Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
✝ Jóhann Erlends-son flugvirki var
fæddur í Reykjavík
17. maí 1940 og lést í
El Pasó í Texas 2.
september 2009.
Foreldrar hans
voru Þuríður Ásta
Þorgrímsdótir hús-
móðir, f. 3. febrúar
1909, d. 1. maí 1981,
og Erlendur Jóhanns-
son húsgagnasmiður,
f. 19. desember 1908,
d. 28. október 1990.
Jóhann var elstur
þriggja bræðra og eru bræður
hans Höskuldur, f. 6. júlí 1943, gift-
ur Ástu Kröyer, f. 17. desember
1946, og Kjartan, f. 7. mars 1948, d.
27. október 1983. Jóhann fór til
Bandaríkjanna 1957 að læra flug-
virkjun, kom heim og vann hjá
Flugfélagi Íslands í 10 ár. Hann fór
út aftur 1969 og bjó þar og starf-
aði. Hann kom ekki
mikið heim eftir það.
Jóhann lætur eftir sig
tvö börn hér á landi
og eina stúlku í
Bandaríkjunum en
hún er gift og á einn
dreng. Jóhann á átta
barnabörn og tvö
langafabörn hér á
landi. Jóhann var
skáti frá unga aldri
og átti sá hópur góð-
ar stundir saman. Jó-
hann bjó með Corinne
Von Berg í um 30 ár
og var hún hans stoð og stytta er
halla fór undan fæti, og þakka
Höskuldur og fjölskylda hans henni
fyrir alla umhyggjusemina í hans
garð og óska henni velfarnaðar.
Bálför fór fram í El Pasó 14.
september 2009 og jarðsett var 17.
maí 2010 í Fossvogsgarði að hans
ósk.
Hann Jóhann Erlendsson gamli
vinur minn hefði orðið sjötugur í
dag en hann lézt í Bandaríkjunum
áður en hann náði þeim áfanga.
Við kynntumst tveir strákar í
Vesturbænum árið 1946 þegar við
byrjuðum í Melaskólanum sem þá
var nýjasta og flottasta mennta-
mannvirki landsins. Hann innfædd-
ur borgarbúi en ég aðfluttur lubbi
frá Akranesi.
Við urðum strax góðir vinir og
brölluðum margt saman í því gós-
enlandi sem umhverfið var. Svæðið
á Melunum að byggjast upp og
Kamp-Knox á milli heimila okkar
með öllum þeim ævintýralegu
möguleikum sem þar leyndust fyrir
hressa krakka. Við höfðum báðir
áhuga á flugvélum eins og flestir
strákar og ætlaði ég mér að verða
flugmaður en Jóhann, sem hafði
verið heilsuveill sem ungbarn, hafði
áhuga á læknisfræði.
Hlutirnir snerust síðan við. Hann
sem hafði ætlað að verða læknir fór
í flugið en ég sem hafði svo mikinn
áhuga á flugi varð læknir.
Örlögin réðu því að Jóhann flutt-
ist til Bandaríkjanna þar sem hann
fór í flugvirkjanám og settist síðan
þar að og stundaði sitt ævistarf.
Samband okkar varð því strjált.
Alltaf þegar við hittumst var
hann sami hressi strákurinn með
fallega brosið og smitandi skelli-
hláturinn. Vinskapur okkar hélst
órofinn og minningin um þennan
jákvæða og heiðarlega mann mun
lifa með okkur um ókomna tíð.
Blessuð sé minning Jóhanns Er-
lendssonar.
Guðmundur K. Jónmundsson.
