SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 25
30. október 2011 25
komið sé með óskilaketti þangað á hverj-
um einasta degi sem Guð gefur. Þeir eru
misjafnlega á sig komnir. „Okkar hlutverk
er að hlúa að þeim og reyna að útvega
þeim heimili. Lögum samkvæmt ber okk-
ur að svæfa þá eftir sjö daga séu þeir ennþá
hjá okkur en það er algjört neyð-
arúrræði,“ segir Elín og bætir við að veik-
ustu og elstu kettirnir séu svæfðir fyrst.
Rannsakandi augnaráð
Elín og Anna Kristine taka á móti útsend-
urum Sunnudagsmoggans þetta síðdegi
ásamt Bjarti, eina kettinum sem er með
lögheimili í Kattholti. Hann er arftaki hins
víðfræga Emils sem sneri upp loppunum
fyrir nokkrum árum. Bjartur er stæðilegur
og rauðbirkinn og heilsar okkur með
rannsakandi augnaráði og valdslegu
mjálmi. Eins og til að minna okkur á að við
erum gestir í hans húsum.
Af 600 köttum sem komið hafa í Katt-
holt á árinu hafa 93 snúið aftur á sitt eigið
heimili og 140 fengið nýtt heimili. Um 60
eru ennþá í athvarfinu. Hinir hafa sofnað
svefninum langa.
Húsakynnin eru tvískipt. Annars vegar
hótelið, þar sem kettir dveljast meðan
eigendur þeirra bregða sér af bæ, og hins
vegar álma fyrir heimilislausa eða týnda
óskilaketti.
Hugguleg stemning er á hótelinu enda
vita kettirnir að þeir verða sóttir aftur af
eigendum sínum. Nokkrir galvaskir kettir
eru á vappi á gólfinu. Mest fer fyrir stæði-
legum bröndóttum högna. „Þetta er hann
Guðbrandur, hann ræður ríkjum hér,“
upplýsir Elín.
Annar köttur, grár og hvítur, kemur
kunnuglega fyrir sjónir þegar hann kemur
haltrandi í áttina að blaðamanni. „Þetta er
Mosi,“ segir Elín og bjöllurnar hringja.
Mosi er landsfrægur köttur en eigendur
hans, Anna Björnsdóttir og Halldór Guð-
mundsson, skrifuðu bók um ævintýralegt
lífshlaup hans fyrir nokkrum árum. Við
það tækifæri heimsótti blaðamaður þá
Halldór og Mosa og hafði við þá viðtal.
Mosi dvelst iðulega í Kattholti þegar eig-
endur hans eru í útlöndum.
Andrúmsloftið er annað í óskilaálm-
unni, meiri spenna og núningur. Kettirnir
eru héðan og þaðan og kemur eins og gef-
ur að skilja misjafnlega vel saman. Læð-
urnar eru verstar, staðfestir Elín.
Anna Kristine vill nota tækifærið og
minna fólk á Hótel Kattholt:
,,Það er alltof oft sem við heyrum af
köttum sem hafa týnst, eftir að hafa verið
sendir í pössun til vina og ættingja þegar
eigendur fara í frí eða á sjúkrahús, segir
hún. ,,Hér fá þeir umönnun, hlýju og nóg
að borða og engin hætta á að þeir stingi af
héðan.
’
Meindýraeyðirinn mátti ekki
koma nálægt honum og rak upp
stór augu þegar ég klappaði hon-
um bara eins og gömlum heimilisketti.
Forvitnin skín úr hverjum svip í Kattholti.