Saga - 2002, Blaðsíða 131
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 129
„hórkonu" (bls. 157) hjá Halldóri og fer að dylgja um ást hennar á
Arna/Arnasi. Þessar frásagnir eru svo líkar að það getur ekki
verið tilviljun. Annað atriði sem á sér enga sögulega stoð er hring-
urinn sem Árni 'gefur Þórdísi/Snæfríði. í íslandskliikkunni prýddi
þessi hringur áður hönd suðrænnar tignarkonu og sendir Snæ-
fríður Árna hann aftur sem jarteikn. Hjá Torfhildi er jafnræði í
hringagjöfinni. Þau Þórdís og Árni skiptast á hringum sem þau
hafa fengið, hann frá föður sínum, hún frá móður sinni. Þessir
hringar passa reyndar ekki, þar sem karlhringurinn er of stór fyrir
Þórdísi og kvenhringurinn of lítill á Áma. Þetta finnst Þórdísi
fyrirboði um að þau farist á mis.
Sviðsetningar sögustaða koma fyrir í fyrsta skipti (eftir íslend-
ingasögur) í ritum Torfhildar, og eru það einkum Þingveliir, Skál-
holt og Kaupmannahöfn, þrjú meginsvið íslandsklukkunnar. Fyrsta
íslenska sögulega skáldsagan, Brynjólfur Sveinsson biskup, hefst á
svofelldri lýsingu á Þingvöllum:
Þingvöllur, þessi fagri, ógleymanlegi endurmirtningarstaður
allra íslendinga, þessi samkomustaður vitsmuna og hreysti
fornaldarinnar, en undrunar- og uppgötvunarstaður seinni tíma
- frá hve mörgum atburðum, sem nú eru fallnir í gleymsku,
mundi hann ekki geta sagt. (Bls. 1)
Hér verður sögustaðurinn beinlínis að uppsprettu frásagnar og
svipað kemur fyrir í íslandsklukkunni þar sem landslag og sagá
renna saman í skynjun Snæfríðar: „Hún reikaði enn stundarlángt
um þennan helga stað Þíngvelli við Öxará þar sem fátækir menn
hafa verið píndir svo mikið að seinast fór bergið að tala." (Bls.
320-21)
Jón biskup Vídalín hefst á mikilli lýsingu á Skálholtsstað og land-
inu í kring með Tungufljót í forgrunni: „Mikið vatnsfall rennur
eptir miðri sveitinni, kallað Tungufljót" (1. árg., bls. 1). Og svo
hefst einnig Hið Ijósa man: „Túngufljót líður fram lygnt og breitt
með þúngum straumi" (bls. 153). í frumdrögum sögunnar hljóðar
upphafið svo: „Eins og lýst hefur verið í bókum fellur Túngufljót
með hörðum straumi fyrir austan Skálholtsstað." Yfir fyrstu orðin
hefur síðan verið strikað og tilvitnuninni í aðrar bækur eytt.
Yfirleitt snýr Halldór við staðarlýsingum Torfhildar, dregur úr
glæsileikanum, og á þetta bæði við um Þingvelli og Skálholt. Hjá
henni er biskupssetrið t.a.m. höfðinglegt og upphafið. „Hús stað-
arins voru þá mörg og stór" (1. árg., bls. 2). Hjá Halldóri skipta
9-SAGA