Saga - 2002, Blaðsíða 281
RITDÓMAR
279
Þótt textinn sé sums staðar sundurlaus eru þar vissulega gagnlegar
athugasemdir. Réttilega er sagt, að alls ekki sé víst að menn þurfi að
hafa haft Nornahamarinn sjálfan undir höndum heldur önnur rit, þar
sem (bls. 381) „hver tók upp eftir öðrum eftir hentugleikum, oft án
þess að geta heimilda." Hliðstæð dæmi frá öðrum tímum eru Biblían
og rit Karls Marx.
Hér eru nefnd tvö óprentuð íslensk galdrarit frá 17. öld (bls. 382),
Hugrás eftir séra Guðmund Einarsson á Staðarstað frá 1627 og rit um
galdra eftir Sigurð Torfason. Telur Matthías óvíst um útbreiðslu
þeirra, en Hugrás er varðveitt í 15 handritum og Ari Magnússon í Ogri
samdi fljótlega rit gegn henni (Einar G. Pétursson, Eddurit Jóns
Guðmundssonar lærða I (Reykjavík, 1998), bls. 111-17). í Hugrás er
kvartað undan því að sýslumenn fylgist ekki nógu vel með galdra-
mönnum og láti straffa þá og reyndi Ari í Ogri því, að bera hönd
fyrir höfuð sér. Séra Jón er sömu skoðunar og séra Guðmundur og eru
dæmi um það á bls. 147 og 153. Samanburður Matthíasar við bækur
úr prentsmiðju Guðbrands er vart réttmætur, því að hann var ekki
snortinn af galdratrúnni.
Réttilega er bent á (bls. 376) að aðstæður á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum séu að mörgu leyti hliðstæðar en ekki bar á göldrum eystra.
Eru galdratrúarhreyfingar ekki hliðstæðar öðrum trúarhreyfingum,
en slíkar leikmannahreyfingar hafa ekki verið algengar á Islandi.
Danir segja ástæður slíkra hreyfinga óhemju flóknar (M. S. Lausten,
Hanmarks kirkehistorie (Kaupmannahöfn, 1996)). Getur ekki sama átt
við galdratrú á íslandi?
Annars hefur mér alltaf þótt óútskýrt af hverju galdratrúin hér á
landi var sérstök, fáar konur brenndar. Séra Jón virðist vera þess full-
viss, að (bls. 126) „Þuríður iðkaði bókalistirnar". Hér kemur fram að
prestur hefur talið hana læsa og skrifandi. Var hún þess vegna talin
hættuleg?
Undir lok þessa kafla er nokkuð fjallað um íslensk efni og er yfirsýn-
m takmörkuð og heimildarýni ábótavant. Hér er getið um lækninga-
Eók Jóns lærða og nokkru skynsamlegar um hana fjallað en í bók
Matthíasar Viðars Galdrar á íslandi, þar sem Jón var talinn höfundur.
Enn virðist hafa farið framhjá honum að til eru særingar og nú er hægt
a& benda á ágæta grein eftir Jón Samsonarson í riti hans Ljóðmál, en
ýmislegt hefur verið skrifað um það efni annars staðar. Hér er óspart
vitnað í Árbækur Espólíns, en því verður að taka með nokkurri varúð
er Espólín sagði um þessa tíma. Verra er þó að þekking á íslenskum
mnnsóknum sýnist vera mjög takmörkuð; má þar nefna, að ekki er
notuð grein Jóns Samsonarsonar „Fjandafæla Gísla Jónssonar lærða í
^lelrakkadal" í 3. bindi Griplu þar sem m.a. er gefið út áminningarbréf
Uuðbrands biskups Þorlákssonar til Jóns Jónssonar á Helgavatni, föð-