SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 22
22 30. október 2011 Í lítilli frétt í Morgunblaðinu í gær, 28. októ- ber, segir: „Fundi strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Færeyja og Noregs, um makríl- veiðar, sem hófst í London á miðvikudag, lauk í dag. Fundurinn var uppbyggilegur en ákveðið var að gera nú hlé á samningaviðræðunum, meðal annars vegna kosninga í Færeyjum, og taka þráðinn upp aftur í byrjun desember, að sögn Tómasar H. Heið- ar, aðalsamningamanns Íslands í makrílviðræð- unum. Markmiðið með viðræðunum er ná sam- komulagi um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári.“ Strandríkið stóra Makríllinn hefur gert sig gildandi innan fiskveiði- lögsögunnar okkar síðustu árin. Íslendingar hafa tekið nokkurt mið af þeirri staðreynd og aukið hlutdeild sína í veiðum úr þeim stofni. Því hefur verið misjafnlega tekið af þeim sem áður höfðu slegið eign sinni á stofninn. Þess vegna eru komnar upp deilur á milli þeirra sem telja sig hafa hags- muna að gæta og fundir verið haldnir til að reyna að leysa úr þeim. Hefur nú verið gert hlé á þeim fundum. Það er efni litlu fréttarinnar. En það sem athyglisverðast er við fréttina er þó allt annað. Það er rætt um „strandríkin fjögur“. Við könnumst öll vel við þrjú þeirra: Ísland, Noreg og Færeyjar. En fjórða „strandríkið“ kemur á óvart. Það er Evr- ópusambandið. Ákafir stuðningsmenn stækkunar þess sambands neita því harðlega að það sé að þróast í átt til ríkis. Þeir segja að sú staðreynd að það hafi krafist og fengið sérstakan þjóðsöng sé ekki til marks um að það reyni að taka upp öll tákn ríkis. Það að það kjósi sér sérstakan forseta sé því síður til marks um það sama. Ekki heldur að það hafi tekið til við að opna sendiráð úti um allan heim á meðan fjárhagslegar þrengingar þvingi sjálfstæð ríki til að loka sínum. Ekki heldur þó að það hafi komið sér upp sérstökum ríkisfána og krefjist þess að sá fáni standi jafngildur við hlið þjóðfána í sölum allra þjóðþinga aðildarlanda. Og þeir fullyrða að það hafi enga merkingu heldur að það sé þegar komið með seðlabanka sem nái til 17 sambandsríkja og svokallaðir seðlabankar sömu ríkja séu nú eingöngu ósjálfstæðir skýrslusafnarar og peningadreifarar fyrir þann seðlabanka. Og auðvitað skiptir það ekki heldur máli að nú sé svo komið að drýgstur hluti „löggjafar“ aðildarríkj- anna sé aðeins ljósritun á „tilskipunum“ frá ESB til þeirra, sem þeim er skylt að samþykkja. Og ekki dugar það heldur sem ætti þó eitt að duga að dóm- stóll Evrópusambandsins á síðasta orðið í flestum málum en ekki Hæstiréttur viðkomandi ríkis. Ekkert af þessu dugi til að sannfæra ESovétB sinna um hve alvarleg þróun sé þegar orðin. Ekki þarf að undra þótt íslenska utanríkisráðuneytið, sem gerir fátt annað nú orðið en að telja dagana til sinna evr- ópsku jóla, sjái ekkert að því að líta á ESB sem „strandríki“. Og það 98 ára gamla blað, Morg- unblaðið, skrifar þetta eins og sjálfsagt sé, sem það einmitt er, þótt réttir aðilar neiti að viðurkenna al- vöruna sem í því felst. Kostuleg Kastljósviðtöl RÚV er hætt að kenna sig við íslenska ríkið, eins og kunnugt er. (Deild í Samfylkingunni þykir sjálfsagt fullríflegt að kenna sig við ríkið sem heild). Þar ræddi fréttamaður í Kastljósi við embættismann frá Bandaríkjunum, sem hafði þó dapurlega fátt nýtt fram að færa. En spjall hinna tveggja vísu kvenna í Kastljósinu snerist nokkuð um hvalveiðar Íslendinga og íslenski fréttamaðurinn lauk þeim þætti umræðunnar skyndilega með undarlegu persónulegu innskoti um að það mál myndi ESB leiða til lykta! Sú bandaríska varð undurfurðuleg á svipinn en þó ekki eins og furðulostnir áhorfendur sem skyldaðir eru til að standa straum af kostnaði við þessa starfsemi. Það hafði farið framhjá við- mælandanum og áhorfendum að Ísland væri þegar gengið í ESB. Er nauðsynlegt að minna á að þótt Samfylkingin og Fréttastofa