SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 37
30. október 2011 37
J
æja þá er veturinn kominn á dagatalinu, þó svo manni hafi
fundist hann hafa komið fyrr með köldu veðri, næturfrosti,
hálku, kvefi, flensu og öðrum fylgikvillum. Þegar ég var
strákur voru mun meiri hátíðahöld á sumardaginn fyrsta en
á fyrsta vetrardag. En nú er ansi mikið að gerast í kringum fyrsta
vetrardag og tengist það íslensku kjötsúpunni sem er frábært,
kaupmenn á höfuðborgarsvæðinu og víða um land gera kjötsúp-
unni hátt undir höfði og síðustu fjögur eða fimm ár hefur þetta
verið gert skipulega af frumkvæði www.lambakjot.is í samstarfi
við framleiðendur, kaupmenn og aðra. Átakið er vel kynnt og aug-
lýst í blöðum og víðar, það er gaman að sjá t.d. Hagkaup og Krón-
una auglýsa saman kjötsúpudaginn. Meira að segja sænska versl-
unarundrið Ikea býður upp á kjötsúpu í tilefni dagsins. Einhvers
staðar heyrði ég að hópur húsbílaeigenda hefði mætt í Ikea í kjöt-
súpu, gist í bílum sínum á planinu um nóttina og snætt síðan þar
morgunverð áður en hann hélt til síns heima. Þeir sem skara fram
úr í kjötsúpugleðinni að mínu mati eru veitingamenn og versl-
unareigendur við Skólavörðustíg og nágrenni. Þeir safnast saman á
nokkrum stöðum og bjóða gestum og gangandi upp á dýrindis
súpu með Úlfar Eysteinsson í broddi fylkingar, hann stóð fyrir
framan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg með súpu og sitt fólk.
Úlfar er ekki óvanur að taka þátt í stórum matarhátíðum, enda
einn af máttarstólpum og skipuleggjendum Fiskidagsins mikla á
Dalvík. Reyndar finnst mér svolítið skrítið að segja ekki orðið
„hvalur“ í sömu setningu og „Úlfar Eysteinsson“, en hann er mik-
ill fagmaður og er jafnstoltur af íslenskri kjötsúpu og ég og margir
starfsbræður okkar. Það er algjörlega til fyrirmyndar hvað versl-
unareigendur á Skólavörðustígnum taka mikinn þátt með alls kyns
tilboðum og uppákomum. Upplifunin minnti mig á Portobello- eða
Camden Town-markaðina í London eða jafnvel Le Boqueria á
Römblunni í Barcelona. Ég var með veislu þetta kvöld þar sem ég
bauð ekki upp á kjötsúpu og ég hálfskammaðist mín fyrir það, hef
ákveðið á næstu árum muni ég alltaf bjóða upp á íslenska kjötsúpu
fyrsta vetrardag, enda er súpan gott dæmi um þjóðlegan mat sem
hefur tekið breytingum og lagað sig að breyttum matarvenjum í
gegnum tíðina. Ég, systkini mín og frænkur gerum t.d. kjötsúpu
sem ættuð er frá afa, öll tölum við um að við séum að gera súpuna
hans, þrátt fyrir að súpuna gerum við oft með beinlausu kjötu,
fersku grænmeti, hjá sumum með hrísgrjónum, öðrum byggi og
einhverjum haframjöli, fæstir nota súpujurtir og hjá öllum er
minni fita. Öll berum við réttinn fram í súpudisk, en ekki súpuna í
hliðardiski þar sem kjötið á beini og kartöflur eru á aðaldiskinum
eins og hjá afa. Að endingu vil ég þakka þeim sem koma að þessu
verkefni og hvetja þá til enn frekari dáða á næstu árum.
Lifi íslenska
kjötsúpan!
Matur
Friðrik V
Morgunblaðið/Kristján
þrjá ákæruliði sem Óli Björn telur hafa
vegið þyngst í ljósi þess sem síðar gerðist.
Í þriðja hluta bókarinnar er farið yfir þær
afleiðingar sem niðurstaða dómstóla
hafði fyrir íslenskt samfélag og starfs-
hætti viðskiptalífsins.
„Það versta sem fyrir kemur í rétt-
arríkinu er að dómstólarnir sveiflist eftir
almenningsálitinu,“ segir Óli Björn. „En
dómstólarnir brugðust með tvennum
hætti; þeir viku sér undan því að taka
efnislega afstöðu til mikilvægra ákæru-
liða.
