Saga - 2002, Blaðsíða 278
276
RITDÓMAR
að gefa það út einu sinni enn? Mörgum finnst of mikið um að sömu rit-
in séu gefin út aftur og aftur, en of lítið sinnt að gefa út önnur óprent-
uð og lítt kunn, sem myndu auka meir við þekkingu manna á fyrri
tímum en misjafnlega þarflegar endurútgáfur. Þess vegna hlýtur jafn-
an að verða spurt þegar ný útgáfa lítur dagsins ljós: bætir hún við
þekkinguna? Er hún aðeins upptugga eða endurvinnsla á því sem
áður hafði birst?
Meginefni þessarar bókar er vitaskuld útgáfa Píslarsögunnar sjálfrar
eftir eina varðveitta handriti hennar Nks. 1842, 4to. Efnistök eru ann-
ars með þeim hætti að fyrst er „Ævi séra Jóns Magnússonar" eftir
Matthías Viðar Sæmundsson. Aftan við hana er „Þráður helstu at-
burða", sem er gagnlegt. Þar næst eru prentuð „Bréf Kristjáns konungs
fjórða 1617", er bannar mönnum „heimuglegar konstir", og „Kæru-
skjal Þuríðar Jónsdóttur frá Kirkjubóli". Síðan kemur sjálf Píslarsagan
(bls. 57-197), en aftan við hana er „Viðauki" (bls. 199-327), þar sem
prentuð eru ýmis skjöl, sem Jón Magnússon og mál hans varða. Síðasti
hluti viðaukans (bls. 305-27) snertir ekkert það mál heldur er „Um
galdramál séra Árna Loftssonar". Segir í greinargerð fyrir útgáfunni
(bls. 422), að það eigi að vera „lesendum til fróðleiks og samanburðar".
Um viðaukann sáu Þórður Ingi Guðjónsson og Jón Torfason, en aftan _
við hann er kaflinn „Nokkrar persónur", þar sem gerð er grein fyrir
fólki. Lokahluti bókarirmar er eftir Matthías Viðar Sæmundsson og
nefnist: „Galdur og geðveiki. Um píslarsögur og galdrasóttir á sautj-
ándu öld". Þetta er langur kafli (bls. 343-422). Loks er greinargerð
Þórðar Inga Guðjónssonar „Um varðveislu og útgáfu frumheimilda".
Aftast eru skrár.
Verður nú vikið að einstökum hlutum bókarinnar. Ævi séra Jóns er
að verulegu leyti rakin eftir frumheimildum og er oft vísað í prentan-
ir skjala í viðaukanum. Þar er merkust nýjung, að útgefandi getur
nafngreint skrifara handritsins, Jón Sigurðsson. Sá maður var prestur
á Eyri í Skutulsfirði á árunum 1730-40, en var síðan lengi í Kaup-
mannahöfn. Jón hefur sennilegast skrifað handrit Píslarsögunnar fynr
danska fræðimanninn Jacob Langebek (d. 1775), því að það var meðal
bóka hans. Merkilegt er að Ámi Magnússon skyldi ekki ná í Píslarsög-
una, en annaðhvort hefur hann ekki talið söguna þess virði að ásælast
hana eða hún hefur brunnið 1728, en þá fór margt af bókum frá sein-
ustu tímum. Hægt væri að ímynda sér að Píslarsagan hefði ekki verið
meðal þeirra rita sem Árni lagði hvað mest kapp á bjarga. Fyrstur til
að vekja athygli á handritinu var Þorvaldur Thoroddsen í 2. bindi
Landfræðissögu íslands árið 1898. Um svipað leyti samdi Ólafur Davíðs-
son rit sitt Galdur og galdramál á íslandi og eyddi þar mjög löngu máli i
að rekja mál séra Jóns. Sigfús Blöndal gaf síðan Píslarsöguna út á árun-