Ég kynntist Jóhanni fyrst á lær-
lingsárunum mínum frá 1961 hjá
Flugfélagi Íslands en þá var hann
nýkominn úr virtum flugvirkja-
skóla í Kaliforníu. Það kom fljótt í
ljós að Jóhann var algjör listasmið-
ur í öllu sem hann gerði, hvort sem
það voru flugvélar, bílar eða hús en
allt gat hann og gerði og kom smið-
seðlið í ljós þegar hann byggði
þetta flotta einbýlishús í Silfurtúni
yfir sig, konu, börn o.fl. Ég sjálfur
flutti af landi með ævintýraþrá,
eins og margir af vinnufélögum
mínum, sem fylgir unga aldrinum
um vorið 1969, en fæ fljótlega bréf
frá Jóa og reyndar fleirum en Jói
biður mig um að útvega sér vinnu
enda voru erfiðleikar á vinnumark-
aðnum á Íslandi á þessum tíma, og
ekkert mál; Jói kom enda með góða
reynslu við F 27 flugvélarnar og
bætti upp að hann var góður í raf-
magnskerfinu á þeim svo þetta var
auðleyst og Jói kom til Alaska.
Við fundum fyrir hann íbúð en
hann hafði alltaf í huga að kona og
börnin kæmu til hans en tíminn leið
og hann beið sem endaði með al-
gjörum og sorglegum sam-
bandsslitum og húsið hans á Ís-
landi var selt án hans leyfis og
vitundar. Þarna í Alaska árið 1969/
70 var einn niðurbrotinn maður og
þetta tók líka á okkur félagana en
þá var kominn smá kjarni af ís-
lenskum fjölskyldum í Fairbanks,
Alaska.
Það er vert að geta þess að Jói
var góður félagi allra og hjálpsam-
ur öllum sem kynntust honum en
þeir urðu líka hans bestu vinir.
Þetta átti við bæði á Íslandi áður
en hann fór af landi brott og í
Alaska og var oft sagt í gamni að
þetta væri skátaeðlið í honum þar
sem hann var skáti frá unga aldri
en Jóhann var bara svona gerður.
Það er vert að minnast þess að þeg-
ar Jói var að bíða fjölskyldu sinnar
í Alaska þá byrjaði hann strax á að
byggja upp heimili og keypti þetta
líka stóra píanó sem við félagarnir
bárum upp í íbúð hans og þar spil-
aði hann sjálfum sér og okkur til
afþreyingar en sumir okkar voru
líka að bíða eftir fjölskyldum okkar
en þetta voru ljúfar stundir enda
kunni hann stórverk, s.s. eftir Bach
o.fl. alveg utanbókar og auðvitað
líka á léttari kantinum.
Saga Jóa er löng og ekki í mínu
valdi að segja hana alla enda
spannaði hún yfir mörg lönd en
hann var í Grænlandi, Afríku, Suð-
ur-Ameríku en í þessum löndum
ýmist bjó hann nokkur ár eða vann
við sitt fag með heimili í Bandaríkj-
um. Í Alaska bjó hann í nokkur ár
og eins og segir í ýmsum fylkjum í
Bandaríkjunum en endaði síðustu
áratugi í El Paso í Nýju-Mexíkó
þar sem hann lést eftir erfiðan
sjúkdóm sem hann taldi sig líklega
hafa fengið þegar hann vann fyrir
ameríska CIA við viðhald flugvéla
en þeir voru í kókaínherferð gegn
Kólumbíumönnum við að úða pesti-
cide eitri yfir kókaínakrana, en í
síðasta bréfinu sem ég fékk frá
honum þá sagði hann: Valdi, líklega
heyrir þú ekki frá mér meir, sem
svo kom á daginn en samband okk-
ar var búið að vara í nær 50 ár.
Við Alaska-félagarnir vottum
samúð okkar eiginkonu hans, Co-
ren, og eftirlifandi bróður Höskuldi
og fjölskyldu, en þau sýndu honum
umhyggju á hans lífsleið, og svo
vottum við barnabörnum hans
sömuleiðis dýpstu samúð.
Valdimar.
