Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 41

Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 41
Menning 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Iceland Inspires er yfirskrift landkynningartónleika sem haldnir verða 1. júlí n.k. að Hamragörðum undir Eyja- fjöllum, skammt frá Seljalandsfossi, og sendir út beint á netinu í bland við myndskeið sem tekin hafa verið sér- staklega upp fyrir viðburðinn, með íslenskum og erlend- um tónlistarmönnum í íslenskri náttúru. Blásið verður til þriggja klukkustunda langrar tónlistarveislu en tónleik- arnir verða einn af hápunktum átaksins Inspired by Ice- land. Flestir ættu að kannast við landkynningarmynd- band átaksins sem þegar verið dreift á netinu af Íslendingum og öðrum sem landinu unna. Í tilkynningu vegna tónleikanna segir að heimsóknir á vefsíðu átaksins hlaupi á þúsundum dag hvern og því eigi að nýta sér þá athygli og meðbyr og vekja enn meiri at- hygli á landinu og því sem það hefur upp á að bjóða með tónleikum. Spiritualized með íslenskri strengjasveit og kór Að Hamragörðum koma m.a. fram breska sveitin Spiritualized með ís- lenskri strengjasveit og kór, Seabear, Amiina, Dikta, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Páll á Húsafelli og Paraból- ur ásamt fleirum. Þá verða einnig sýndar í beinni útsendingu á netinu mynd- og hljóðupptökur með Damien Rice, Glen Hansard, Gus Gus, Hjaltal- ín, For a Minor Reflection, Retro Stef- son o.fl. Damien er mikill Íslandsvinur og hefur hingað komið nokkrum sinnum, til tónleikahalds og í upptökur. Jason Pierce, forsprakki Spiritualized, kom hingað til lands fyrir um ári og tók upp myndband við eitt laga sinna. Glen Hansard samdi tónlistina í kvikmynd- inni Once ásamt Markétu Irglová og hlutu þau óskarsverðlaun fyrir lagið „Falling Slowly“ úr þeirri mynd árið 2008. Upptökurnar sem sendar verða út á netinu samhliða tónleikunum hafa verið unnar sérstaklega fyrir þessa út- sendingu og teknar á nokkrum vel völdum stöðum í ís- lenskri náttúru, m.a. í Fljótshlíð. Allir velkomnir og hvattir til að mæta Tónleikarnir eru öllum opnir og ókeypis og eru Íslend- ingar hvattir til að fjölmenna á þá. Svæðið verður opnað kl. 19, tónleikarnir hefjast klukkustund síðar og standa til kl. 23. Sveitamarkaður verður m.a. á tónleikasvæðinu á vegum bænda og eflaust margt annað í boði. helgisnaer@mbl.is Tónleikar í beinni frá Hamragörðum  Landkynningartónleikar verða haldnir 1. júlí þar sem fram koma margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands  Öllum frjálst að mæta á tónleikana sem eru ókeypis Spiritualized Heldur tónleika á Íslandi til landkynningar. Hamragarðar Tónleikastaðurinn fagri undir Eyja- fjöllum. Landkynningarátakið má kynna sér á vefsíðu þess: www.inspiredbyiceland.com. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Rómeó og Júlía, magnað leikhús Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 30/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 aukas Þri 29/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Gauragangur (Stóra svið) Fös 3/9 kl. 20:00 Fös 10/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk dreifing: smekkleysa Afmælisþakkir Sendi innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu góðu vina sem glöddu mig með margvíslegum hætti á afmæli mínu 14. apríl sl. Hjartanlegar kveðjur til ykkar allra Ólöf Pálsdóttir Barna- og fjölskylduskemmtanir, tónleikar, dansleikir, leiktæki, ýms- ar sýningar og götuuppákomur bera uppi glæsilega lýðveldishátíð í dag en 80 atriði eru á dagskrá í Reykja- vík sem stendur frá kl.10 til 23. Börn lýðveldisins geta þrammað áhyggjulaus niður í bæ, hvort sem þau eru ung eða aldin, fullviss um skemmtilega hátíð. Um daginn verð- ur krökkunum boðið að leika sér í ýmsum leiktækjum og bílarmar af skemmtikröftum munu leika þeim listir sínar, t.a.m. hinn virti Tóti trúður og samstarfsfélagar hans í Iss Piss fimleikatrúðagenginu. Þá verður Brúðubíllinn skammt undan. Enginn ætlar sér að missa af tón- leikunum á Arnarhóli sem hefjast klukkan 19 en þar koma fram hljóm- sveitirnar Lucky Bob, Feeling Blue, Hydrophobic Starfish, Seabear, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Hjaltalín, Dikta og GÁVA. Í ráðhúsinu verður harmónikuball þar sem Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur leikur fyrir dansi en á Ingólfstorgi verður dansleikur með Komið og dansið, Varsjárbandalag- inu, Sniglabandinu og Milljónamær- ingunum. gea@mbl.is Lýðveldisleikar Morgunblaðið/Ernir Nanna Bryndís Liðsmaður hljóm- sveitarinnar Of Monsters and Men.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.