Í öðru lagi teygðu þeir sig ótrúlega
langt í lögskýringum til að komast að
niðurstöðu sem ég held fram að sé röng.
Þá er ég ekki að taka afstöðu til sektar eða
sýknu þeirra sem sættu ákæru.
Dómaframkvæmd hefur áhrif á sam-
skipti einstaklinga og fyrirtækja. Í þessu
tilviki var það okkur ekki til góðs. Það
leiddi til verri niðurstöðu en annars.
Hluti af skýringunum er vegna skipu-
lags dómsmála sem er fráleitt sem stend-
ur. Það hvernig staðið er að skipun dóm-
ara eftir lagabreytingarnar árið 2010 er
jafnvel verra en það var.
Núna er nefnd sem metur þá ein-
staklinga sem sækja um að verða dóm-
arar. Við erum ennþá með þaðkerfi að
lokaður klúbbur örfárra manna ræður
því í raun hverjir eru skipaðir og hverjir
ekki til setu í Hæstarétti. Í gömlu lög-
unum var skylt að leita umsagnar Hæsta-
réttar á umsækjendum en dómarar tóku
sér vald og röðuðu umsækjendum í sér-
staka hæfnisröð. Engin lagastoð var fyrir
því að Hæstiréttur væri með huglægt mat
á hæfi og hæfni. En með þessu var rétt-
urinn einfaldlega að reyna að tryggja völd
sín og áhrif.
Lagabreytingin árið 2010 gerir sér-
stakri dómnefnd skylt að taka afstöðu til
þess hvaða umsækjandi er hæfastur.
Nýju lögin styrkja því stöðu þessa fá-
menna hóps manna innan dómskerfisins.
Það er ekki eðlilegt að svona fámennur
hópur ráði því hverjir sitji í æðsta dóm-
stól ríkisins. Afleiðingin er sú að lögfræð-
ingar halda að sér höndum við gagnrýn-
ina og aðhaldið verður lítið, því margir
þeirra gera sér kannski vonir um að
hljóta náð og vera skipaðir í Hæstarétt.“
Opnar yfirheyrslur í Alþingi
Aðspurður hvort fyrirkomulagið hafi
verið eitthvað betra þegar ráðherra gat
ráðið valinu einn segir hann að það hafi
ekki heldur verið gott, en þó skárra.
„Hvorttveggja er slæmt en ráðherra ber
þó pólitíska ábyrgð og sækir umboð sitt
til kjósenda,“ segir Óli Björn. „En auð-
vitað á þetta ferli að vera opnara. Opnar
yfirheyrslur í Alþingi þar sem skoðuð er
afstaða umsækjenda til stjórnarskrár-
innar og aðrar skoðanir hans og svo væri
það bara Alþingi sem annaðhvort myndi
samþykkja eða synja. Það væri miklu
heilbrigðara kerfi. Almenningur getur
fylgst með og myndað sér sjálfstæðar
skoðanir. Og það er mikilvægt þegar
kemur að æðsta dómstóli landsins. Það er
örugglega hægt að finna enn aðrar leiðir
en eins og er þá er þetta kerfi mjög
slæmt.
Þetta er fimm manna dómnefnd sem
sér um valið og Dómsmálaráðherra er
bundinn af niðurstöðu þessarar nefnd-
ar.“
Aðspurður hvort hann hafi þegar feng-
ið einhver viðbrögð frá lögfræð− ingum
segir hann að bókin sé svo ný− komin út.
„En ég er samt búinn að fá viðbrögð frá
nokkrum starfandi lögfræðingum sem
virðast vera í flestu sammála því sem ég
er að skrifa.
Nú verða lagðar fram ákærur í um-
fangsmiklum málum og ég hef ástæðu til
að óttast að réttindi þeirra sem sæta
ákæru séu ekki jafn varin og menn vilja
halda. Staða hugsanlegra sakborninga sé
veikari núna en við gerum kröfu til í rétt-
arríki vegna andrúmsloftsins í samfélag-
inu. Ég er að hvetja til að dómstólarnir
láti ekki hrekja sig út í eitthvert fen. Að
ekki sé verið að nota almenningsálitið til
að hafa áhrif á dómstólana,“ segir Óli
Björn.
Morgunblaðið/RAX
’
Opnar yfirheyrslur á
Alþingi þar sem
skoðuð er afstaða
umsækjenda til stjórn-
arskrárinnar og aðrar
skoðanir hans og svo væri
það bara Alþingi sem ann-
aðhvort myndi samþykkja
eða synja. Það væri miklu
heilbrigðara kerfi.“