Jóhann Erlendsson
Ég kynntist Bóbó
þegar ég fór að vinna
sem unglingur í frystihúsinu hér á
Siglufirði. Þetta var í Ríkinu, seinna
gamla Rammanum. Tækjasalurinn
var niðri í frystihúsinu og snyrtisal-
urinn uppi. Ásamt Bóbó unnu líka í
tækjasalnum Mikki, Jói á Nesi og
Sveinn Björns (hennar Hansínu),
allt öðlingar.
Þegar ég fór að vinna í stimp-
ilkompunni hafði ég mikil samskipti
við Bóbó og samstarfsmenn hans.
Ég bjó sem sagt til kassana fyrir
fiskinn, sá um að líma þá og merkja.
Í stimpilkompunni var stórt gat á
gólfinu sem járnhleri lá yfir og þann
hlera opnaði ég og henti niður köss-
unum fyrir þau tæki sem þeir voru
að slá úr. Í minningunni þá var
Bóbó alltaf í góðu skapi, alltaf að
gantast og svo var hann bara svo
góður við mig. Ýmislegt var nú
Ásgrímur Guðmundur
Einarsson
✝ Ásgrímur Guð-mundur Ein-
arsson, ávallt kall-
aður Bóbó, fæddist 7.
nóvember 1929 á
Siglufirði. Hann lést á
heilbrigðisstofn-
uninni á Siglufirði 19.
maí 2010.
Útför Ásgríms fór
fram frá Siglufjarð-
arkirkju 28. maí 2010.
brallað t.d. vatn fryst í
smokkum, svo var
smokkurinn tekinn af
og klakinn eins og
hann var nú í laginu
látinn renna inn á
færibandinu með fisk-
inum í vinnslusalnum
uppi. Það kom nú á
sumar konurnar en
oftast var mikið hlegið
af þessu öllu saman.
Ég heimsótti líka
karlana, þeir kunnu
líka fullt af bröndur-
um sem margir voru
fremur svæsnir fyrir ungling eins
og mig. Þeir hlógu alveg ógurlega
þegar ég roðnaði eða varð vand-
ræðaleg, þeir kunnu líka fullt af
sögum. Á síðasta degi vinnuvikunn-
ar þurftum við að vinna lengur, því
það þurfti að klára að slá úr tækj-
unum. Þá þurfti ég að fara í gegnum
vinnslusalinn (í myrkri), niður í
gegnum salinn með fatabásunum
(líka í myrkri) til að komast út, því
allir aðrir voru löngu farnir heim.
Ég var að sjálfsögðu alveg skít-
hrædd. Strákarnir sem unnu í
tækjasalnum áttu það til að hrekkja
mig. Þar var Raggi Mikk fremstur í
flokki. Hann kom skyndilega
stökkvandi út undan einhverju
borðinu í vinnslusalnum eða út úr
einhverjum fatabásnum, bara til að
gera mér illt við. Mér brá alltaf jafn
mikið og öskraði af öllum lífs og sál-
ar kröftum. Svo fór að ég neitaði að
fara þessa leið heim. Þá sagði Bóbó:
„Komdu bara niður stigann á bakvið
og svo út um gluggann“. Ég gerði
það. Samt var ég hrekkt. Að lokum
sagði ég við Bóbó: „Nú fer ég hvor-
uga leiðina, ég kem bara í gegnum
gatið, getið þið Mikki ekki bara
gripið mig? „Jú, jú,“ sagði Bóbó og
ég lét mig bara detta niður í gegn-
um gatið og þeir gripu mig. Ég
treysti þeim 100%. Eftir það fór ég
alltaf þessa leið heim. Það var samt
ekki þannig að ég væri eitthvað reið
út í strákana, heldur var þetta bara
fyndið. Bóbó hló líka að þessu og
hláturinn í honum var óviðjafnan-
legur, það ískraði í honum þegar
hann sagði: „Þeir náðu þér eina
ferðina enn.“
Seinna þegar ég var orðin full-
orðin og hitti Bóbó á förnum vegi,
rifjuðum við oft upp gamlar minn-
ingar frá frystihúsárunum. Þá sagði
hann alltaf við mig: „Manstu þegar
þú lést þig detta niður í gegnum
gatið? Manstu þegar þú sagðist ekk-
ert skilja í því að þú værir búin með
alla peningana þína, í búðinni hjá
Önnu Láru?“ (sú saga verður ekki
sögð hér) og fleira og fleira. Svo var
hlegið. Eitt er alveg víst að fyrir
ungling eins og mig þá var alveg
ómetanlegt að fá að kynnast Bóbó
og hefur mér einfaldlega alltaf þótt
vænt um hann síðan. Hann var það
sem maður kallar traustur vinur.
