Saga - 2002, Blaðsíða 112
110
HELGA KRESS
Sagan er bæði sönn og ósönn
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-1918) er íyrsti íslenski rit-
höfundurinn sem skrifar sögulegar skáldsögur og hún er jafn-
framt fyrsti íslendingurinn sem hefur ritstörf að atvinnu. Hún
varð þrítug ekkja eftir eins árs hjónaband og fluttist þá vestur um
haf þar sem hún átti heima frá 1875 til 1889, fyrst á Nýja-íslandi og
síðan í Winnipeg. Skáldsaga hennar, Brynjólfur Sveinsson biskup.
Skáldsaga frá 17. öld, sem kom út í Reykjavík árið 1882 (og í
annarri útgáfu 1912), er ekki aðeins fyrsta íslenska sögulega
skáldsagan heldur jafnframt fyrsta skáldsagan eftir íslenska konu.
Aðrar sögulegar skáldsögur hennar eru Elding. Söguleg skáldsaga
frá 10. öld, 1889, Jón biskup Vídalín, sem birtist í ársriti hennar
Draupni, 1. og 2. árgangi, 1892-93, og loks Jón biskup Arason, í
6.-12. árgangi Draupnis, 1902-1908. Eirtnig gaf hún út sögulega
ævintýrið Kjartan og Guðrún, 1886,20 skáldsöguna Högni og Ingi-
björg, 1889, og tvö smásagnasöfn, Sögur og ævintýri, 1884, og Smá-
sögur handa börnum, 1886. Þá var hún fyrsta konan sem gaf út tíma-
rit á íslandi, ársritið Draupni, 1891-1908, barnatímaritið Tíbrá,
1892-93, og mánaðarritið Dvöl, 1901-18. í Vesturheimi safnaði hún
þjóðsögum meðal íslendinga og var úrval þeirra gefið út undir
nafninu Þjóðsögur og sagnir árið 1962. Upphaf að Ritsafni Torfhild-
ar kom út í tveimur bindum á árunum 1949-50 með Brynjólfi
Sveinssyni biskupi og Jóni biskupi Arasyni, en á því varð ekki fram-
hald.21
stefnt gegn höfundargildi Torfhildar fremur en endurlausnarkenningunni
að fela í sér írónískt endurlit, „ofstopafull viðbrögð hins unga Halldórs við
kvenrithöfundum sem eiga sér hliðstæðu í kynjabaráttu áttunda áratugar-
ins." Þar með hylli Halldór óbeint sagnagerð íslenskra kvenna og Torfhildi
Hólm sem með sögulegum skáldsögum sínum hafi skapað andrúmsloft
fyrir skáldsöguna á íslandi.
20 Kjartan og Guðrún er fyrsta íslenska sagan með efni úr íslendingasögu.
Áður hafði Júlíana Jónsdóttir (1838-1917) samið fyrsta íslenska leikritið
með slíku efni, Víg Kjartans Ólafssonar, sem sýnt var í Stykkishólmi vorið
1879. Báðar sækja þær efni í kvenlegt sjónarhorn Laxdælu og ryðja þannig
öðrum sögulegum skáldverkum braut.
21 Gott yfirlit yfir ævi og störf Torfhildar er að finna í inngangi Finns Sig-
mundssonar að útgáfu hans á Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm. Þjððsögur og
sagnir. Sjá einnig Gerður Steinþórsdóttir, „Brautryðjandinn Torfhildur
Hólm", og Björg Einarsdóttir, „Fyrsti íslenski kvenrithöfundurinn".