Saga - 2002, Blaðsíða 127
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 125
1930-32 (á íslensku 1930-35) og fjallar um Brynjólf biskup Sveins-
son og hans fólk, söguefni Torfhildar í fyrstu íslensku sögulegu
skáldsögunni. Arið 1936 kom út eftir hann skáldsagan Jeg ser et
stort skont land um landvinninga norrænna manna í Ameríku árið
1000. Bókina tileinkar hann „Vikingetidens Aand, bagved Modet,
Hojsind bagved Kraften, som i vor Tid lever í Begrebet: MANDEN
FRA NORD." Þessi tileinkun var felld brott í íslenskri útgáfu sög-
unnar, Vítt sé ég land og fagurt, sem kom út 1945-46. Síðan hafa
sögulegar skáldsögur komið út jafnt og þétt á íslandi og á allra
síðustu árum tekið mikinn kipp með verkum sem flest sækja í
fornsagnaarfinn.
Kerlingaöld í Reykjavík
„Frásaga hefur einlægt aðra frásögn að smiðvél eða fyrirmynd,
stendur aldrei ein," segir Halldór Laxness á einum stað.42 „Texti er
búinn til úr texta," segir Roland Barthes.43 Það er einkenni á verk-
um Halldórs Laxness að hann vinnur mjög úr öðrum textum, jafnt
útgefnum sem óútgefnum. Má þar nefna Heimsljós og dagbækur
Magnúsar Hjaltasonar, Gerplu og Fóstbræðra sögu, Paradísarhehnt
og ferðasögur Eiríks frá Brúnum. I löngu viðtali í Þjóðviljanum 23.
desember 1944 í tilefni af útgáfu Hins Ijósa mans, annars bindis
Islandsklukkunnar, segir Halldór, og annaðhvort gleymir sinni
gömlu vinkonu Torfhildi eða telur hana ekki með: „íslendingar
sem rita skáldsögur á 19. og 20. öld líta ekki á fornsögurnar sem
fyrirmynd í skáldsagnagerð. [...] Yfirleitt hafa menn ekki áttað sig
á að þjóðin ætti svo stórfenglega skáldsagnageymd og raun er
á."44 Segir hann að vinur sinn, prófessor Jón Helgason í Kaup-
mannahöfn, hafi bent sér á efnið í íslandsklukkuna, þ.e. sögu Jóns
Hreggviðssonar og baráttu hans við dómsvaldið, árið 1924. Eftir
það hafi hann lengi verið með 17. öldina í huga og hvað eftir ann-
að ætlað að byrja á þessu verki en ekki fundist hann hafa nógu
góða þekkingu á öldinni til að skapa „sennilegt umhverfi fyrir
söguna" (bls. 4). Víkur hann víðar að því hversu lengi hann gekk
42 Halldór Laxness, / túninu heima, bls. 207.
43 Sjá t.a.m. grein hans „From Work to Text" í Image, Music, Text.
44 „Islendingar eiga stórfenglegri skáldsagnagejmrd en nokkur önnur Evrópu-
þjóð", bls. 4.