SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 26
26 30. október 2011
Hvað ætli sé á seyði úti í hinum stóra heimi?
Starfsemi Kattholts er á helj-
arþröm, að sögn Önnu Krist-
ine Magnúsdóttur, enda kostar
það skildinginn að annast um
og fæða 60 til 100 ketti á
hverjum einasta degi – svo vel
sé.
„Á þessu ári fengum við í
fyrsta skipti í tuttugu ára sögu
athvarfsins tvær milljónir
króna á fjárlögum. Það dugar
hins vegar skammt,“ segir
Anna Kristine. „Staða mála er
skelfileg. Við erum með einn
starfsmann á launum, Elínu
forstöðukonu en hún og sjálf-
boðaliðarnir ná rétt að gefa
köttunum að éta og drekka. Ef
ekki kæmu til matargjafir frá
stórum fyrirtækjum væri búið
að loka athvarfinu.“
Reykjavíkurborg greiðir
1.500 krónur með hverjum
ketti í sjö daga, líka Mosfells-
bær og Seltjarnarnes. Önnur
sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu leggja Kattholti hins
vegar ekki til krónu. Að áliti
Önnu Kristine ættu þau að
koma að rekstrinum líka, ekki
verði farið í „kattgreinarálit“
eftir sveitarfélögum.
,,Ekki hugsum við þegar
komið með óskilakött hingað:
,,Nei, við skulum henda þess-
um út aftur, hann er úr Hafn-
arfirði!“
Raunar koma kettirnir mun
víðar að, frá Selfossi, Stokks-
eyri, Grindavík og Keflavík,
svo dæmi séu tekin, enda ekki
í önnur hús að venda fyrir
óskilaketti.
Anna Kristine hvetur líka
félagsmenn í Kattavinafélaginu
til að greiða félagsgjöldin en
heimtur eru ekki nema um
50%. „Það verða allir að leggj-
ast á eitt til að bjarga Katt-
holti. Ef það hverfur versnar
ástandið til muna. Það þarf að
hvetja fólk til að greiða fé-
lagsgjöldin sín gegnum Net-
banka, það sparar tíma fyrir
alla og auðveldar okkur lífið.“
Mikil smithætta
Smithætta er mikil í Kattholti.
Veikist einn köttur breiðir
pestin fljótt úr sér. Tveir dýra-
læknar frá Dýraspítalanum í
Víðidal sinna eftirliti í athvarf-
inu í sjálfboðavinnu.
Ekki þarf bara að bæta
þjónustuna í Kattholti, að
dómi Önnu Kristine. Aðbún-
aður mætti vera betri. Brýnt
er að útvega stærri búr fyrir
kettina, auk þess sem núver-
andi húsnæði við Stangarhyl
er að mörgu leyti óhentugt.
„Okkur dreymir um betra
húsnæði. Það er ekkert laun-
ungarmál.“
Þrifalegt er í Kattholti enda
nýbúið að mála. „Málning gaf
okkur málninguna og kunnum
við þeim hugheilar þakkir fyr-
ir,“ segir Anna Kristine.
Lausaganga katta er víða
vandamál og Anna Kristine
brýnir fyrir fólki að láta gelda
högnana sína. Nýtt frumvarp
liggur nú fyrir Alþingi þess
efnis að finnist ógeltur högni á
víðavangi tveimur dögum eftir
að hann hverfur er eigandinn
réttlaus. Anna Kristine segir
Kattavinafélagið vilja lengja
þennan tíma í sjö daga en
sýnir málinu að öðru leyti
skilning. „Þetta er eina leiðin
til að bregðast við offjölgun
katta.“
Anna Kristine tók við for-
mennsku í Kattavinafélaginu
fyrr á þessu ári. „Ég fékk bara
tölvupóst frá ágætum bókaút-
gefanda hér í borg þess efnis
að ég hefði verið ráðin í emb-
ættið og gat ekki skorast und-
an því,“ segir hún brosandi en
bókaútgefandinn er vitaskuld
Anna Kristine Magnúsdóttir og Elín G. Folha K. hugsa vel og vandlega um kettina í Kattholti.
Hver getur
pyntað mál-
leysingja?