SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 42
42 30. október 2011
Þ
essi bók tók mjög mikið á mig
sálarlega þegar ég var að skrifa
hana,“ segir Steinunn Sigurð-
ardóttir rithöfundur og vísar
þar til nýjustu skáldsögu sinnar, Jójó,
sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég hef
alltaf tekið það mjög nærri mér að vita af
börnum sem fullorðna fólkið svíkur og
hefði þess vegna frekar viljað forðast
þetta verkefni. En á sama tíma fannst
mér ég eiginlega ekki maður með mönn-
um nema ég reyndi að leggja mitt af
mörkum í skáldskap til þess að tala um
börn, þann háska sem þau geta lent í og
skaðann sem af getur hlotist.“
Í Jójó segir af einstöku sambandi
tveggja en mjög svo ólíkra karlmanna
sem bindast órjúfanlegum vináttubönd-
um. Mennirnir tveir eru eins ólíkir og
hugsast getur með tilliti til þjóðernis,
starfs og stöðu, því annar þeirra er virðu-
legur, flottur, ungur og farsæll krabba-
meinslæknir meðan hinn er óhrjálegur
franskur útigangsmaður sem lendir í
meðferð hjá þeim fyrrnefnda. „Í ljós
kemur að það er leyndarmál sem tengir
þá,“ segir Steinunn og tekur fram að erf-
itt sé að tala um bókina án þess að segja of
mikið og spilla þar með lestrinum fyrir
væntanlegum lesendum. „Ég get þó sagt
að bókin byrjar á því drama að læknirinn
fær í hendurnar sjúkling sem hann vill
helst ekki hafa neitt með að gera og
myndi helst vilja feigan. Í kjölfarið lendir
hann í sálarháska því hann veit ekki
hvernig hann á að höndla aðstæðurnar.“
Barnið ofurselt aðstæðum sínum
Hvernig kom þessi saga til þín?
„Yfirleitt veit ég voða lítið um það
hvernig sögurnar mínar verða til. Sem
dæmi get ég nefnt að þegar ég er spurð
um tilurð Góða elskhugans þá get ég í
mesta lagi sagt að það hafi verið nafn á
leiði sem ég sá fyrir 20 árum sem varð
kveikjan að bókinni. Ég veit reyndar ekki
lengur hvar leiðið er, en aðalatriðið er að
konan hét Doreen Ash.
Það er hins vegar ekkert launungarmál
að einn helsti drifkraftur þess að ég skrif-
aði Jójó er reiði og frústrasjón yfir því
hvernig farið er með börn. Þegar kemur
að réttindum barna þá lifum við á mið-
öldum. Ef barn er alið upp við ofbeldi eða
óþolandi aðstæður þá hefur það ekki
fræðilegan möguleika á því að koma sér
út úr þeim ef foreldrarnir hylma nógu vel
yfir það sem er að gerast á heimilinu.
Barnið er ofurselt aðstæðum sínum og
það er óþolandi,“ segir Steinunn og tekur
fram að hún sé einnig mjög hugsi yfir því
hversu erfitt geti reynst fyrir börn að
segja frá ofbeldinu og vera trúað.
Vandamál hvað má segja mikið
Er erfitt fyrir þig sem höfund að takast á
við þetta efni?
„Þetta er í rauninni allt alveg djöfl-
inum erfiðara. Í Góða elskhuganum
leyfði ég mér að skrifa um hamingju í
hluta bókarinnar. Hamingjan er gagnsæ,
hún er sjálfsögð, hún er jákvæð. En í raun
er miklu erfiðara að skrifa um hana en að
skrifa um sorg. Í Jójó er það hins vegar
miðlægt vandamál hvað má segja mikið.
Hvernig miðla ég því með skýrum hætti
hvað er í gangi án þess að fara yfir strik-
ið.“
Nú hefur þú í síðustu bókum þínum
kosið að skrifa út frá sjónarhóli karl-
manna. Hvað veldur?
„Það er reyndar auðveldara að skrifa út
frá sjónarhóli karla, því þá fæ ég að
ímynda mér eins og mér sýnist. Það er
erfiðara að skrifa um kvenfólk því ég
stend því nær og þá er hættan sú að fjar-
lægð skorti. Þetta er hins vegar ekki til
þess að búa í haginn fyrir mig heldur af
því að sögurnar koma svona til mín á
hverjum tíma.“
Hef aldrei skrifað neitt þessu líkt áður
Talandi um fjarlægð þá vekur það at-
hygli að ólíkt fyrri bókum þínum þá er
Ísland víðs fjarri í Jójó. Hafa búferla-
flutningar þínir frá Frakklandi til Berl-
ínar árið 2008 haft sín áhrif eða ertu
meðvitað að reyna að skrifa þig inn á
Skrifin tóku
mjög mikið
á sálarlega
Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér nýja
skáldsögu sem nefnist Jójó. Segir hún einn helsta
drifkraft þess að hún skrifaði bókina vera reiði
og frústrasjón yfir því hvernig farið er með börn.
Texti: Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
N
emandi spurði nú í vikunni:
Hvort er réttara að tala um að
slíta samvistir eða slíta sam-
vistum? Lítum á sögnina slíta.
Sögnin slíta hefur nokkrar merkingar
og hún stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli:
slíta eitthvað eða slíta einhverju, og það
vill svo til að merkingin er ekki sú sama ef
fallstjórnin er önnur.
