Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson og Helga Bjarnason HJÓNIN á bænum Nykhóli við Pétursey, þau Guðjón Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir, segja verulega farið að þrengjast um í fjárhúsunum hjá þeim. Þau eru með fjögur hundruð fjár þegar allt er talið og búast við því að um 650 lömb komi í heiminn hjá þeim þetta vorið. Sauð- burður er aðeins um það bil hálfn- aður. Á sama tíma er ekki þorandi að setja neitt út á tún, að sögn Jó- hönnu, og sífellt þrengir meira að. Nágranni þeirra á Eystri-Péturs- ey hafði sett kindur út á heimatún- ið, eftir rigningarskúr um morg- uninn, en reiknaði með að taka þær aftur inn seinni partinn, þegar allt var þornað. Ókennileg lykt í loftinu Öskufall var á Nykhóli í gær- morgun þegar hjónin fóru á fætur. „Þá var hérna einhver mjög óþægi- leg lykt í loftinu sem við höfum aldrei fundið áður,“ segir Jóhanna. Askan sem þá féll hafi líklega verið á einhvern hátt mengaðri en í upp- hafi gossins. Landbúnaðar- ráðunautur sem var hjá þeim fyrr um daginn hafði viðrað sömu skoð- un og varað við því að fé yrði sett út. Sem þumalputtareglu hafði hann stungið upp á því að hvítu papp- írsblaði væri strokið eftir grasinu á túnum. Ef það kæmi aska á blaðið ætti ekki að setja féð út. Féð rúmast ekki allt á húsi Venjan er sú að hafa nýbornar kindur í sérstakri kró með lömbum sínum í nokkra daga, áður en þær eru settar út. Smám saman fjölgar krónum og plássið minnkar. Guðjón segir það fjarri lagi að allir bændur hafi nóg pláss til að hafa allt fé á húsi, með lömbum. Verði ekki hægt að setja neitt út áður en sauðburður klárist verði húsakosturinn sprung- inn undan fjöldanum. Þau hjónin eru samt nokkuð róleg yfir þessu enn sem komið er. Segja ekkert neyðarástand orðið enn. Jó- hanna segir þó líklegt að þau þurfi að sleppa því að heyja á hluta af jörðinni, til þess að geta beitt kind- unum á þau tún, ef það verður hægt. Hún kveðst þó ekki hafa sér- stakar áhyggjur af heyjum. Nóg eigi að vera til af því í landinu og al- mennt hægt að verða sér úti um það. Hins vegar sárvantar orðið rign- ingu á þessu svæði. Jóhanna segir það vel þekkt að Mýrdalurinn og þetta svæði séu oft einhver þau vot- viðrasömustu á landinu. Af og til komi þó ár þar sem hann hangi mjög þurr. Nú virðist ætla að stefna í það. Mikið mál að flytja lambfé „Mér heyrist menn taka einn dag í einu og bændur bera sig nokkuð vel,“ segir Borgar Páll Bragason, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Ís- lands. Hann hefur heimsótt sauð- fjárbændur á öskufallssvæðunum í Vestur-Skaftafellssýslu undanfarna daga ásamt héraðsráðunautum. Sauðburður er víðast byrjaður og sums staðar langt kominn. Borgar Páll segir að þar sem sauðburður er langt kominn sé víða orðið þröngt í fjárhúsum. Ástandið sé betra þar sem bændur hafi verið að fækka fé og hafi nóg húspláss. Fanney Ólöf Lárusdóttir, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands, hefur verið að heimsækja bændur þótt hún standi sjálf í sauð- burði. Hún segir að allir bændur séu að reyna að finna lausnir á vandanum. Víða séu tóm hús en mikið mál að flytja lambfé og eng- inn mannskapur til að hirða um það á mörgum stöðum. Katrín Andrésdóttir héraðs- dýralæknir segir að mælingar sýni að askan sé mikið menguð af flúor og það þurfi að rigna töluvert mikið til að mengunin skolist úr. Hún var- ar bændur sérstaklega við að fé komist í mengað skolvatn. Dilkar verða rýrari í haust Hætt er við að smitsjúkdómar nái sér af stað í þröngum fjárhúsum og lömbin geta flæmst frá ánum. Katr- ín bætir því við að ærnar séu vanar því að komast út á græn grös og því mjólki þær minna inni. Hún segir að erfitt geti verið að ráða við ærnar þegar þeim er sleppt út, þær séu vanar að fara í sína haga. Vandamál sé með afréttina, víða mikil aska og ekki hægt að hleypa þangað fé. Katrín segir mælt með því að bændur girði af skika heima við bæina, hreinsi af þeim ösku og gefi út rúllur og hafi rennandi vatn. Hún telur ljóst að öskufallið leiði til þess að dilkar verði rýrari í haust. Morgunblaðið/Kristinn Bændurnir á Nykhóli Hjónin Guðjón Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir standa nú í ströngu í sauðburði. Þau reikna með að beita kindum á ræktarlandið í sumar og sleppa því að heyja hluta þess. Lambféð sprengir utan af sér húsin en ekki má setja það út  Sauðburður víða langt kominn á öskufallssvæðum en ekki er einfalt að halda öllu á húsi fram á sumar Eldgosið í Eyjafjallajökli Þurrkað af Stór hópur fólks þreif allt í byggðasafninu í Skógum í gær. Safnið er nú opið ferðamönnum og öðrum gestum, eins og venjulega. Þrjátíu og fimm starfsmenn frá söfnum víðsvegar um landið tóku til hendinni í Skógum í gær. Hóp- urinn þreif allt hátt og lágt, en safnið hefur orðið fyrir barðinu á öskunni úr Eyjafjallajökli. Þórður Tómasson safnstjóri segir öskuna ekki síst smjúga inn í gömlu end- urbyggðu húsin. „Hér var allt í ösku eftir þetta fyrsta öskufall. Hún þrengir sér hér inn í öll hús,“ segir Þórður. „Nú er þetta að verða gott og aðgengilegt, búið að þrífa þetta af vandvirkni, af fólki sem kann til verka,“ bætir hann við og er hæst- ánægður með liðsaukann. Hann segir engar skemmdir hafa orðið á munum safnsins. Alls engar. Byggðasafnið var aftur opnað heimsóknum á laugardaginn var og er stefnt að því að halda því opnu í sumar eins og venjulega. Nýverið var haft eftir Þórði að tveir ömurlegustu morgnar í lífi hans hefðu verið þegar Hekla byrj- aði að gjósa 1947 og svo núna þeg- ar gosið byrjaði í Eyjafjallajökli. Hann segir ákveðið öryggisleysi um framhaldið, en ekki megi gefast upp og því verði safnið opið. Stað- urinn hafi þrátt fyrir allt sloppið nokkuð vel. „Hins vegar ef það hreyfir vind í góðu veðri er hér komið myrkur, hálfgert. Það má bú- ast við því að það haldi áfram fram eftir sumri.“ Byggðasafnið í Skógum nýþrifið og öllum opið Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.