RÚV kunni að hafa fengið að „kíkja í pakkann“ fyrir mörgum árum og þegar gengið í ESB er það ekki fullnægjandi til að málið teljist frágengið, svo undarlega sem það örugglega hljómar. Sami fréttamaðurinn var svo á ferðinni daginn eftir til að ræða við Martin Wolf, einn af fremstu fjölmiðlamönnum úr röðum hag- fræðinga í veröldinni. Fréttamaðurinn byrjaði á að taka fram til öryggis að Martin Wolf væri ekki sér- fræðingur um málefni Íslands! En svo vill til að Wolf hefur fjallað óvenjulega mikið um mál sem snerta Ísland, svo sem um Icesave og verið miklu hliðhollari málstað íslensku þjóðarinnar í því máli en fréttastofan, sem er á framfærslu þjóðarinnar. Og eftir því sem á viðtalið leið varð ljóst að frétta- maðurinn hefði getað verið stoltur ef hann sjálfur hefði haft sömu forsendur til að geta rætt um efna- hagsmálefni Íslands og aðkomumaðurinn. Frétta- konan byrjaði samtal sitt við Martin Wolf, til að ræða um gjaldmiðilsmál, – króna, evra – með því að minna á hvað íslenska krónan væri voðalega lítil – „sú minnsta í heimi“ eins og það heitir. Nú myndu áhorfendur ætla að mikið lengra væri naumast hægt að tala krónuna niður, væri þess þörf, áður en Martin Wolf fengi að tjá sig. En ekki var nóg komið. Fréttamaðurinn tók fram, til ýtr- asta öryggis, að íslenska krónan væri minni en „Disney-dollarinn“. Ekki skal dregið í efa að þetta þyki fyndinn innanhúsbrandari á Óðinsvéum, en ekki er endilega auðséð að hann eigi erindi út úr söfnuðinum. Hafi markmiðið verið að ná fram meiri furðu og fyrirlitningarsvip hjá viðmælanda en hinum bandaríska daginn áður kann að vera að það hafi tekist. Þótt sá fyrirvari hafi verið sleginn af fréttamanninum í upphafi viðtals að Martin Wolf væri ekki sérfræðingur um efnahagsmál á Íslandi var aulatal af þessu tagi óþörf viðbót. Jafnvel þótt fréttafólkið í Efstaleiti noti peninga úr gömlum matadorboxum til að byggja upp kaffisjóðinn hjá sér myndi það ekki heldur eiga neitt erindi í al- menna og vitræna umræðu á válegum tímum. Hin „upplýsta umræða“ samfylkingarfólksins virðist raunar eiga best heima hjá hinum yfirlýstu sjálfum. Þessi undarlega aðkoma fréttakonunnar gerði svo sem ekki mikið til. Hinn reyndi fréttahaukur hinum megin við myndavélina gerði rétt í því að leiða slíkt kjánatal hjá sér og sýna eðlilega hlut- tekningu. Hann var jú vissulega að ræða við full- trúa frá langminnstu ríkisfréttastofu í heimi. Fréttastofu sem nær ekki til nærri jafnmargra á tíu árum og koma í skemmtigarðinn fræga í Flórída á einum mánuði og hlýtur því að vera að drepast úr minnimáttarkennd og vilja að þjóðin sín beri sig ekki betur. En mestu skipti að Martin Wolf vissi sem var að umræðan um evruna snýst ekki um það hve margir notendur hennar eru. Hann vissi og benti á að sveiflur í gengi gjaldmiðils verða hvort sem hann er stór eða smár og öllu skiptir að sveifl- urnar hafi tengsl við efnahagsástand þess ríkis sem býr við myntina. Umræðan í heiminum snýst um það hvort sameigjnlegur gjaldmiðill margra sjálf- stæðra þjóða fái staðist eða ekki. ALLIR, (og er það orðað svo þótt Samfylkingin og fréttastofa hennar séu vissulega ekki með), allir viðurkenna að sann- ast hafi í umrótinu upp á síðkastið að slík sameig- inleg mynt fái ekki þrifist að óbreyttu. Deilan snýst einungis um það hvort hætta eigi evrutilrauninni, sem svo illa hafi reynst eða svipta þátttökuríkin í áföngum sífellt stærri hluta sjálfstæðis síns uns öruggt sé orðið að fullveldisafsal ríkjanna dugi til að evran haldi velli. Næst reyndi fréttamaðurinn að fá „barrosobá- biljuna“ staðfesta af Martin Wolf. Hún gengur út á að ekkert sé að evrunni, en alfarið beri að kenna ríkjunum sem hafi hagað sér eins og óþægir krakk- ar um sínar ófarir. Wolf fór samviskulega og sein- þreyttur yfir þá staðreynd að efnahagslegir hags- Reykjavíkurbréf 28.10.11 Strandríkin fjögur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.