SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 30
30 30. október 2011
Á
Alþjóðageðheilbrigðisdeg-
inum, sem haldinn var 10.
október sl., voru ungum
manni, Héðni Unnsteinssyni,
afhent hvatningarverðlaun forvarn-
arsjóðsins ÞÚ GETUR. Af því tilefni flutti
Héðinn ræðu, þar sem hann sagði m.a.:
„Á þeim árum er ég kom fyrst að
málaflokknum um og upp úr 1992,
skömmu eftir að ég hafði upplifað mína
fyrstu maníu og fengið þjónustu geð-
lækna í fyrsta sinn, höfðu ekki margir
tjáð sig opinberlega um eigin geðraskanir
né var umræða um geðheilbrigðismál í
samfélaginu almennt mikil. Menn eins
og Gunnar Kvaran, sem hér spilaði fyrr í
dag, hafði tjáð sig árið 1986 um eigin
geðröskun.“
Héðinn Unnsteinsson hefur á und-
anförnum árum unnið í tveimur ráðu-
neytum, fyrst heilbrigðisráðuneyti og nú
forsætisráðuneyti. Í ræðu sinni sagði hann:
„Fyrir stuttu átti ég samtal við háttsettan
embættismann í öðru ráðuneyti, sem
spurði mig hvers vegna ég hefði skipt um
ráðuneyti. Ég sagði honum að ég hefði ekki
fengið það umboð, sem ég hefði óskað við
það að vinna að geðheilbrigðismálum, sem
ég hefði menntað mig til, öðlast reynslu til
og haft ástríðu til að vinna að. Viðbrögð
hans voru: „Það er skiljanlegt, þú misstir
allan trúverðugleika, tiltrú og traust er þú
veiktist árið 2008.“ Ég horfði á hann og
þagði, en spurði svo hvort hann teldi að
annað hefði verið upp á teningnum hefði ég
verið frá vinnu vegna krabbameins eða
sykursýki. Það var fátt um svör.“
Héðinn Unnsteinsson er einn í hópi
nokkurra ungra eldhuga, sem hafa kynnzt
geðröskunum af eigin raun eða vegna ná-
inna tengsla við þá, sem fyrir þeim hafa
orðið, gengið fram fyrir skjöldu og hafið
opinbera baráttu fyrir því að auka skilning
almennings á þessum sjúkdómum. Í ræðu
sinni á dögunum minnti hann á þá ábend-
ingu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
heitinnar forsetafrúar á Alþjóðageðheil-
brigðisdeginum fyrir 16 árum, þegar hún
tók berkla sem dæmi um sjúkdóm, þar sem
tekizt hefði að vinna bug á hræðslu með
fræðslu og með því að höfða til ríkrar sam-
hjálpar í íslenzku samfélagi.
Héðinn dró jákvæðar ályktanir af um-
mælum embættismannsins í ræðu sinni.
Hann sagði:
„Ég var þakklátur embættismanninum
fyrir að opinbera fyrir mér á einlægan hátt
þá 9/10 hluta ísjaka fordóma, sem sjaldnast
birtast í mismunun en birtust mér þarna í
heild sinni. Þetta sagði mér það að …enn
(er) langt í land hvað viðvíkur skilningi á
geðröskunum …að glíman við fordóma er
endalaus …ég (velti) fyrir mér virði þess
að lifa óklofinni tilveru. Erum við að fórna
starfsframa, fjölskyldulífi og því að vera
tekin sem gildir meðborgarar með því að
koma til dyranna eins og við erum
klædd?“
Það þarf á stundum ofurmannlegan
kraft til að takast á við geðsjúkdóma. En
til viðbótar þarf mikinn kjark og hugrekki
til að ganga fram fyrir skjöldu eins og
Héðinn Unnsteinsson hefur gert og hefja
baráttu fyrir stöðu geðsjúkra í samfélag-
inu. Héðinn var bæði hugmyndafræðing-
urinn og drifkrafturinn á bak við Geð-
ræktarverkefnið fyrir nokkrum árum,
sem leiddi til mikilla umræðna um þenn-
an málaflokk og víðtækrar fræðslu-
starfsemi.
Héðinn Unnsteinsson er ekki einn á
ferð en ekki ofmælt að hann sé fremstur
meðal jafningja á þessu sviði. Á nokkrum
undanförnum árum hefur ung kona,
Unnur H. Jóhannsdóttir, látið til sín taka
með afgerandi hætti, m.a. og ekki sízt hér
á síðum Morgunblaðsins. Hún hefur auk
þess unnið að rannsóknum á umfjöllun
fjölmiðla um geðraskanir, sem starfs-
menn fjölmiðla geta haft mikið gagn af að
kynna sér. Fjölmiðlar geta með umfjöllun
sinni dregið úr fordómum gagnvart þess-
um sjúkdómum en þeir geta líka ýtt undir
slíka fordóma, ef skilningur er ekki fyrir
hendi á meðal starfsmanna þeirra.
Það þarf að sýna varkárni, þegar fjallað
er um geðsjúkdóma í tengslum við glæpi.
