Morgunblaðið - 07.05.2010, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.2010, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HAFNARFJARÐARBÆR er í ábyrgðum fyrir lífeyrisskuldbindingum starfsmanna sem störfuðu hjá Byr. Skuldbindingin nam 1,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Að mati endurskoðenda getur þessi ábyrgð haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þetta mál má rekja aftur til ársins 1971 þegar Hafnarfjarðarbær veitti ábyrgð á skuldbindingum starfsmanna Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Á þeim tíma lá fyrir að iðgjöld dygðu ekki fyrir þeim lífeyr- isskuldbindingum sem starfsmönnum var lofað. Gengið var frá málum með þeim hætti að bærinn tók á sig að bera ábyrgð á því sem upp á vantaði. Sparisjóður Hafnarfjarðar rann inn í Byr fyrir nokkrum árum. Eftir að Byr komst í þrot á dög- unum sendi Eftirlaunasjóður Hafnarfjarðar fyr- irspurn til Fjármálaeftirlitsins um hvort líta mætti svo á að bærinn væri laus undan ábyrgðinni þar sem í tilkynningu FME segir: „Byr hf. yfirtekur réttindi og skyldur sam- kvæmt ráðningarsamn- ingum starfsmanna ann- arra en sparisjóðsstjóra og framkvæmdastjóra/ forstöðumanna einstakra sviða.“ Ekki er víst að Hafnarfjarðarbær komist undan þessari ábyrgð og hún er enn skráð í ársreikning sveitarfélagsins. Með ársreikningnum fylgja at- hugasemdir endurskoðenda þar sem segir: „Komi skuldbindingin til með að falla að einhverju leyti á sveitarfélagið getur það haft veruleg áhrif á fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins.“ Kópavogur og Reykjanesbær voru búnir að ganga frá ábyrgðum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna sem störfuðu hjá Sparisjóði Kópa- vogs og Sparisjóði Keflavíkur. Lífeyrisskuldbind- ingar falla heldur ekki á sveitarfélögin vegna falls Spron eða Sparisjóðs Mýrasýslu, en einhverjir starfsmenn eiga hins vegar réttindi í LSR. Keyptu skóla og leikskóla Hafnarfjörður fór ásamt fleiri sveitarfélögum út á þá braut að gera samning við Nýsi hf. að byggja og reka mannvirki sem bærinn leigði síðan af fyr- irtækinu. Nýsir varð gjaldþrota á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Hafnarfjarðarbæjar að í framhaldinu hafi sveitarfélagið keypt af þrota- búinu eignirnar Lækjarskóla, íþróttahús Lækjar- skóla, Bjarkarhús og leikskólann Álfastein. Kaup- in voru fjármögnuð með lántöku hjá NBI hf. Að mati stjórnenda bæjarins hefur yfirtaka þessara eigna skilað bænum verulegri hagræðingu í rekstri. Auk þess verði eignamyndun á lánstím- anum en hún var ekki fyrir hendi í eldri samningi við Nýsi. Ábyrgist lífeyrisskuldbindingar  Hafnarfjarðarbær er í ábyrgðum fyrir lífeyrisskuldbindingum starfsmanna Byrs  Ábyrgðin hljóð- aði upp á 1,3 milljarða um áramót  Ábyrgðin getur haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Í HNOTSKURN »Rekstrarafkoma bæjar-sjóðs Hafnarfjarðar eftir fjármagnsliði var neikvæð um 1.513 milljónir króna í fyrra og rekstrarafkoma A- og B- hluta neikvæð um 1.681 millj- ónir króna. »Rekstrargjöld í A-hlutabæjarsjóðs lækkuðu um 1.640 milljónir og A og B hluta 1.740 milljónir. Stjórnendur bæjarins segja þetta sýna að þær hagræðingaraðgerðir sem farið var í hafi skilað ár- angri. REKSTUR A- og B-hluta Garða- bæjar skilaði 432,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Garðabær er eina sveitarfélagið á höfuðborgar- svæðinu sem hefur skilað jákvæðri niðurstöðu á A- og B-hluta. Reykja- vík skilaði hagnaði bara á A-hluta. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir þessa jákvæðu nið- urstöðu ekki vera tilviljun. Strax á árinu 2008 hafi stjórnendur bæj- arins farið út í mikla vinnu við að hagræða í rekstri sem skilaði sér í minni útgjöldum árið 2009. Stefnt hafi verið að hallalausum rekstri og það hafi tekist. Í fjárhagsáætlun hafi verið reiknað með 10% aukningu á fjármagnsliðum, talsvert meira en önnur sveitarfélög. Í Garðabæ hafi einnig verið reiknað með 15% lækk- un á tekjum sem sé einnig meira en aðrir reiknuðu með í sínum fjárhags- áætlunum. Strangari áætlun hafi skilað því að markmið um halla- lausan rekstur hafi náðst. Garðabær hefur gert leigusamn- ing við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um fjórar fasteignir. Stærst þeirra er Sjálandsskóli. Leigu- greiðslur vegna skólans koma til endurskoðunar á 5 ára fresti á leigu- tíma og í fyrsta skipti á árinu 2010. Ef ekki nást samningar við Eign- arhaldsfélagið Fasteign hf. um leiguverð er sveitarfélaginu heimilt að kaupa hinar leigðu eignir á fram- reiknuðu byggingarkostnaðarverði, en það er um einn milljarður króna. Fasteign veitir Garðabæ 28% af- slátt á leiguverði á þessu ári. egol@mbl.is Garðabær skilar hagnaði Rekstrarafkoma sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu 2009 Rekstrarhagn. Rekstrarhagn. A - sjóðs Samstæðu þús.kr. þús.kr. Reykjavík 3.298.882 -1.650.431 Kópavogur -3.211.653 -4.068.068 Hafnarfjörður -1.513.323 -1.681.157 Seltjarnarnes -658.864 -728.274 Mosfellsbær -322.000 -267.000 Garðabær 395.906 432.447 Sýnir hagnað bæði á A- og B-hluta Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÉG fékk vondar legur þegar ég var yngri og var mikið veikur í spönsku veikinni 1918. Það var hörmungarár og víða manndauði,“ sagði Stefán Bjarnason, verkamaður, sem fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er ern og hress þrátt fyrir veikindi fram eftir aldri. Örlagaárið 1918 átti Stef- án heima í Eyði-Sandvík í Flóa, rétt neðan við Selfoss. „Ég varð ansi veikur og missti eiginlega alveg sjón á hægra auga út frá spönsku veik- inni. Það lágu allir á heimilinu í rúminu, að mig minnir. Það varð að fá stúlku frá Reykjavík til að hugsa um mannskapinn.“ Þetta haust varð einnig Kötlugos. „Það varð myrkur um miðjan dag. Við heyrðum drunur og sáum leiftur – eldglæringar – í myrkrinu. Það var afskaplega skuggalegt.“ Stefán vann við bústörf og annað sem til féll. Hann fór 16 eða 17 ára á vertíð í Þorlákshöfn og reri á ára- skipi. Á vertíðinni var settur mótor í bátinn svo Stefán kynntist einnig upphafi vélbátavæðingar. Þegar Stefán var að verða tvítugur ákvað faðir hans að bregða búi og freista gæfunnar í Reykjavík – hélt að af- koman yrði eitthvað skárri þar en í sveitinni. Var og er kommúnisti „Kreppan tók á móti mér hér í Reykjavík. Það var grimmasta kreppa alveg,“ sagði Stefán. Nú er talað um kreppu á Íslandi. Stefán sagði að ástandið þá og nú væri ekki sambærilegt. Þá þekktust t.d. ekki atvinnuleysisbætur. Verst af öllu var atvinnuleysið. „Menn þurftu að þekkja einhvern til að fá vinnu,“ sagði Stefán. „Ég man að mér var boðin vinna í kortér. Menn tóku því. Það var kallað í okkur í Verka- mannaskýlinu og boðin vinna í kortér og við rifumst um þetta!