SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 47
30. október 2011 47
Þ
etta fór fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Thomas Böhm um þátttöku Íslands í
bókastefnunni í Frankfurt, en hann var
þýskur bókmenntaráðunautur Sögueyjunnar
Íslands. Einróma álit þeirra fjölmörgu sem blaðamað-
ur ræddi við á bókastefnunni var að það hefði verið
mikið lán að njóta krafta hans á tímabilinu, bæði
vegna góðrar yfirsýnar og öflugra tengsla innan
þýsks bókmenntaheims og eins vegna mikils metn-
aðar fyrir hönd verkefnisins.
„Við gátum verið bjartsýn, þar sem við höfðum
skipulagt okkur langt fram í tímann og unnið úr
helstu smáatriðum, þetta snýst jú allt um þau,“ bætir
hann við. „Flestir í teyminu voru saman í Frankfurt
mánuði áður en bókastefnan hófst og leystu úr flækj-
um sem upp komu, hvaða höfundar kæmu, hver
sækti þá, hver færi á hvaða bás, og svo framvegis.
Það var aldrei einn um verkefnin, heldur unnu tveir
og þrír að þeim saman. Þetta var auðvitað mikil
vinna, en það var aldrei stress eða óvissa um að við
réðum við þetta.
Þar sem við lögðum mikla vinnu í undirbúninginn
gátum við verið bjartsýn, en við gátum aldrei verið
viss um hvernig uppskeran yrði – hversu dásamlegt
yrði að fylgjast með gestum koma í íslenska skálann
og upplifa nándina við bókaunnendur á íslenskum
heimilum – fara ríkari en þeir komu. Frankfurter
Allgemeine Zeitung sagði að þar hefði rifjast upp um
hvað bókastefnan snerist fyrr á tímum – gleðina að
lesa. Hana væri að finna í íslenska skálanum; Íslend-
ingar hefðu ekki misst sjónar á tilganginum með
þessu öllu saman.“
– Það er líka mikill árangur að stuðla að útgáfu á
yfir 200 íslenskum höfundarverkum í Þýskalandi?
„Já, en þú verður að skilgreina það betur. Annars
spyr fólk sig hver hafi efni á að kaupa yfir 200 bækur
eða tíma til að lesa þær. Það er ástæðan fyrir því að
við gáfum út bækling fyrir þýsk bókaforlög, sem
byggist á íslenska bókalistanum sem kemur út á Ís-
landi fyrir hver jól. Þar veitum við yfirsýn yfir bæk-
urnar sem koma út en þeim er kaflaskipt og þar eru
til dæmis aðeins tæplega 40 nýjar skáldsögur.
Í aðra röndina er hægt að mæla árangurinn út frá
arði af verkefninu. Sala á höfundarrétti felur í sér
tekjur fyrir íslensk útgáfufyrirtæki og íslenska höf-
unda og við getum verið stolt af því hversu vel tókst
til. En jafnframt þurfum við að gæta þess að senda út
rétt skilaboð í Þýskalandi. Þetta snýst líka um fjöl-
breytni og breidd samtímabókmennta á
Íslandi. Margir höfundar hafa ekki enn
verið þýddir. Og það er ánægjulegt að
út eru að koma sígildar sögur, sem ekki
hafa verið þýddar áður, bækur eftir
Indriða G. Þorsteinsson og Þórberg
Þórðarson, Íslendingasögurnar í nýrri
þýðingu og hvern hefði dreymt um að
ævisaga Snorra Sturlusonar yrði gefin út
í Þýskalandi!“
– Fá Þjóðverjar ekki nóg af íslensk-
um bókum?
„Þetta er aðeins upphafið,“ svarar
Böhm og hristir höfuðið sannfærður. „Nú hefur
komist á samband milli íslenskra höfunda og þýskra
forleggjara. Auðvitað munu ekki allar íslenskar bæk-
ur seljast vel, við skulum ekkert vera að blekkja
okkur, sumar munu ganga upp og aðrar ekki. Það
getur verið tilviljun. En hingað til hefur Taxi 79 selst
í yfir 10 þúsund eintökum, fyrsta upplag af öllum
bókum Suhrkamp-forlagsins seldist upp og Hall-
grímur Helgason komst á metsölulista Spiegel yfir
harðkápubækur. Og það hefur rignt jákvæðum dóm-
um, svo við skulum krossleggja fingur og vona að
jólin verði íslenskum höfundum gæfurík.“
– Hvernig eiga Íslendingar að fylgja þessu eftir?
„Það er ekki mitt að ákveða. Ég er ekki í því hlut-
verki og ætla ekki að setjast í dómarasæti. En ég get
lagt mat á það sem gengið hefur upp hjá öðrum
þjóðum. Hollendingar festu í sessi það skipulag, sem
mótast hafði er þeir voru heiðursgestir í Frankfurt
árið 1992. Þeir starfræktu bókmenntasjóðinn áfram
og héldu við upplýsingakerfinu, annars vegar til að
sjá um hvernig efni væri undirbúið og kynnt fyrir
erlendum útgáfufyrirtækjum og hins vegar til að
upplýsa almenning. Vefsíða Sögueyjunnar Íslands er
einmitt frábært fordyri íslenskrar menningar.
Þetta tvennt er mikilvægt. En svo gafst líka vel hjá
Hollendingum að halda í það skipulag að eftir sem
áður þurfi erlendar menningarstofn-
anir aðeins að þekkja eitt símanúmer
til að fá aðstoð. Það brúar gjár og
Hollendingar hafa áttað sig á því. Ef
ég rek menningarstofnun í Þýskalandi
og vil vinna með hollenskum útgef-
anda, þá hringi ég í náunga sem heitir
Bas Pouw. Erindið getur verið af ýms-
um toga, til dæmis að mig vanti sex
áhugaverða íslenska höfunda á bók-
menntahátíð, fimm íslenskar útgáfur
á ráðstefnu eða fimm íslenska blaða-
menn í kynningarferð.“
– Spurst hefur að þú takir núna við alþjóðlegri
bókmenntahátíð í Berlín.
„Nei,“ segir hann og hlær. „Ég mun byrja að hugsa
um það 2. janúar árið 2012. Það var skilyrði af minni
hálfu þegar ég réð mig þar til starfa. Annað væri
ómögulegt og myndi skaða bæði verkefnin. Ég mun
ljúka starfi mínu með Íslendingum og síðan taka við
keflinu í Berlín. En í nýja starfinu hlakka ég til að
bjóða íslenskum höfundum til Berlínar og starfa með
bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Ég er í ágætu sam-
bandi við skipuleggjendur hennar, hef sótt hana
þrisvar og er öllum hnútum kunnugur, svo það væri
ánægjulegt ef tækifæri gæfist að starfa með þeim.“
Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring-
@mbl.is
Síðasta orðið …
Thomas Böhm
Gátum verið bjartsýn en aldrei viss
’
En í nýja
starfinu
hlakka ég til
að bjóða íslenskum
höfundum til Berl-
ínar og starfa með
bókmenntahátíð-
inni í Reykjavík.