Slíta, í merkingunni ,skilja að, taka í
sundur, slíta í tvennt eða rífa,‘ tekur með
sér þolfall. Menn slíta band, snúru eða
taug, slíta eitthvað upp, jafnvel með rót-
um, menn verða stundum að slíta sig
lausan, slíta sig frá verki þótt þeim sé það
þvert um geð, og einnig er unnt að slíta
einhvern af sér sem manni þykir leið-
inlegur eða þreytandi. Í öllum þessum
dæmum stýrir sögnin þolfalli og merk-
ingin er í grundvallaratriðum hin sama:
‚taka í sundur eða skilja að‘. Náskyld
þeirri merkingu er merkingin að ‚tæta
sundur‘ sem algeng er í fornsögum þegar
hrafnar eða úlfar slíta hræ að loknum orr-
ustum.
Þegar sögnin slíta stýrir þágufalli, slíta
einhverju, er um tvær merkingar að ræða:
Fyrri merkining er sú að eitthvað ‚eyðist,
lúnar, slitnar eða þreytist af notkun eða
aldri‘: Slíta má fatnaði eða áhöldum og
menn verða margir hverjir slitnir af elli.
Nokkuð kaldhæðið dæmi um notkun
sagnarinnar slíta í þessari merkingu má
finna í Gísla sögu Súrssonar þegar Börkur
hinn digri heimtar af Ingjaldi í Hergilsey
að hann selji fram sakamanninn Gísla
Súrsson en hótar honum lífláti ella. En
Ingjaldur svarar svo: „Eg hefi vond klæði
og hryggir mig ekki þó að eg slíti þeim eigi
gerr.“
Síðari merking sagnarinnar slíta með
þágufalli er að ‚enda eitthvað eða rjúfa,
ljúka einhverju eða láta eitthvað hætta‘.
Menn slíta tali, slíta fundi eða þingi, þjóð-
höfðingjar slíta viðræðum, par getur slitið
sambandi sínu eða trúlofun sinni og í
fornsögum slitu menn búi eða bardaga í
þágufalli.
Rétt er að geta þess að þolfalli bregður
fyrir með sögninni slíta í þessari merk-
ingu frá fornu fari við hlið þágufallsins.
Þeir slitu talinu eða talið, slitu þinginu eða
þingið, slitu veislunni eða veisluna.
Orðið samvist eða samvistir er ein teg-
und af samskiptum manna sem eiga sér
upphaf og endi, líkt og fundur, þing, eða
trúlofun og líklega er eðlilegast og al-
mennast í nútímamáli að samvistum sé
slitið í þágufalli líkt og fundi, þingi eða
trúlofun. Að slíta samvistir í þolfalli getur
samt engan veginn talist rangt.
Þegar Þorgeir Ljósvetningagoði mælir
fyrir kristni á Íslandi leggur Ari fróði hon-
um þessi orð í munn: „Það mun verða
satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér
munum slíta og friðinn.“ Hugsanlegt er að
Þorgeir hafi litið á friðinn eins og þing eða
samtal og að með því að slíta friðinn væri
friði einfaldlega lokið. Heldur er það samt
bragðdauf notkun sagnarinnar.
Hitt er líklegra að Þorgeir hafi haft í
huga þá merkingu sagnarinnar að ‚rífa eða
tæta sundur‘ líkt og þegar hrafnar slíta
hræ. Og satt að segja er ólíkt mergjaðra að
hugsa sér lögin og friðinn slitin og tætt af
ósætti landsmanna um hinn nýja sið.
Úr því að minnst er á ófrið má geta þess
að í fréttum er stundum sagt frá því að
stríðandi aðilar hafi samið um vopnahlé,
jafnvel varanlegt vopnahlé. Ég bið les-
endur velta fyrir sér hvort hlé geti verið
varanlegt og hvort hepplegra er að slíta
hléið eða slíta hléinu.
Framundan er dagur íslenskrar tungu.
Látum oss vona að fjölmiðlaumræðan
verði ekki með sama jarðarfararsniðinu og
undanfarin ár. Losum okkur við gam-
alþreytt tuð um málspillingu unga fólks-
ins og áhrif enskunnar, og sleppum því
hvað íslenskan á skammt í að bætast í
flokk útdauðra tungumála í heiminum.
Við getum notað daginn í svo margt ann-
að, þar á meðal góða og gagnrýna umræðu
um hlutverk tungumálsins í menningu og
samskiptum, og hvernig við notum eða
misnotum tungumálið í pólitískri um-
ræðu. Það mætti til dæmis ræða við
stjórnendur kennaramenntunar í landinu
og spyrja hvað gert sé til að búa leik- og
grunnskólakennara undir að ausa af lind-
um bókmenntanna með öllum börnum og
kenna þeim að nota móðurmál sitt af
kunnáttu í námi, leik og starfi.
Lifið heil!
Slitnar friður?
’
Losum okkur við
gamalþreytt tuð um
málspillingu unga
fólksins og áhrif ensk-
unnar, og sleppum því hvað
íslenskan á skammt í að
bætast í flokk útdauðra
tungumála í heiminum.
El
ín
Es
th
er
Pólfara-
félagið
Málið
Þá er kominn
tími til að slíta
fundinum...
Getum við ekki
frekar bara hætt
og farið heim?
Tungutak
Baldur Sigurðsson
balsi@hi.is
Lesbók