Saga - 2002, Blaðsíða 248
246
HERMANN PÁLSSON
bráðger og bókhneigður, og það er a órði haft að hann lærði að
lesa þrevetur með því að skyggnast til bókar þegar verið var að
kenna eldri bræðrum hans. A unglingsárum braust hann síðan,
mjög svo af eigin ramleik, til náms við Menntaskólann á Akureyri
og brautskráðist þaðan stúdent vorið 1943 með hárri fyrstu ein-
kunn, dúx í máladeild. Þaðan lá leiðin til Háskóla íslands þar sem
hann lagði stund á íslensk fræði sem þá nefndust svo. Jafnan vann
hann samhliða námi sínu, en lauk þó cand. mag. prófi eftir furðu
skamman tíma, einnig með hárri fyrstu einkunn, árið 1947. Eftir
það nam hann keltnesk fræði við Háskóla írlands í Dyflinni og
lauk þaðan B.A. (Honours) prófi 1950. Nam hann þá á skömmum
tíma bæði fornírsku, sem þykir vera strembið mál, og einnig
nýírsku sem hann talaði reiprennandi við þá heimamenn sem enn
varðveittu þjóðartungu sína. Doktor varð hann frá Edinborgar-
háskóla 1980 og heiðursdoktor frá Háskóla íslands á 75 ára afmæli
skólans 1987.
Eftir að Hermann sigldi til írlands haustið 1947 var heimili hans
ætíð á erlendri grund. En hann var svo gróinn íslendingur og kom
svo oft heim að maður tók naumast eftir því að hann væri búsett-
ur erlendis. Að loknu írlandsnáminu, þegar hann var á leið heim
til íslands, var hann gripinn og ráðinn til að kenna íslensku við ha-
skólann í Edinborg. Síðan batt hann ævilanga tryggð við þá fornu
og fögru menningarborg. Við Edinborgarháskóla fékk hann stig'
hækkandi stöður svo sem árin liðu: lecturer, senior lecturer, read-
er og loks prófessor 1982. Jafnframt gegndi hann tímabundið
stöðu prófessors við kunna háskóla í Kanada og Bandaríkjunum-
í Toronto 1967-68 og í Berkeley í Kalíforníu 1977.
Hermann var maður stálminnugur og sílesandi frá ungum aldr1
til hinstu stundar. Hann öðlaðist því yfirburða þekkingu, einkum
að sjálfsögðu á íslenskri tungu og bókmenntum en einnig á marg'
víslegum menntum annarra þjóða. Eljusamur var hann með af'
brigðum og allfús að miðla öðrum af þekkingu sinni og frjósom
um hugmyndum. Nám hans við Háskóla íslands spannaði b<sð>
sögu, málfræði og bókmenntir, síðan bættust við keltnesk frseðú
og á öllum þessum sviðum lét Hermann til sín taka.
í fyrstu bókum Hermanns birtust ávextir af hans keltneska l*r
dómi, eins og eðlilegt mátti telja. írskar fornsögur (1953), með fro
legum formála og skýringum, luku upp heimi bókmennta sem
flestir íslendingar höfðu til þessa aðeins haft af óljósar spurnis