Saga - 2002, Blaðsíða 145
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
143
skar úr. Kirkjustaðir sem sóknarkirkjan átti í heild sinni voru,
ásamt kirkjunni, staðir. Kirkjustaður og kirkja voru þá samstæð
heild jarðar og mannvirkja sem átti að þjóna kirkjulegum tilgangi.
Kirkjur sem, að minnsta kosti síðar, voru kallaðar bændakirkjur
og áttu aðeins hluta heimalands eða jafnvel einungis útjarðir voru,
ásamt kirkjuhluta, einungis kallaðar staðir í undantekningartil-
vikum.
Hvorki í registrum Fornbréfasafnsins né í samtímasögunum
fyrirfinnst orðið kirkjustaður sem í íslensku nútímamáli er sam-
nefni og merkir jörð eða bæ sem kirkja stendur á. Orðið er ekki
heldur að finna í seðlasafni Orðabókar Ámastofnunar í Kaup-
mannahöfn sem rúmar um eina milljón seðla úr miðaldamáli.
Finnur Jónsson hafði á sínum tíma orðið þessa var en taldi eigi að
síður að orðið staður gæti ef til vill upphaflega hafa verið stytt úr
/Áirkjustaður", þótt þetta orð virtist ekki koma fyrir.12
Eftir þessar frumrannsóknir hélt ég því ákveðið fram í „Kirkju-
vald eflist" að staðirnir væru kirkjustaðir í heildareign kirkna. Ég
. hafði þá rekist á skilgreiningu sem Jón Sigurðsson hafði haldið
fram í fyrsta bindi Fornbréfasafnsins þegar hann fjallaði um staða-
mál Þorláks helga í lok 12. aldar. Þorlákur krafðist „umráða yfir
stöðum, þ.e. jörðum sem kirkjur stóðu á og heimajarðir voru gefn-
ar til".13 Þessi skilgreining hafði þó vakið litla eða enga athygli en
hún kom vel heim og saman við skilning minn. Seinna skildi ég
Fetur að staðarhugtakið var einnig lögfræðilegt stofnunarhugtak.
Fessu gerði ég nokkur en þó hvergi nærri næg skil í „Frá goða-
kirkju til biskupskirkju" í Sögu íslands III. Þennan skilning hafði ég
þegið frá norsku réttarsögufræðingunum Ebbe Hertzberg og
Absalon Taranger. Þeir héldu því fram að staðirnir væru kirkjuleg-
ar stofnanir, stiftelser.14 Biskupsstólarnir sem afmarkaðar heildir
°g samstæður bygginga eða mannvirkja, fyrst og fremst kirkju, og
jarðarinnar, voru staðir. Sama máli hlaut að gegna um sóknarkirkj-
Ur sem áttu allan kirkjustaðinn. Hin afmarkaða heild bæjarmann-
Vlrkja og jarðar var kirkjuleg stofnun og staður. Taranger hélt því
að auki fram að staður væri þýðingarlán eða tökuþýðing latneska
12 Firmur Jónsson, „Bæjanöfn á íslandi", bls. 450-51.
13 D/I,bls. 245.
14 Ebbe Hertzberg, „Glossarium", bls. 601. - Absalon Taranger, „Om
Eiendomsretten til de norske Præstegaarde", bls. 357-58.