Og það er umhugsunarefni, hvort sú ýkta
mynd af geðsjúku fólki, sem stundum
birtist t.d. í kvikmyndum, er til þess fallin
að draga úr fordómum.
Önnur kona, Herdís Benediktsdóttir,
hefur hvað eftir annað á allmörgum und-
anförnum árum fjallað um eigin reynslu af
þessum erfiða sjúkdómi. Báðar hafa þær
Unnur og Herdís sýnt mikið hugrekki og
þrek, annars vegar með því að takast á við
sjúkdóminn, hins vegar með því að miðla
reynslu sinni af þeirri baráttu til annarra.
Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast
með þessu unga fólki og kynnast því.
Krafturinn í þeim öllum þremur er aðdá-
unarverður. Lífsreynsla þeirra og ann-
arra, sem hafa tekizt á við þennan sjúk-
dóm, er nokkuð, sem við hin munum
aldrei skilja til fulls. En við getum veitt
þeim stuðning og eigum að gera það.
Slíkan stuðning hefur annar ungur
maður veitt í verki því fólki, sem tekst á
við geðraskanir. Hann heitir Hrafn Jök-
ulsson. Þegar svo virtist, sem athvarfi fyr-
ir geðsjúka við Hverfisgötu, sem nefnist
Vin og Rauði krossinn hefur rekið, yrði
lokað vegna fjárskorts hóf Hrafn Jökuls-
son baráttu fyrir því að breyta þeirri
ákvörðun. Hann hefur sýnt jafnótrúlegan
kraft í því og þau Héðinn, Unnur og Her-
dís á sínum vettvangi. Og yfirgnæfandi
líkur á að honum hafi með samstarfsfólki
sínu tekizt að bjarga Vin.
Þetta eru eldhugar. Þau berjast af
ástríðu. Þau gefast aldrei upp. Þau bíða
stundum ósigur í eigin baráttu en þau rísa
alltaf upp.
Við hin getum margt af þeim lært.
Ungir eldhugar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
L
eikarinn, leikstjórinn og síðar kvikmynda-
gerðarmaðurinn Orson Welles var aðeins 23 ára
að aldri þegar hann gerði svo raunverulegan
útvarpsþátt eftir Innrásinni frá Mars (The
War of the Worlds), sögu H.G. Wells, að fólk taldi í raun
og veru að heimurinn hefði orðið fyrir árás Marsbúa.
Þátturinn var á dagskrá CBS-útvarpsins í sviðsetningu
Mercury Theatre on the Air. Þátturinn var gerður í til-
efni hrekkjavökunnar og var klukkustundarlangur.
Welles leikstýrði og var sögumaður í leikritinu, sem var
að stórum hluta sett upp eins og röð fréttainnskota, vel
þekkt form á þeim tíma. Það sem gerði þetta enn trú-
verðugara var að engar auglýsingar voru í þættinum.
Uppsláttur blaðanna á hræðslu almennings var mikill
dagana eftir flutning útvarpsleikritsins. Þau gagnrýndu
mjög að leikritið hefði líkt eftir fréttaflutningi og ýmsar
opinberar persónur tóku undir þennan söng. Útvarps-
leikritið var vissulega sannfærandi frásögn og enn-
fremur var búið að flytja sögusviðið frá Englandi eins og
í bókinni til bæjarins Grover’s Mill í New Jersey. Til að
leikararnir næðu rétta tóninum í fréttaflutningnum lét
Welles þá hlusta á útvarpsmanninn Herbert Morrison
flytja fréttir af Hindenburg-slysinu. Leikritið innsiglaði
frægð Welles, eftir þetta varð ekki aftur snúið.
Undrabarn og frægðarsólin reis hratt
Orson Welles var fæddur 6. maí árið 1915 í Wisconsin í
Bandaríkjunum. Móðir hans var píanóleikari og faðir
hans uppfinningamaður. Welles, sem var munaðarlaus
frá 15 ára aldri, byrjaði að leika 16 ára. Tvítugur vakti
hann athygli fyrir að setja sviðsetja Macbeth eingöngu
með svörtum leikurum. Hann var 22 ára þegar hann lék
vinsælustu útvarpshetju Bandaríkjana, Lamont Cran-
ston eða Skugga, og ári síðar var komið að Innrásinni
frá Mars.
Eftir það var honum boðið að koma til Hollywood og
gera nánast það sem hann vildi og hóf kvikmyndafer-
ilinn á því að búa til eitt af meistaraverkum aldarinnar
ekki orðinn 26 ára gamall. Það er myndin Citizen Kane,
sem iðulega prýðir efsta sætið í kosningum um bestu
myndir sem gerðar hafa verið enda byltingarkennd
tímamótamynd. Welles lést í Los Angeles sjötugur að
aldri, hinn 10. október 1985.
ingarun@mbl.is
Skelfing
eftir út-
varpsleikrit
Leikstjórinn Orson Welles eins og hann leit úr árið 1937.
Ljósmynd/Carl Van Vechten
’
Fólk taldi í raun og veru að
heimurinn hefði orðið fyrir
árás Marsbúa.
Forsíður helstu dagblaða greindu frá uppnáminu sem út-
varpsleikritið olli meðal almennings.
Á þessum degi
30. október 1938