augabrúnir og enn aðrir þétta skeggvöxt en hann getur haft félagslega þýð- ingu í sumum samfélögum. Þeir sem leggjast í stólinn hjá Demir Ilter koma hvað- anæva og margir frá Íslandi. „Meðfram náminu í HR veiti ég ráðgjöf og tek viðtöl við Íslendinga sem hafa hug á að fara í hárflutning, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Ásdís. „Þór Jónsson fór í hár- flutning hjá Ilter Clinic og sýndi það í sjónvarpinu á Stöð 2. Hann hefur oft verið með mér í viðtölunum því að margir vilja sjá árangurinn með eigin augum. Þeim nægir ekki að horfa á myndir af fólki fyrir og eftir að- gerð. Þeir vilja í mörgum tilvikum fá að þreifa á hárinu til að sannreyna að það hangi fast,“ segir hún og hlær. Íslendingarnir skipta mörgum tugum sem hafa lagt land undir fót til að endurheimta hárvöxt sinn á Ilter Clinic sem er til húsa í glæsilegu tvílyftu húsi á fögrum stað í útjaðri Stokkhólmsborgar. Þeim fækkaði þó eftir bankahrunið 2008. Gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku varð svo óhagstætt. „Við gerum okkur grein fyrir því og þar sem Íslend- ingar hafa alltaf verið mikilvægir viðskiptavinir okkar reynum við hvað við getum til að hagræða fyrir þá og bjóða afslátt frá reglulegri gjaldskrá.“Demir hress í brgaði eftir velheppnaða aðgerð. Svo er bara að b́íða í nokkra mánuði eftir að hársekkir vakni úr dvala. ’ Flestir viðskiptavina Ilter Clinic eru karl- menn en þangað leita líka konur sem eiga um sárt að binda út af hárlosi.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.