Ég á eftir að sakna hans mikið, en
minningarnar á ég og þær lifa
áfram.
Ég votta aðstandendum Bóbó
samúð mína.
Margrét Steinunn Þórðardóttir.
Allt sem við veitum
athygli, verðum fyrir
eða hugsum um, vex
og dafnar innra með
okkur. Bæði hið já-
kvæða sem og hið
neikvæða. Spurningin
er hinsvegar hvaða
áhrif við leyfum því
sem við verðum fyrir
eða tökum inn að
hafa á okkur? Hvern-
ig við vinnum úr atvikunum, hvort
við veljum að láta hið neikvæða,
það sem miður fer og dregur okk-
ur niður móta okkur og stjórna
eða setjum það í reynslubankann
og drögum lærdóm af á leið okkar
inn í framtíðina.
Að vera til blessunar
Flestir ef ekki allir þrá að fá að
njóta blessunar í lífinu. Ef þú vilt
njóta blessunar skaltu leitast við
að vera til blessunar. Með því að
bera raunverulega umhyggju fyrir
samferðafólki þínu. Með umvefj-
andi og hlýlegu viðmóti, með já-
kvæðri og uppbyggilegri gagnrýni
og með því að hlusta, sýna skiln-
ing, uppörva og gleðja, styðja og
hvetja. Þeir sem hugsa fyrst og
fremst um eigin hag og láta allt
snúast um eigin þarfir verða ekki
til blessunar í umhverfi sínu. Þeir
sem alltaf eru neikvæðir, þurfa að
toppa allt sem sagt er
eða gert, eru tilbúnir
að setja út á allt og
alla og tala öðruvísi
um fólk en þeir koma
fram við það verða
heldur ekki til bless-
unar. Þeir sem eru
sjálfselskir, sérhlífnir
og sjálfumglaðir, sí-
fellt neikvæðir, með
allt á hornum sér.
Þess vegna er svo
mikilvægt að ganga út
í daginn með því meðvitaða hug-
arfari að ætla sér að verða til
blessunar.
Öll erum við kölluð inn í þennan
heim til þess að vera til blessunar.
Tökum því meðvitaða ákvörðun
um það í dag að verða til bless-
unar. En það kostar sannarlega
þrautseigju og þolinmæði, úthald
og sjálfsaga.
Verum til blessunar
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Flestir ef ekki allir
þrá að fá að njóta
blessunar í lífinu. Ef þú
vilt njóta blessunar
skaltu leitast við að vera
til blessunar.
Höfundur er rithöfundur og áhuga-
maður um lífið.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Oftast erum við mannfólkið önnum
kafið við að sinna því sem við telj-
um nauðsynlegt að afgreiða sem
fyrst og brunum
svo áfram frá
einu verkefninu
til annars. Ýmsir
stórviðburðir
bætast við
hversdagslega
atburði í lífi og
starfi, í fjöl-
skyldu og sam-
félagi, og valda
raski og róti á
huga manna. Smátt og stórt fyllir
tilveruna og krefst athygli og
tíma. Fjölbreytni mannlífsins er
mikil og sífellt þurfa menn að
bregðast við því sem að höndum
ber, sumu leiðigjörnu, öðru
ánægjulegu.