“ Stefán kvaðst hafa tekið þátt í stjórnmálum eftir því sem hann gat. Hann var félagi í Kommúnistaflokki Íslands og Brynjólfur bróðir hans formaður flokksins. Síðar gekk Stef- án í Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalistaflokkinn. „Það var ákaf- lega erfitt fyrir mig að fá atvinnu út af skoðunum mínum. Verkstjóri sem ég vann oft hjá, og ég hafði kynnst í Flóanum, sagði að oft hefði verið hringt í hann og hann hvattur til að taka alls ekki kommúnista í vinnu,“ sagði Stefán. „Ég sagði öllum þá og eins í dag að ég sé kommúnisti. Það var ekki mjög vinsælt þá og er ekki í dag heldur. En þetta voru bestu félagarnir í þessari stóru kreppu. Stóðu afskaplega vel saman og voru ákaflega góðir félagar og vinir.“ Stefán starfaði aðallega við hús- byggingar og við höfnina hjá fyr- irtækjum á borð við Alliance og Kveldúlf. Meðal húsa sem Stefán vann við voru Þjóðleikhúsið og Hall- grímskirkja. Stefán byggði sér einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík, í hverfi sem nú er mjög eftirsótt. „Við vorum á stöðugum flækingi í leiguíbúðum. Keyptum líka íbúðir og gerðum upp og seldum. Ég gafst alveg upp á því. Ég sótti um lóð hér í gríni og taldi útilokað að ég fengi hana.“ Embættismaður hjá borginni hvatti hann til að sækja um. „Hann sagði að margir væru búnir að skila lóð- um á þessum stað. Þeim þætti þetta vera útnári og vildu ekki sjá lóð á svona stað,“ sagði Stefán og hló. Hann fékk lóðina og hefur unað sér vel síðan í veðursældinni í Laug- ardalnum. Stefán vann fulla vinnu fram yfir 85 ára aldur. En hverju þakkar hann góða heilsu seinni hluta æv- innar? „Ég þakka hana mjög mikið því að ég stundaði íþróttir. Ég gekk í Ármann og þar fékk maður svo að segja ókeypis íþróttir nær alla daga ef maður vildi. Ég fór á hverju ein- asta kvöldi mátti heita á æfingar, annað hvort í glímu eða frjálsum íþróttum. Lengi vel eftir erfiðan vinnudag. Ég hætti glímunni en leikfimin var góð með vinnunni,“ sagði Stefán. „Kreppan tók á móti mér hér í Reykjavík“ Morgunblaðið/Ernir 100 ára Stefán Bjarnason fékk spönsku veikina 1918 og man Kötlugosið sama ár. Kreppuárin og atvinnuleysið er honum minnisstæð. Einu sinni var Stefáni og fleirum sem biðu í Verkamannaskýlinu boðið að vinna í kortér! Stefán Bjarnason, verkamaður, er 100 ára í dag Stefán Bjarnason verkamaður fæddist 7. maí 1910 í Ölvisholti í Árnes- sýslu, sonur Bjarna Stefánssonar frá Núpstúni í Hrunamannahreppi og Guðnýjar Guðnadóttur frá Forsæti í V-Landeyjum. Foreldrar hans eign- uðust fjögur börn. Elstur var Brynjólfur, alþingismaður og ráðherra, fæddur 1898. Stefanía fæddist 1902 og dó mjög ung. Einar Steindór, bankastarfsmaður og sjómaður, var fæddur 1906 og yngstur var Stefán. Hann er einn eftirlifandi af systkinahópnum. Stefán man tímana tvenna. Hann fékk spönsku veikina 1918 og man eftir Kötlugosinu sama ár. Ungur fór hann til sjós á teinæringi, áraskipi, frá Þorlákshöfn og náði þannig í skottið á árabátaútgerðinni. Þegar hann flutti til Reykjavíkur 1930 tók heimskreppan á móti honum og í hönd fóru erfið ár atvinnuleysis og hörð stjórnmálabarátta. Kona Stefáns, Rósa Sigríður Kristjánsdóttir, dó fyrir 11 árum. Með henni eignaðist Stefán þau Ragnar og Guðnýju. Hann eignaðist dótturina Elsu með Ingibjörgu Vestmann Einarsdóttur. Stefán sagðist ekki hafa lengur tölu á barnabörnum og afkomendum þeirra. Öldungur sem reyndi aldahvörf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.