Saga - 2002, Blaðsíða 279
RITDÓMAR
277
um 1912 til 1914 og var sá texti endurprentaður í útgáfu Sigurðar Nor-
dals árið 1967 en sleppt síðari hluta. I þeirri útgáfu, sem hér er til um-
fjöllunar, er texti prentaður í annað sinn eftir handritinu og sagt að sér-
legum orðmyndum sé haldið (bls. 422). Ég bar textann á nokkrum
stöðum saman við myndir af handritinu og virtist mér útgáfan áreið-
anleg. Þó ber að geta fáeinna atriða, sem leiðrétt voru að óþörfu: beidd-
unst > beiddumst (bls. 77), höndinni > héndinni (bls. 112). Þarflaust er að
setja innan hornklofa sagnendingar (bls. 138). Sýnir þetta að útgefend-
ur eru ekki alltaf nógu vel að sér í málfræði og kemur útgáfan ekki að
fullum notum þeim sem ætla að rannsaka málfarið á Píslarsögunni.
Skýringar eru nokkrar neðanmáls við texta Píslarsögunnar og eru
þær flestar teknar úr útgáfu Sigfúsar Blöndals og þá oft umorðaðar.
Ekki sést getið hvaðan þær eru og þess vegna vekur furðu að á
nokkrum stöðum (frá bls. 187 og til loka sögutextans á bls. 197) stend-
ur „(SB)" við neðanmálsgreinar en ekki alltaf þar sem það hefði átt að
standa. Þetta hefði átt að koma fyrr, strax frá upphafi skýringanna, og
alltaf hefði átt að geta þess hvað af neðanmálsgreinum er frá Sigfúsi
Blöndal og hvað sett af útgefanda. Annars hefði verið til bóta að auka
skýringarnar.
Eins og fyrr gat eru í bókinni allmiklir viðaukar. Þar eru skjöl prent-
uð í sex flokkum. Mörg voru áður óprentuð og er ótvírætt mikill feng-
ur að fá þau öll útgefin. Þar eru gefnir út dómar yfir Kirkjubólsfeðgum
og voru flestir prentaðir áður, en ekki alltaf eftir bestu handritum.
Einnig er ýmislegt úr skjalabók Holtsprófasta í Þjóðskjalasafni. Sumt
er einnig endurprentun úr bók sem Jón Helgason gaf út fyrir nærri 60
árum Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Fleira er hér birt úr
óprentuðum vísitasíubókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem eru
miklu nákvæmari en bækur fyrirrennara hans. Þess vegna er þar
margvísleg vitneskja sem ekki er til eldri annars staðar og væri því
brýn ástæða til að gefa þær út á prent.
Þá er spurningin: er allt prentað, sem þ>arna á heima? Því er til að
svara, að ýmis bréf til viðbótar um mál Arna Loftssonar eru í óprent-
uðum Bréfabókum Þórðar biskups Þorlákssonar og einnig í presta-
stefnubók sama biskups eins og ég hef bent á annars staðar (Einar G.
Pétursson. „Andmæli ex auditorio", Gripla 12 (2001), bls. 209). Aftur
móti er ég ekki svo kunnugur skjölum frá 17. öld, að fullyrt verði hvort
einhver skjöl vanti í öðrum flokkum. Augljóslega er fengur að fá þetta
útgefið.
Um frágang er það að segja, að ekki verður annað séð en hann sé
góður, en ljósara og auðveldara hefði verið í notkun að hafa greinar-
gerð fyrir varðveislu hvers skjals við það, t. d. með smáu letri framan
við textann, en ekki í sérstökum kafla aftast í bókinni, en aðalatriðið er