Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 19

Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 19
sem við höfum nú brennt okkur á á allra síð- ustu árum. Allt þetta sýnir okkur að eðli og inntak sjálfstæðisins er nú þegar annað og verður annað á komandi árum en það var þegar þjóðin fagnaði lýðveldisstofnum árið 1944 eða sameinaðist í baráttunni fyrir útfærslu land- helginnar. Þess vegna finnst mér brýnt að dagar eins og 17. júní og 1. desember séu nýttir til efnis- legrar umræðu um sjálfstæðið, um framtíðina, um lærdómana af sögunni og hvert við ætlum okkur sem þjóð.“ – Erum við orðin of góðu vön á Vestur- löndum hvað varðar lýðræði og mannréttindi? Kunnum við ekki að meta það sem við höfum? „Ég held að það sé töluvert til í því,“ segir Ólafur Ragnar. „Síðustu tveir, þrír áratugir hafa á margan hátt verið okkur góðir. Þá höf- um við og nýjar kynslóðir notið árangursins af baráttu fyrri kynslóða, bæði baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og baráttunni fyrir út- færslu landhelginnar og hinum efnahagslegu undirstöðum sjálfstæðisins. Við höfum líka notið þess að búa í landi þar sem lýðræðið hef- ur þróast á afdráttarlausan hátt. Við höfum einhvern veginn öðlast þann skilning að allt sé þetta traust og því verði ekki haggað, en ef við lítum bæði á okkar eigin sögu svo ekki sé minnst á sögu annarra þjóða, hvað þá í öðrum heimshlutum, sjáum við hvað sjálfstæði smá- þjóða er nýtt af nálinni.“ – Hvaða augum lítur þú embætti forsetans? Á forsetinn að vera sameiningartákn? Hvert á hlutverk forsetans að vera þegar ólga er í sam- félaginu og traust til lykilstofnana er í lág- marki, ríkisstjórn er felld og í bloggheimum falla daglega stór orð, meðal annars um for- setaembættið? „Forsetinn hefur mörgum hlutverkum að gegna,“ segir Ólafur Ragnar. „Stundum geta þau stangast á. Það er tvímælalaust mikilvægt hlutverk forsetans að reyna að stuðla að sátt og samlyndi og að mál séu til lykta leidd á farsæl- an hátt. En forsetinn hefur líka stjórnskipu- lega stöðu, sem getur knúið hann til að taka umdeildar ákvarðanir, ákvarðanir, sem skapa átök um verk forsetans. Það hefur gilt um alla forseta. Slíkur ágreiningur var til dæmis um verk Sveins Björnssonar að mörgum árum eft- ir andlát hans var háð hörð ritdeila um þau á síðum Morgunblaðsins. Fyrirrennari minn, Vigdís Finnbogadóttir, lýsti því í nýlegri ævi- sögu sinni hvernig afstaða hennar til áskorana um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samning- inn hefði leitt til þess að mikill fjöldi fólks hætti að heilsa henni og horfði til hennar með fjand- skap. Forsetar geta oft verið knúnir til þess að taka ákvarðanir, sem valda ágreiningi og and- stöðu við forsetann. Ég minnist þess frá mínum yngri árum að í röðum vinstra fólks á Íslandi og framsóknar- manna var hörð gagnrýni á Ásgeir Ásgeirsson fyrir hlut hans í myndun viðreisnarstjórnar- innar. En á þessum tímum voru engir blogg- heimar og fjölmiðlunin var allt öðru vísi. Það voru fyrst og fremst flokksblöð, sem héldu sig innan ákveðins ramma. Þessi ólga og þessi gagnrýni var ekki á yfirborðinu.“ – Þú vilt segja að ólgan hafi verið þarna en ekki haft farveg? „Ég nefni bara þessi dæmi, sem eru þekkt, ólgan birtist en ekki í heimildum frá þessum tíma vegna eðlis blaðanna og hve Ríkisútvarpið var tiltölulega lokað í samanburði við hvernig það er nú og upplýsingatæknin hafði ekki skapað bloggheima. Á því umræðutorgi sem vinnustaðirnir og heimilin voru áður fyrr féllu mörg þung orð, en þau hafa horfið í gleymsku sögunnar. Við nefndum Jón Sigurðsson áðan. Þó að hann sé núna óumdeilt sameiningartákn okkar Íslendinga, þá voru harðar deilur um hann á sinni tíð, svo harðar að hann treysti sér ekki til að koma til þings þótt hann ætti að gera það sem kjörinn þingmaður. Við lofsyngjum nú vísnaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, en gleymum því hve hatramm- lega Fjölnismenn voru gagnrýndir á sinni tíð. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa þetta í huga hvað varðar forsetann sem sameiningartákn. Örlögin geta hagað því þannig að forsetinn, bæði í tengslum við stjórnarmyndanir og mál- skotsréttinn, þurfi að taka ákvarðanir, eða taka ekki ákvarðanir, sem leiði til verulegrar gagn- rýni og ólgu. Ef forsetinn legði ofuráherslu á sameiningartáknið væri viss hætta á að hann forðaðist að taka þær ákvarðanir, sem hann þyrfti að taka – vegna þess að þær kynnu að valda þannig ágreiningi og andstöðu að skuggi myndi falla á sameiningartáknið. Í aðdraganda þess að ég tók ákvörðun um að vísa fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar árið 2004 höfðu margir á orði að hún samræmdist ekki því hlutverki sem fælist í sameiningartákninu, en margir studdu hana hins vegar. Síðan tók ég þá ákvörðun á þessu ári að vísa Icesave-lög- unum í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá sögðu ýmsir enn á ný að það samrýmdist ekki sam- einingarhlutverkinu og margir þeirra, sem studdu hvað ákafast ákvörðun mína 2004, gagnrýndu hvað ákafast ákvörðunina 2010. Það er vandlifað. Ef forsetinn hugsaði fyrst og fremst um það hlutverk, sem kallað er sameiningartákn, væri hætta á því að hann myndi bregðast skyldum sínum innan stjórnkerfisins, jafnt bæði þeim sem varða 26. grein stjórnarskrárinnar og við stjórnarmyndanir. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir þó að þær leiði til ágreinings ef hann er sannfærður um að þær séu réttar vegna þess að þær muni skapa festu í stjórn- kerfinu.“ Ólafur Ragnar telur að mikil breyting hafi orðið á störfum forseta frá fyrstu áratugum lýðveldisins. „Nú lifum við í miklu margbrotn- ara samfélagi þar sem er kallað eftir þátttöku forsetans á fjölþættari vettvangi en áður var, jafnt innan lands sem utan,“ segir hann. „Ég hef til dæmis á síðustu tíu árum eða svo flutt hátt í fjögur hundruð ræður, sem eru birtar á heimasíðu forsetaembættisins. Á fyrstu áratugum lýðveldisins fluttu forset- arnir kannski örfáar ræður á hverju ári, telj- » Í því umróti, sem er á al-þjóðavettvangi og hefur verið í okkar eigin málum er sjálfsákvörðunarréttur, sem er kjarni sjálfstæðisins, svo dýr- mætur að hann er í raun það mikilvægasta sem við höfum í okkar eigin höndum. „Við höfum einhvern veginn öðlast þann skiln- ing að allt sé þetta traust og því verði ekki haggað, en ef við lítum bæði á okkar eigin sögu svo ekki sé minnst á sögu annarra þjóða, hvað þá í öðrum heimshlutum, sjáum við hvað sjálf- stæði smáþjóða er nýtt af nálinni.“ 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.