SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 41

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 41
30. október 2011 41 LÁRÉTT 1. Gala til baka hálfa úlpu í fúlmennsku. (6) 4. Heilbrigð enska er allt annað mál (9) 7. Z-hópur í her. (7) 9. Matur bófa er lélegur matur (9) 10. Amma fær skilding og stykki fyrir að rífast. (8) 13. Næstum því hér ná bandi með hégóma (11) 14. Svipað blettótt er strax. (10) 15. Tja, í rúm fimmhundruð og fimmtíu má setja forhengi. (8) 16. Skoða hvort fimmtíu yki tvöfalt meira af áhaldi sem opnar. (6) 17. Rispa bjó til maðk úr efni. (9) 19. Staflaði spili. (4) 20. D-lengjur hjá tregum (6) 22. Undir vatni með dugnaði (5) 23. Yfir góðan kunningja er mjög mikill. (8) 26. Suð á tré undan fæti. (5,1,3) 27. Er öskur hjá duglegum? (6) 28. Mynni hljómi eins og hneisa. (5) 29. Bölvaði byrjun og lokum í sveitablaði. (7) 30. Fat á röngunni er eigi að síður seinlegt. (7) 31. Gullljómi í andliti. (6) LÓÐRÉTT 1. Gengi slökkva með aumingja? (9) 2. Túlka gjörsamlega fyrir venjulegt fólk (6) 3. Blaðra út af innréttingasprautun. (6) 4. Hálfguð getur breyst í spottara (7) 5. Draslist næm til að verða ballerína. (11) 6. Læknið efnið einhvern veginn. (6) 8. Eftir að fóðra kemur tap. (9) 11. Eftir mas ók með eina hálf stirða til þess sem hefur ánægju af kvölum. (9) 12. Strákbjálfi tapar brá út af titringi. (8) 13. Ól sem borin er til hita á ákveðnu lands- svæði (9) 16. Á laun tæp fær hjartaáfall yfir kaupi. (11) 17. Sjá kommu með kommu á nisti vinstri- manns. (10) 18. Dönsk móðir fær afkvæmi fyrir skemmt. (6) 20. Landsvæðið þar sem þú færð gjaldeyrinn. (8) 21. Meiði með fimm sem eru í lagi og afla. (8) 22. Þá fer gjarnan græðgi að birtast. (7) 24. Dýrleif Lísa stóð við kvarnast. (7) 25. Felldi fljótt. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 30. október rennur út á há- degi 4. nóvember. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 6. nóvember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 23. október er Hallfríður Frímannsdóttir, Sólheimum 14 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Allt á floti eftir Kajsu Ingemarsson. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Kínverskar skákkonur hafa í dag náð því virðingarsæti sem skákvalkyrjur Georgíu með Nonu Gapridnhasvili og Maju Chiburdanidze höfðu á árum áður. Heimsmeistari kvenna hin 17 ára gamla Hou Yifan vann nýverið geysiöflugt heimsbikarmót í Kína og ekki vakti stalla hennar, Xue Zhao, minni athygli á dögunum þegar hún vann nær allar bestu skák- konum heims á þriðja heims- bikarmótinu sem fram fór í Nalchik í Rússlandi. En hvernig standa svo þær íslensku stúlkur í samanburði við þær kínversku? Munurinn er enn mikill í elo-stigum talið. Í frægi bók um „tígur-mæður“ kom fram að kínversk börn og unglingar velja sér yfirleitt að- eins eina keppnisgrein sem þau stunda síðan af miklu kappi. Þær íslensku stúlkur, sem þess dagana taka þátt í alþjóðlegu móti í Liberic í Tékklandi, eru flestar í krefjandi mennta- skólanámi, stunda tónlistarnám meðfram en eru jafnframt góð- ar fyrirmyndir fyrir yngri stúlkur. Davíð Ólafsson, sem tekið hefur að sér liðsstjórn og þjálfun ólympíuhóps kvenna er fararstjóri í Tékklandi. Eftir fimm umferðir höfðu þær Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hrund Hauksdóttir staðið sig best og voru með 3 vinninga af 5 mögulegum í 24.-44. sæti af 100 keppendum. Árangur Jó- hönnu reiknast upp á vel yfir 2.200 stig, Hallgerður er nálægt ætluðum árangri en Hrund er að bæta sig verulega. Aðrar ís- lenskar stúlkur í ferðinni eru þær Sigríður Björg Helgadóttir, Elsa María Kristínardóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir. Jóhanna Björg er fersk eftir á EM unglinga í Búlgaríu í sept- ember sl. Í eftirfarandi skák síg- ur snemma á ógæfuhliðina hjá henni. Engu að síður náði hún að snúa vörn í sókn og tókst að leggja öflugan andstæðing sinn: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Stanislav Splichal Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 g6 5. Rf3 Bg7 6. Ra3 Alapin-afbrigðið kemur oft fyrir í skákum íslensku stúlkn- anna. Hér er sennilega ná- kvæmara að leika 6. dxc5 t.d. 6. … Dxc5 7. Ra3 o.s.frv. 6. … cxd4 7. Rb5 Ra6 8. Rbxd4 Rf6 9. Bxa6!? bxa6 10. O-O 0-0 11. He1 He8 12. Bf4 Bb7 13. He5? Upphafið að vitlausri áætlun. Mun sterkra er 13. Be5! og stað- an er í jafnvægi. 13. … Dd7 14. Hc5 Rd5 15. Bg3 e5 16. Rb3 Had8 17. Dc2 e4 18. Rfd4 e3 Svartur hefur með nokkrum markvissum leikjum náð að hrifsa til sín frumkvæðið. 19. Kh1 exf2 20. Dxf2 Re3 21. Hg1 Hc8 22. Hxc8 Dxc8 23. Bf4 Rg4? Hér fer svartur að missa tökin. Athyglisverð leið var 23. … Rxg2!? 24. Hxg2 Dh3 25. Bd2 Bh6! 26. Kg1 He1+! 27. Bxe1 Be3 ,en hvítur virðist halda í horfinu með því að leika H28hg3. 24. Dg3 h5 25. h3 Rf6 26. Hf1 Re4 27. Dd3 g5? Teygir sig of langt. Betra var 27. … h4. 28. Bh2 Be5 29. Rf5! Góður staður fyrir riddarann. 29. … f6 30. Bxe5 Hxe5 31. Rbd4 h4 32. Kg1 Bd5 33. Rh6+ Kh8 34. Rg4! Bc4 35. Df3! Jóhanna hefur með ágætri taflmennsku náð að snúa tafl- inu sér í vil. 35. … Bxf1 36. Rxe5 fxe5 37. Dxe4 exd4 38. Dxd4+ Kh7 39. Dxa7+ Kg6 40. Db6+ Kh5 41. Kxf1 Dc4+ 42. Kg1 Dxa2 43. Kh2! Dc4 44. Df6 Db5 45. Dg7 Dd3 46. Dc7 Kg6 47. c4 a5 – og féll á tíma um leið en staðan er töpuð því svartur á engar skákir eftir skálínunni h2-b8 og ræður ekki við c- peðið. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Líf í tuskunum hjá ólympíuhópi kvenna Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.