Saga - 2002, Blaðsíða 212
210
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
fyrir almenningi [svo]; mun það einkum því að þakka, að nú söng
kvennfólk með 9 Við komu erlendra ferðamannaskipa til
Islands um og upp úr aldamótum var Karlakór K.F.U.M. iðulega
fenginn til að halda tónleika fyrir gestina. Þó var kvenfólk nær
ævinlega til staðar til að aðstoða karlana við flutninginn, því að
tónleikarnir hófust yfirleitt á þjóðsöngnum og þeim lauk á loka-
kórnum úr Konungskantötu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, og
sungu kvenraddir með í hvoru tveggja.10
„Samsöngvar" í Dómkirkjunni í Reykjavík, þar sem stækkaður
Dómkór flutti trúarleg verk frá ýmsum tímum, voru haldnir nærri
því árlega frá 1907-12. Árið 1907 voru sungnir tveir kaflar úr
Messíasi Hándels og lög eftir Goudimel, Praetorius og Bach sung-
in án undirleiks. Auk þess var 23. Davíðssálmur eftir Franz
Schubert fluttur af kvennakór með undirleik. Ári síðar söng
„Söngsveit karla og kvenna" undir stjórn Sigfúsar kórþætti úr
nokkrum stórvirkjum, m.a. „Hinn fyrsta dag" úr Sköpuninni eftir
Haydn og „Sjá, hann kemur" úr Júdasi Makkabeusi eftir Hándel-
Árið 1912 var haldið upp á aldarafmæli Péturs Guðjónssonar með
tónleikum Söngfélagsins 17. júní (sem var karlakór) ásamt „sveit
kvenna og drengja" í Dómkirkjunni, þar sem m.a. voru fluttar
mótettur eftir Mendelssohn og Weber. Ekki er ljóst hvort þátttaka
sjö drengja í kórnum (ásamt nítján körlum og þrettán konum) staf-
aði af tregðu kvenfólks til samsöngs með körlum.11 Slíkt væn
9 „Samsöngur", Suðri 18. mars 1884, bls. 29-30.
10 Fyrir 1907 var kantata Olufu Finsen, sem samin var til flutnings við útför
Jóns Sigurðssonar í Dómkirkjunni 1881, sungin við svipuð tækifæri í stað
kantötu Sveinbjöms. Sjá Lbs.-Hbs. Tónleikaskrár. Það er kyndugt að Inga
Dóra skuli nefna þjóðsöng íslendinga sem dæmi um áhrifaríka „mótun
samkenndar og einingar" í karlakórum (bls. 14), því að tónsmíð Svein
björns Sveinbjömssonar var samin fyrir blandaðan kór og frumflutt í þelf
ri gerð við guðsþjónustu í Dómkirkjunni 2. ágúst 1874. Sjá Jón Þórarinsson,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, bls. 119 og 127, þar sem birtir eru upphafstaktar
lagsins í eiginhandarriti Sveinbjörns.
11 Skipulagt starf barnakóra virðist hafa verið með minnsta móti jafnvel e 1
að blandaðir kórtónleikar voru orðnir tiltölulega fastur liður í sönglífi bæ)
arins. Hins vegar er ekki þar með sagt að sú hugmynd hafi verið „leng1
ríkjandi" að barnakórar væru aðeins fyrir stúlkur („Hin karlmannleg8
raust", bls. 36). T.d. má geta þess að 28. desember 1884 var haldinn „Sain
söngur barnanna í Seltjamamess bamaskóla" þar sem sungin voru 14 ióg
eftir norræn tónskáld, öll við íslenska texta (Lbs.-Hbs. Smáprent). Þá st0