En það er hollt að kasta mæð-
inni stöku sinnum og leiða hugann
að sjóndeildarhringnum fjær og
upp í óendanlegan himininn. Þrátt
fyrir brauðstrit og annríki frá degi
til dags ættum við að minnast
þess að við eigum heima í víðari
heimi en við alla jafna hugsum út í
og erum leikendur um stund í
stórkostlegra leikriti en við í ys og
þys líðandi stundar gefum gaum
að. Við eigum að sönnu heima á
einstæðri Jörð í undraverðum al-
heimi og erum á vappi stutta
stund. Óðar en varir er komið að
okkur að stíga af sviðinu. Sólstöð-
ugangan um Öskjuhlíð í Reykjavík
mánudagskvöld 21. júní nk. er í
aðra röndina farin til að minna á
þetta þótt hún sé að öðru leyti
óhátíðleg hressingarganga í sam-
fylgd kunnugra og ókunnugra.
Nú er aldarfjórðungur síðan
fyrsta sólstöðugangan var gengin
hér í Reykjavík og nágrenni. Ef til
vill verður hún að hefð og ef til
vill eflist hún um síðir svo að úr
verði fjölþætt sólstöðuhátíð. Upp-
hafsmenn þessa viðburðar vona
það og gera sér jafnvel vonir um
að slík hátíð gæti skotið rótum í
öðrum löndum og verði haldin er
fram líða stundir samtímis um alla
Jörð.
Sólstöðuhátíðir eiga sér mörg
þúsund ára sögu með mannkyninu
og er t.d. frá því greint í læsilegri
bók á ensku sem nefnist „Cele-
brate the Solstice“ eftir Richard
Heinberg. Ævafornar vetrar- og
sumarsólstöðuhátíðir voru und-
anfari ýmissa hátíða nú á dögum,
svo sem jóla og Jónsmessu. Ná-
granna- og vinaþjóð okkar, Græn-
lendingar, kusu sumarsólstöður
21. júní til að fagna sjálfstæði sínu
og framtíð í frjálsu landi. Við sam-
fögnum þeim og líka öllum öðrum
hér á landi og erlendis sem velja
þennan dag til að hylla líf og Jörð
– og lífgjafa okkar, sjálfa sólina.
Sólstöðugangan er eins konar
friðarganga. Meðan á henni stend-
ur hvílir göngufólk sig á karpi og
deilum og nýtur í stað þess nátt-
úrunnar í Öskjuhlíð, eða annars
staðar, og samfylgdar ungra og
gamalla.
Þess má að lokum geta að frek-
ari upplýsingar um sólstöðugöng-
una má finna á „facebook“ (sem
ég kalla Vinatorg) á netinu. Þar er
hópur eða vefsíða sem kallast um
þessar mundir enska heitinu „Uni-
versal Solstice Celebration“. Um
600 manns hafa skráð sig á vefsíð-
una.
Lesandi er hvattur til að for-
vitnast og lesa þar eins konar yf-
irlýsingu Sólstöðugöngu. Að vísu
er hún þar einungis í enskri þýð-
ingu en frumútgáfa á íslensku
mun vera glötuð.
Í Sólstöðugönguna sem kölluð
hefur verið „meðmælaganga með
lífinu og menningunni“ eru allir
velkomnir. Safnast verður saman
við Perluna rétt fyrir klukkan átta
að kvöldi sólstöðudags og þar end-
að eftir tveggja til þriggja tíma
rólega göngu stóran hring um
Öskjuhlíð.
ÞÓR JAKOBSSON,
veðurfræðingur og í undirbún-
ingshópi Sólstöðugöngu.
Sólstöðuganga
um Öskjuhlíð –
byrjun á hefð?
Frá Þór Jakobssyni
Þór Jakobsson