Saga - 2002, Blaðsíða 121
„Á HVERJU LIGGJA EKKIVORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" H9
víkur, þá eru það fornfræðingarnir einkanlega sem um það geta
borið, og hefi eg þess vegna snúið mjer til rektors lærðaskólans,
heiðurs-doktors (af Uppsala háskóla) Jóns Þorkelssonar, sem er án
efa einn með bestu fornfræðingum. Hann gerði það góðfúslega,
og legg eg hjer með vottorð hans, sem eg bið yður að taka upp í
blað yðar." (Bls. 5) Vottorðið er svohljóðandi:
Eftir tilmælum frú Torfhildar Þorsteinsdóttur Hólm, sem hefr
beðið mig að láta í ljós skoðun mína um hið sögulega í skáldsögu
hennar Eldingu, votta eg hjer með, að eg hefi lesið þessa bók og
hefi einkum haft mikla ánægju af að lesa athugagreinirnar, sem
lýsa frábærum fróðleik og óvenjulega víðtækri lesningu. Frú
Hólm hefir rækilega lesið allar þær íslendinga og Noregs kon-
unga sögur, er gerðust á þeim tíma, er skáldsagan fer fram á, og
þekkir alla hina merkilegustu og mikilhæfustu menn, er þá vóru
uppi. Það sem til er fært úr fornsögunum, er rjett og stendr á
hinum tilvitnuðu stöðum. Til þess að sannfærast um að svo
væri, hefi eg flett upp flestum þeim stöðum í fornsögunum, sem
til er vitnað í fyrstu hundrað athugagreinunum, og hafa tilvitn-
anirnar nálega undantekningarlaust reynst rjettar. Um einstaka
atriði í lífi og háttum fornmanna hefi eg aðra skoðun enn frú
Hólm, t.d. um það, hvað set (í skála) sé; enn eg felli eigi verð á
bókinni fyrir það, og skoða hana sem sérlega merkilegt og virð-
ingarvert verk. (Bls. 5)
Bréfi Torfhildar fylgdu einnig tveir ritdómar úr íslenskum blöðum
sem hún biður um birtingu á en við því varð blaðið ekki. Annar
ritdómurinn, eftir Skúla Thoroddsen, birtist í Þjóðviljanum 21.
apríl 1890. Hann er mjög stuttur og hefst hefðbundið: „Þetta
heljarrit er stærsta skáldsagan, sem út hefir komið hér á landi."
(Bls. 55) Það sem annars einkennir þennan ritdóm miðað við aðra
sem birst höfðu um verk Torfhildar er að ritdómari kyngreinir
ekki höfundinn, heldur tekur hana alvarlega sem rithöfund og
blandar ekki saman bók og konu. Hinn ritdómurinn birtist í Lýð
14. apríl-1890 og er eftir Matthías Jochumsson. Eins og flestir fyrri
ritdómarar, og reyndar Torfhildur sjálf, leggur hann mesta áherslu
á sagnfræðina og hrósar höfundi fyrir ,furðu mikla þekkingu á
fornsögum og fomlífi" og einnig fyrir skýringamar sem hafi „stór
mikið gildi, ekki einungis hvað þekking snertir á því, sem bókin
segir frá, heldur til fróðleiks almenningi um menntastig forfeðra
vorra og allt þeirra athæfi" (bls. 26). Þó verði höfundi allvíða á