Saga - 2002, Blaðsíða 143
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
141
is að ekki mátti ræna honum, minnka hann eða firra (prohibitio red-
uctionis et aliemtionis).
Hvað merkir hugtakið staður?
Langflestir íslenskir sagnfræðingar hafa hiklaust og án nokkurs
vafa skilið hugtakið staður sem styttingu hugtaksins kirkjustaður,
bæinn og jörðina sem kirkja var reist á. Þar af á að hafa leitt að
staðamál snerust um vald og forræði yfir kirkjustöðunum al-
mennt. Þess vegna gat Jón Jóhannesson án nokkurra vand-
kvæða sagt að boðskapur erkibiskups hefði falið í sér að „biskup-
um skyldu fengin forráð allra kirkjustaða og tíunda".5 Sömu
skoðunar var Einar Laxness: Staðamálin voru deilur um „yfirráð
kirkjustaða, eigna og tekna þeirra".6 Orðalag Einars felur að auki í
sér að kirkjustaðirnir séu stofnanir sem geti verið eignaraðilar og
rétthafar.
Erlendir fræðimenn hafa skilið staðarhugtakið talsvert öðruvísi
en íslenskir, þ.e. sem samheiti orðanna kirkja, kirkjufé, kirkjugóss
o.s.frv. Sameiginlegt þessum skoðunum er að allar kirkjulegar
stofnanir ásamt eignum séu staðir, að staðirnir hafi engin sérstök
einkenni eða hlutverk.7
Notkun staðarhugtaksins í miðaldaheimildum
Ekki þarf að íhuga notkun staðarhugtaksins lengi í miðaldaheim-
ildum áður en í ljós kemur að hvað eftir annað er talað um stofn-
unina stað á sumum kirkjustöðum en aldrei á öðrum. Oddi á Rang-
árvöllum, Reykholt og Stafholt í Borgarfirði eru hvað eftir annað
kallaðir staðir,8 en bændakirkjustaðimir Borg á Mýrum, Hvamm-
Ur í Dölum, Garðar á Akranesi og Grund í Eyjafirði, sem allir
koma ótal sinnum fyrir í heimildum, eru aldrei kallaðir staðir.9
^ Jón Jóhannesson, íslendinga saga II, bls. 93.
6 Einar Laxness, Islandssaga I-ö, bls. 154.
7 Um þetta má lesa nánar í bók minni Staðir og staðamál, bls. 19-36.
8 Oddi er kallaður staður 39 sinnum í heimildum frá miðöldum og siða-
skiptaöld, Reykholt 30 sinnum og Stafholt átta sinnum.
9 Ef við tökum mið af Vilkinsmáldögum á kirkjan á Borg 20 hundruð í
heimalandi (D/ IV, bls. 187-88). Kirkjan í Hvammi á ekkert í heimalandi en
útjarðir (D/ IV, bls. 159-61), og kirkjan á Grund samkvæmt Auðunarmál-
dögum ekkert í heimalandi en útjörð (D/ II, bls. 452-53).